Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Qupperneq 8

Fálkinn - 03.06.1960, Qupperneq 8
8 FALKINN ANN SEATON fór til Englands með Gail dóttur sína, sjö ára gamla, eftir að hún hafði misst manninn sinn í bílslysi í sumarferð- inni til Ítalíu. Hún settist að í litlu húsi á Dorsetströndinni. En með þessu bakaði hún sér kala tengdaforeldra sinna, því að þau höfðu ákveðið að „auminginn hún Ann“ næði sér í stöðu í London og sendi Gail í heimavistarskóla. En Ann lét ekki bifa sér. Ung hafði hún gifzt heillandi, dutlunga- fullum og síngjörnum manni, sem hafði ánægju af að flakka um ver- öldina og setjast að þar sem honum bauð svo við að horfa. Nú vildi hún eignast heimili, virkilegt heim- ili, þar sem hún og Gail gætu verið saman öllum stundum. Þegar Gail sá skrítna litla húsið, sem móðir hennar hafði keypt, hélt hún dauðahaldi í hönd mömmu sinn- ar og starði á stóru, gulu vafnings- rósirnar, sem teygðu sig upp eftir húsveggnum. — Mamma, eigum við að verða hérna alltaf? spurði hún áfjáð. Ann vissi, að telpan var að hugsa um öll gistihúsin og leiguíbúðirnar, sem hún hafði verið í frá því að hún mundi fyrst eftir sér. — Já, væna mín, svo lengi sem þú vilt, sagði hun hlýlega. Húsið var hvítmálað með ryð- rauðu þaki. Og Ann flutti þangað gömul Seaton-húsgögn, sem verið höfðu í geymslu á pakkhúslofti í mörg ár. Hún var smekk-kona á lín- ur og fagra liti, og þetta hús varð með tímanum sannarlegt heimili — það fyrsta, sem hún hafði nokkurn- tíma átt. Gail fór í skóla barna skammt frá, og eignaðist smámsaman kunn- ingja og var eins og blóm í eggi í þessu nýja umhverfi. Einn daginn fékk Ann bréf frá Betty Blayne, gamalli skólasystur sinni. Betty skrifaði að maðurinn hennar, sem var blaðamaður, ætlaði í ferðalag til Austurlanda og vildi láta hana koma með sér. En það var aðeins einn hængur á þessu. Hvað átti hún að gera við dreng- inn sinn, hann Robin, sem var á líkum aldri og Gail? Væri hugsan- legt, að Ann gæti skotið skjólshúsi yfir hann í sumar? Ann sagði, að það væri guðvel- komið. Robin var stillilegur en ein- arðlegur drengur, og Gail leizt mjög vel á að fá hann fyrir félaga og leikbróður. Ann skrifaði Betty um hæl. Betty kom með Robin og stóð við nokkra daga, meðan hann væri að venjast umhverfinu. Þau fóru með nesti út með sjó, lágu þarna í fjör- unni, fóru í sjó og veiddu rækjur við klettana. Robin var hinn kátasti þegar hann kvaddi móður sína, og fullur af eftirvæntingu — að njóta sumarleyfisins þarna. — Mér þykir þetta hús svo skemmtilegt, sagði hann við Ann. — Hér er svo mikið sólskin — og ilm- ur af rósum og gólfbóni. Með hverjum sólskinsdeginum sem leið, urðu þau dekkri á bjór- inn. Ann snoðklippti ljósa, hrokkna hárið á sér og gekk í sólbleikum bómullarkjól og með ilskó á fót- unum. Hárið á krökkunum var þvalt af salti, og þau höfðu sem fæstar spjarir á kroppnum. Þau voru í fjör- unum klukkutímum saman á hverj- um einasta degi, og stundum fóru þau með áætlunrbílnum í næsta bæ og fengu te í fallegum gildaskála. Einn morguninn stóð Ann úti og var að klippa rósir, sem hún ætlaði að raða í koparkerið í forsalnum þegar bíll kom akandi og nam stað- ar við hliðið. Maður steig út, opnaði hliðið og kom labbandi upp stíginn í garðinum. —- Frá Seaton? spurði hann. — Ég heiti Justin Blayne og er mágur Betty. Ég veit ekki, hvort hún hefur nokkurntíma minnzt á mig við yð- ur? — Jú, víst hefur hún gert það, sagði hún og rétti honum höndina. Þér eruð skírnarvottur að Robin og fáist við byggingastarfsemi. — Alveg rétt. Ég er hér á næstu grösum til að sjá um byggingu rann- sóknarstofunnar, sem þeir ætla að setja hérna. Betty sagði mér, að Ro- bin væri hjá yður, og svo datt mér í hug að koma hérna við og sjá hann. -— Hann hefur áreiðanlega gaman af því, sagði hún. —- Hann og Gail eru uppi í eplatrénu. Kannske þér viljið kalla á þau og segja þeim að koma niður, meðan ég fer inn og set upp ketilinn? Hann brosti og margar rákir komu kringum dökkblá augun, sem voru svo lík augunum í Robin. Þetta var hár maður, jarphærður, með svip- mikið andlit. Föt hans voru gömul og slitin, og það líkaði Ann vel líka. — Það er freistandi, að heyra nefnt kaffi, sagði hann. — Haldið þér að ég mætti kalla yður Ann? Hún Betty hefur skrifað mér svo mikið um yður. Þegar Ann kom út á svalirnar með kaffið, var enginn þar. Hún heyrði rödd Robins ofan úr gamla, kræklótta eplatrénu niðdi á grundinni. — Þú getur sezt á þessa, Justin frændi, — hún er sterklegust. Við látum eins og við séum á skipi og siglum til Spánar! — Ship ohoy! kallaði Ann. Þeir klifruðu ofan úr trénu. Justin hafið fengið mikið af smálimi í hár- ið. Gail kom hlaupandi til Ann. Hún horfði á gestinn með blandinni hrifningu. Ann hlýnaði um hjartaræturnar þegar hún fann hve gaman Justin hafði af því, sem börnin höfðu verið að segja honum. — Og þið farið með nesti út á strönd! sagði hann. —- En hvað þið eigið gott. Það eru mörg ár síð- an ég hef farið í svoleiðis ferð. Hann leit til Ann. — Fæ ég að vera með ykkur ein- hverntíma? — Alveg sjálfsagt, sagði hún. — Hvenær sem þér viljið. En ég er hrædd um að yður þyki ekki gaman að fara í sjó hérna, það er svo út- grunnt .... — Svo að kaldi sjórinn fikrar sig upp eftir löppunum þumlung fyrir þumlung? sagði hann og þóttist skjálfa. — En ég geri það samt Ég get ekki látið Robin sjá, að ég sé kveif. Áður en hann fór, bauð Ann hon- um að koma í rækjuveiðakeppni daginn eftir. Fyrstu verðlaun ein plata af átsúkkulaði. Hún var í vafa um, hvart hann mundi koma — það mundu fæstir ungir menn hafa gam- an af slíkum barnaleik. En Justin kom. Rækjukeppnin tókst prýðilega, og það var Robin sem vann. Eftir að þau höfðu drukkið te síð- degis ók Justin þeim inn í bæinn og þau skoðuðu lóðina, sem nýja bygg- ingin átti að standa á. Hann lofaði að aka þeim oftar inneftir, svo að þau gætu fylgzt með byggingunni. Þegar börnin áttu að fara að hátta heyrði Ann að Gail sagði geispandi við Robin: — Mér finnst Justin frændi vera bezti fullorðni maður- inn sem ég þekki, næst eftir henni mömmu. Eftir þetta kom Justi oft. Hann kom oft eftir vinnutíma, til að klifra í eplatrénu, eða til að slá blettinn og hjálpa Ann til að reita arfa í garðinu, sem var stór. Á sunnudögum fóru þau í langar ferðir og höfðu nesti með sér, eða þau óku eitthvað í bílnum hans. Ann féll betur og betur við Justin. Hann var hugulsamur og hjálpsam- ur og hafði sérstakt lag á að gleðj- , ast yfir litlu. Og börnin tilbáðu hann. Betty skrifaði, að sér þætti vænt um að þau skyldu hafa hitt Justin. En Ann varð dálítið hugsandi út af niðurlagi bréfsins. — Ég þarf að biðja þig um eitt enn, Ann. Valerie, yngri systir mín — hún er fulltrúi menntunarinnar í fjölskyldunni og útlærður arkitekt — hefur skrifað mér og spurt hvort nokkur leið væri til þess að hún gæti verið hjá þér nokkrar vikur með Robin. Ég skammast mín fyrir að gera þér þennan átroðning, en hún er fús til að borga fyrir sig, svo að þú gætir kannske fengið frú Black til að hjálpa þér. Valerie mundi vera þér mjög þakklát fyrir þetta, og hún mundi hafa gott af að fá að njóta hvíldar og kyrrðar við sjóinn um tíma. En hvernig mundi Valerie hæfa það einfalda líf, sem þau lifðu þarna? hugsaði Ann með sér, — með sand í baðkerinu, máltíðir í

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.