Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Page 6

Fálkinn - 03.06.1960, Page 6
6 FALKINN £cnali foaá (jnpta - fórnaði manninum, börn- unum og ærunni fyrir Roberto Rosseiini Ingrid Bergman konu sinni alla sól- arsöguna af sér og Gupta, og hún gerði sitt ítrasta til að hjálpa hon- um. Sonali fékk inni á þriðju hæð í gömlu bakhúsi í París. Og þar eign- aðist hún dóttur 29. desember 1957. Hún stóð alein uppi, og nafn föður- ins stóð ekki á skírnarvottorði barnsins, sem heitir Paola Raffaela Mary. Ingrid og Rossellini höfðu skilið að borði og sæng í nóvember, svo að enn hlaut að verða bið á því, að Sonali gæti orðið frú Rossellini. Hann hafði sagt henni, að hann yrði að gera út um skilnaðinn og um réttinn til barna sinna með Ingrid áður en hann gæti gifzt aftur. Sonali tók þessu með þögn og þol- inmæði. — Ég iðrast ekki, segir hún. — Vitanlega geri ég mér ljóst, að ég hef gert mönnum illt, mann- inum mínum fyrrverandi, fjölskyldu Roberto Rosselini er talinn aí- burðamaður í Ítalíu. Síðan fyrstu kvikmyndirnar hans komu á rnark- aðinn, hefur honum verið hampað hærra en nokkrurn öðrum ítölskum kvikmyndaleikstjóra. Og það hefur alls ekki spillt fyrir honum, að hann er tvöfaldur hjónadjöfull — eða meira. Þvert á móti hefur þetta orðið áhrifamikil auglýsing fyrir hann. Hann giftist ríkri stúlku, sem heit- ir Marcella de Marchis. Síðan var hann lengi í þingum við leikkonuna Önnu Magnani. Svo kom Stromboli- ævintýrið og' Ingrid Bergman, sem hann átti barn með áður en hún var skilin við mann sinn, sænska tannlækninn Lindström. Og loks indverska ævintýrið, er hann flek- aði Sonali das Gupta, eiginkonu vin- ar síns. Lengri er skráin ekki ennþá, en Rosselini er ekki nema hálfsex- tugur, svo að búast má við meiru af honum í sömu átt. Um skipti þeirra Ingrid Bergman og Rosselini hefur mikið verið skrif- að og þau hafa sjálf verið óspör á að tala um sambúð sína og eftir- farandi deilu út af krökkunum, sem _ þau áttu saman. En indverska konan Sonali das Gupta, hefur þagað, eins og indverskum konum er títt, þang- að til nýlega, að hún fékkst til að skýra málstað sinn. — Fyrst í stað voru það andleg og listræn málefni, sem löðuðu mig að Rossellini, segir hún. Hin sam- eiginlegu áhugamál okkar voru á andlega sviðinu. Ég dáðist að starfi hans og list hans. En ég er kona. Og þegar maður heillast af öðrum eins manni og Rossellini, getur sam- bandið ekki orðið eingöngu andlegt til lengdar . . . Hún brosir varlega um leið og hún segir þetta. Fallegu, brúnu augun eru fjarræn, eins og hún væri með hugann einhversstaðar langt í burtu. Hún gengur í indverskum „sari“, og á tánum eru hringir með fisk- mynd. Konur nota þessa hringi sem tákn þess, að þær séu giftar og í hindúastétt. En Sonali das Gupta telst ekki framar gift að indverskum lögum. Ilún er „skilin“ og er önnur konan í Indlandi, sem nýtur þess vafasama heiðurs að vera það. En uppbótin, sem hún hefur fengið í staðinn er sú, að Rossellini segir að hún sé „mesta ást ævi sinnar“. Fyrir tveimur árum fór Rossellini til Indlands til þess að taka þar sannsögulega mynd. Og Sonali var gift aðstoðarleikstjóra hans og var falið að aðstoða við gerð handrits- ins að myndinni. Þannig byrjaði vin- áttan við Rossellini — með sam- starfi og sameiginlegu áhugamáli. En ekki leið á löngu þangað til Son- ali „lét fallerast“, hún stóðst ekki töfra hins ítalska kvennabósa. Mað- urinn hennar fékk grun um þetta og gerði sitt ítrasta til að koma þessum hættulega hjónadjöfli úr landi. Það tókst líka. Rossellini fékk vinsamlega bendingu um að fara heim. Og það gerði hann. En Sonali átti ekki sjö dagana sæla. Maðurinn hennar krafðist skilnaðar við hana, og fékk hann -— með dómi. Og nú varð Sonali að fara burt úr Indlandi um aldur og ævi. Hún fékk að taka Gil son sinn með sér, en hann er fjögra ára. Hún fór til Parísar og varð að fara huldu höfði til þess að forðast blaðamennina. Rossellini hafði sagt Frá v.: Sonali meS Gil, son sinn af fyrra hjónabandi. — Raffaela, dóttir Sonali og Rossellinis, sem nú er tveggja ára. — Marcella de Marchis, fyrsta kona Rossellinis, og Renzino sonur hennar} 18 ára. Solani das Gupta og Roberto Rossellini í garði fyrstu konu hans, fyrir utan Róm. minni og vinum. En sannleikurinn er ekki alltaf þægilegur. Það er þess vegna, sem svo margir kynoka sér við að horfast í augu við hann . . Sonali er grönn vexti, um þrítugt, minnir á sjaldgæfa hitabeltisjurt, sem hefur verið gróðursett í fjar- lægri mold og berst við að lifa í hinu nýja umhverfi. — Við giftumst eins fljótt og við getum, segir hún. — Bráðum vinnum við bug á öllum erfiðleikum. Hún býr í hreysi á afviknum stað, en Rossellini í gistihúsi rétt hjá Sig- urboganum. Þau sjást aldrei saman á almannafæri. Og þó að allir viti að Sonali á heima í París, veit eng- inn hvar hún er niður komin. — Ég er orðin svo vön að fela mig, að það er komið upp í vana fyrir mér, segir hún. — Allir vinir okkar í París eru listafólk, og þeir hafa verið mér einstaklega góðir. Þessi tvö ár, sem ég hef verið hérna, hef ég verið gestur á mörgum falleg- um heimilum, þar sem talað er um listir og bókmenntir. Mér hefur aldrei leiðzt . . . Roberto Rossellini, þetta seiðandi kvennaguli, er nú orðinn 53 ára. Hann elskar börn og fagrar konur og töfrar alla, sem koma nærri hon- um. Það væri synd að segja, að hann sé sérstaklega fríður maður, en það stafar frá honum hlýja og alúð. Hann er mjög alvörugefinn mað- ur. Hann tekur allt alvarlega. Líka mistök sín í einkalífinu og kvik- myndagerðinni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.