Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Side 11

Fálkinn - 03.06.1960, Side 11
FALKINN trtrir LITLA SABAN *** Ktærnar snéru öfugt ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ MR. Reginald Rowland var meS öll sín plögg í bezta lagi, er hann kom til Englands. Hann var tónlistarmaður og sölumaður fyrir Morton B. Smith Company, píanó- smiðju í New York. Fyrri heims- styrjöldin hafði staðið tvö ár og Scotland Yard hafði tekizt að af- hjúpa ýmis njósnarasamböndin, sem störfuðu í Englandi. Margir æfintýramenn höfðu góða atvinnu af því að selja og kaupa hernaðar- leyndarmál. Enginn hafði illan bifur á hinum heillandi ameríkumanni Rowland fyrst í stað. Að vísu barst hann mikið á og jós út peningum, en hann hafði líka mikil viðskipti, og hvað á einhleypur ameríkani með nóga peninga og nægar tómstundir að hafa fyrir stafni í jafn rólegri stórborg og London, annað en sækja skemmtistaðina. Það var ekki fyrr en eftir að hann fór að sjást með frú Lizzie Wortheim, að njósnaralögreglan fór að grennslast um hagi hans og at- hafnir. Frú Wörtheim hafði áður verið gift þýzkum manni, sem skyndilega hvarf frá London, er lög- reglan fór að hnýsast í hagi hans. — í spjaldskrá Scotland Yard um meinta njósnara, var eitt spjaldið með nafni frú Lizzie. Fitch fulltrúa vdr falið að grennsl- ast eftir hinum veitula ameríkana, en þrátt fyrir langa leit gat hann ekkert fundið, sem benti til þess að hann væri í þjónustu óvdnaríkis. Að vísu skrifaði Rowland fjölda af bréfum til firma síns og til firm- ans Dierke í Rotterdam, en þetta voru allt leiðinleg bréf um afslátt á píanóum, athugasemdir um píanó — allt um píanó. En það var ekki þetta, sem Fitch var að leita að. Hann hafði engan áhuga fyrir píanóum. En svo kom orðsending frá Rotterdam: „Hafið gát á bréfum til Rotterdam. Dierke & Co eru í þjónustu Þjóðverja.“ Það var matur í þessum fréttum! Og nú voru öll bréf Rowlands til Rotterdam send til Fitch fulitrúa og rannsökuð þar af fróðum mönn- um. En bréfin voru jafn leiðinleg og áður og ekki varð séð, að þar væru nein launungamál. Frá fyrstu stund fannst Fitch, að hann hefði séð svip þessa ameríku- manns áður. Honum datt aftur og aftur í hug nafhið ,,Breekow“ og hann afréð að athuga þennan „skjól- stæðing“ sinn nánar, þó að það gæti bakað honum óþægindi. Einn morguninn komu þrír hæg- látir heiðursmenn inn í reykskála gistihússins, sem Rowland bjó í. Það voru Fitch og tveir aðstoðar- menn. Rowlahd sat í mákindum og reykti eftir morgunvei'ðinn. — Okkur langaði til að tala við yður í einrúmi, sagði Fitch. Þeir fóru allir upp í herbergi Rowlands. Hann þóttist móðgaður. Tók upp vegabréf sitt og ýmis við- skiptabréf og tók fram, að hann væri amerískur ríkisborgari. Kaup- sýslumaður og í löglegum erindum. En þrátt fyrir mótmæli hans var gerð leit á honum og herbergið kannað ítarlega. Lögreglan hafði ekki mikið upp úr krafsinu. Fitch leit inn í bað- klefann. Þar var rakhnífur, tann- og hárbursti og lítið glas með ljós- gulum vökva, sem Rowland sagði að væri hárvatn. Fitch var að gefast upp. Þetta gat orðið óþægilegt fyrir lögregl- una. Nú hafði Rowland fengið að vita, að Scotland Yard hafði grun á honum. Fitch leit enn eánu sinni á am- eríska passann. Svo sagði hann: — Herra Row- land, ég tek yður hér með höndum! — Fyrir hvað, leyfist mér að spyrja? — Þetta vegabréf er falsað! Það kemur upp um yður. Ameríski örn- inn í innsiglinu undir vegabréfinu er ekki réttur. Klærnar snúa öfugt! Loksins hafði Fitch fengið ástæðu til að stinga Rowland inn — eða Breekow réttara sagt. Og hann varð að játa á sig sökina. „Hár- vatnið“ reyndist vera vökvi, sem notaður var til að skrifa ósýnilega skrift. Breekow var sonur píanósmiðs í Stettin og lék sjálfur ágætlega á píanó. Hann hafði verið í Banda- ríkjunum í sjö ár, en fór heim þeg- ar stríðið skall á, og lærði njósn- hissa I EILEEN heitir lítil stúlka á þriðja árinu, sem á heima í Northfield í Bandaríkjunum. Henni tókst fyrir skömmu að klifra upp í 17 metra háan sjónvarpsturn hjálparlaust. Þegar henni hafði verið náð ofan aftur, sagði hún hróðug: „Ég ætlaði að reyna að klifra upp í tunglið.“ * ÞUNGT LESMÁL. Ameríski fuglafræðingurinn Audubon samdi fyrir 140 árum mikið rit um amer- íska fugla og bjó til 435 litaðar fuglamyndir í ritið. Voru aðeins gerð 5 eintök af þessu riti, sem skiptist í átta bindi. Þrjú eintökin af ritinu eru týnd, en það fjórða var selt fyr- ir nokkrum árum fyrir 22.500 doll- ara. Fimmta eintakið, sem var í eigu skotska lögfræðingafélagsins, var arastarfsemi. Og sv?o var falsað vegabréf handa honum. En það varð honum að falli, að klærnar á erninum sneru ekki rétt. nýlega selt á uppboði fyrir 33.000 dollara. Kaupandinn varð að fá hjálp til að koma ritinu út í bílinn, því að það vó 51 kíló. NÝ LEIKBRÚÐUTÍZKA er kom- in á kreik í Frakklandi síðan Bir- gitte Bardot eignaðist dótturina Ni- cole. Eru nú komnar á markaðinn Nicole-brúður, sem geta ekki aðeins lokað augunum, heldur tísta þær líka „B—B“, þegar þrýst er á mag- ann á þeim. * FRÚ MINNIE GILLAND hefur játað fyrir lögreglunni í Detroit, að hún hafi málað með tjöru „galdra- stafi“ á dyrnar hjá frú Mary Don- aldson, sem er nágranni hennar. Þetta kvaðst frú Gilland hafa gert til þess að afstýra því, að frú Don- aldson næði tökum á manninum hennar, með ýmsum gjörningum. — Þess má geta, að frú Gilland er 83 ára, maðurinn hennar 65 og frú Donaldson 75 ára. iíSÖÍXÍÍííÍíiaöíiCSÍXittCSÍSÍJÍSÍÍOÍÍÍiCSttílíWiCiíXÍÍXlLÍJÖttíiíÍCJÍKÍÍiílíÆOCiíÍÍSÍÍCÍttttöCKieClöíJííttíKiíJÍXiÍJÍJÖCSCSÍiCtÍíiíKJÍÍÍiíÍíttSöf LVGILEGT KALP - Það er mikið talað um „ger- nýtingu“ nú á dögum, og notkun véla, sem eigi aSeins vinni iyrir mennina, heldur hugsi fyrir þá líka. ISnverkamaSurinn George Mee í Derby í Englandi er einn þeirra, sem situr í verksmiðju, þar sem vélamar gera mest aj vinnunni. En hann kann ekki vel við sig og hefur náð sér í aðra stöðu. George leiddust makindin. Hannvinnur tœpan hálftíma sam- tals á tólf tíma vöku. Og honum leiddist. Auk þess þyngdist hann um mörg kíló fyrstu vikurnar og varð eins og slytti. En þegar staðan var auglýst laus eftir hann, sóttu 150 manns um hana. Því að þarna voru há laun borg- uð fyrir litla vinnu. Hvergi er hœgt að fá jafn hátt kaup fyrir litla vinnu eins og á skemmtikraftamarkaðinum. Gamanleikarinn Groucho Max fékk nœr 6000 dollara fyrir að segja eina línu í kvikmynd. Og Joan Bennett fœr 3000 dollara fyrir að sýna sig nokkrar mínút- ur í sjónvarp með Pat O’Brien. Þau gengu bœði fram og Pat byrjaði: -— Það gleður mig . . . en lengra komsi hann ekki fyrir lófaklappinu í salnum. Joan átti að tala eitthvað við Pat, en það tókst ekk{ fyrir hávaðanum. Hún brosti bara. Tvœr mínúturnar voru búnar og leikararnir fengu ekkert að segja. Ameríski leikarinn Irving Fisher var nauðalíkur Harry Tru- man forseta. Þess vegna fékk hann hlutverk í leikritinu: „Call Me Madam“. Fisher átti ekki að gera annað en sýna sig sem snöggvast í lokin, í tœpa mínútu. Ekkert að segja, ekkert að gera. Sýningin gakk í hálft þriðja ár og Fisher hafði 70.000 dollara upp úr henni. Johnnie Keoni fékk líka ríku- lega borgun fyrir að ganga yfir leiksvið. Það tók hann nákvœm- lega 9 sekúndúr á hverju kvöldi. Johnnie œtlaði að sýna hnífa- dans, en leikstjórinn taldi hann geta hóstað. í sjónvarpssýningu átti að koma fyrir hóstandi fólk. Það fékk tíu dollara fyrir að hósta í þrjár minútur. Stúlka í Stokkhólmi hefur skemmtilega atvinnu. Hún geng- ur um borgina og geltir fyrir ut- an hvert hús, sem hún heldur að hundur sé í. Það er skattstjór- inn, sem hefur gert hana út til að gronnzlast eftir hverjir svíkist um að borga hundaskatt. Stúlkan kann tuttugu tegundir af gelti, svarandi til jafnmargra hunda- tegunda, og venjulega er gelt á móti inni i húsinu. Hún tilkynnir það, og eigandinn fœr bréf. Tólf manns i vœrðarvoðaverk- smiðju í Connecticut hafa létta vinnu. Þeir eiga að sofa átta tíma á dag í rafmögnuðum ullarvoð- um, til þess að prófa hvort þau séu ógölluð. Þetta er bezta at- FYRIR LITLA VINNU of hœttulegan fyrir hina leikend- urna og sleppti honum. En John- nie fékk þúsund krónur á viku fyrir að ganga yfir leiksviðið. Ronnie Ronalde er forríkur, á skrauthýsi og bíla, lystisnekkjur og fleira. Þetta hefur hann grætt á að blístra. Hann syngur nokkr- ar vísur og hermir eftir fuglum. Grammófónplöturnar hans renna út og hann er í sj ónvarpi og út- varpi í hverri viku. Það er lika pctninga virði að U R VIÐRI VERDLD vinna á veturna, en kannske lak- ari í sumarhitunum. Hjón í Blackpool í Englandi lifa á því að sitja við glugga í gilda- skála og borða — með sýnilegri ánægju. Þau vega til samans 250 kíló, og gestgjafinn segir, að þeg- ar fólk sjái hjónin eta, fari það að langa í mat. Frú Irene Docherty, skozk, elskar hunda. Hún lifir af að labba um með feita hunda dags daglega, til að megra þá. Hún tek- ur ákveðið kaup um tímann. Frú Snappe í Manchester á mörg þús- und kóngulœr og selur kongu- lóarvefi. iCÍtlCXÍCSCiCSClCSClClCSClClCSCSCSCSCSClCJCÍOCSCSClCClClCÍClCKKiClCiCiCJCSCSCSClCSClCSCSCSCiCSClCÍCSCÍCSClOClClCSCSCiCiCiCSCSClClCSCiClCiClCÍCJCSCliSCSClClCiCSCSCSí ALVEG -K

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.