Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 13
FALKINN 13 Vízlz an ^Mó f*jr Þægilegur, svartur kjól, ætti að skipa heiðurssess í hverjum klæðaskáp. Hægt er að nota þá við hin margvíslegustu tækifæri. Sérstaklega er gott að grípa til þeirra þegar „maður veit eiginlega ekki í hverju maður á að vera“. Þess ber og að gæta. að flestir skartgripir fara vel við starf. — Kjóllinn til vinstri er úr þunnu ullarkrepi (frá LOPEZ), sá í mið- ið er fallegur silkikjóll úr taft-siffon (Chloe) og til hægri er einfaldur silki- kjóll frá Casalino. gera þér allt sem við getum til dægrastyttingar — við skulum kynna þig öllum vinum okkar, og ég er viss um að þér fellur vel við þá. Jæja, nú skulum við fá okkur eitthvað að borða, og á eftir skaltu sofna rækilega. Borðstofan vissi út að svölunum. Kötu varð hugsað til þess hve góða ævi hún gæti átt þarna, ef áhyggjurnar af bróður hennar hefðu ekki ver- ið. Maturinn var góður og geðsleg, þeldökk stúlka gekk um beina. Eftir nokkra stund sagði Helga: — Kannske þér viljið setja mig inn í skyldu- verkin mín þegar við höfum matast, frú Denni- son? — Æ-nei, ekki strax, Helga! Þið Kata verðið að sofa út fyrst. Það verður alltaf tími til að tala um verkin þiín. Húsverkin hérna ganga í rauninni vel, en af því að flest vinnufólkið er innfætt, þarf ég á manneskju að halda, sem getur litið eftir því. Ég er svo lítið heima sjálf, og Rod fannst ég þurfa stúlku, sem gæti séð um heim- ilið. — Ég skal gera mitt bezta, og ég vona að þér verðið ánægð með mig frú Dennison, sagði Helga kurteislega. — Það verð ég áreiðanlega. Þú hafðir I. flokks meðmæli. Máltíðinni var lokið. Rodney Dennison hafði flýtt sér að borða og var farinn til skrifstofu sinn- ar. Kata fékk sér ágætt bað, sem henni var nautn að eftir hina löngu daga í loftinu. Og það var unun að hvíla sig milli hvítra og kaldra lak- anna í ágætu rúmi. Hún varp öndinni í vellíðan og sofnaði samstundis. Það var komið fram yfir nón er hún vaknaði við mannamál.. Þetta var hljóðskraf, en virtist vera í lítilli fjarlægð. Henni varð litið á baðklefa- dyrnar — klefinn var milli herbergis hennar og Helgu — og sá að þær stóðu opnar. Hún fór framúr til þess að loka dyrunum og datt ekki í hug að hlera. En dyr Helgu að baðklefanum voru opnar líka, — þess vegna hafði hún heyrt óm- inn af samtalinu. Hún var í þann veginn að loka er hún heyrði lága, hvæsandi karlmanns- rödd: — Þú ónýttir síðasta verkefnið þitt, Helga. Þú ert ekki maður til að gera það aftur! Hann hélt áfram, og nú var röddin beinlínis ógnandi: •— þú veizt hvað af þvd mundi leiða! Helga talaði lágt og röddin var mæðuleg: — Mig gildir einu hvað af því leiðir! — Jæja, sagði maðurinn, og nú heyrði Kata að þetta var Rodney Dennison. — Hagaðu þér eins og flón, ef þú vilt. Það gæti hugsast að þig gildi einu hvernig þér sjálfri reiðir af. En svo eru aðrir, sem þér er ekki sama um — og þú veizt hvernig þeim mundi reiða af — er það ekki? — Segðu ekki meira! Segðu ekki meira. Rödd Helgu veinaði af sársauka. — Þú hefur fengið fyrirskipanii’nar, sagði Rodney Dennison kaldranalega. — Og hvað hef- urðu gert til að framkvæma þær? — Ég hef gert það sem ég gat — ég sver að ég hef gert það sem ég gat. Nú hækkaði hún röddina dáMtið. — Það er þér hollast. Þú veizt að þetta er síð- asta tækifærið þitt. — Já, ég veit það,hvíslaði hún. Svo bætti hún mæðulega við: — Ég skal gera allt — hvað sem þér viljið, ef þér segið mér hvað hefur orðið af Frank! Hann rak upp hæðnihlátur. — Dettur þér í hug að ég mundi segja þér það, jafnvel þó ég vissi það, — og láta þig gera þig að fífli á nýjan leik! — Vitið þér það þá? hvíslaði hún. Nú heyrðist hljóð — það gat ekki verið annað en smellur í löðrungi, og hún heyrði að Helga tók andköf. — Sveið þig undan honum, eða hvað? En nú lærist þér kannske að vera ekki svona spurul, sagði hann ógnandi. Nú verður þú að reka er- indið, sem þú átt hingað. Ef þú gerir það, skal ég ábyrgjast þér að ekki verður skert hár á höfði þínu né ættingja þinna. En ef þú gerir það ekki ... Ja, ég mun varla þurfa að segja þér hvernig þá fer. Kveinstafir heyrðust frá Helgu, en hún sagði ekkert. Kata heyrði að fótatak Rodneys Dennison færðist nær dyrunum. Svo nam hann staðar og hélt áfram: — Og svo var það eitt enn... Gerstu ekki of nærgöngul við Adrian Sullivan, annars kemstu í ónáð hjá Fredu. Hún annast um hann. Kata lokaði dyrunum hijóðlega. Hún skalf af æsingi. Hún hafði gert rétt í því að taka boði Dennisons. En hvers vegna höfðu þau lagt að henni að koma, og hvað mundi gerast ef þau fengi að vita að hún hafði hlustað á hótanir Dennisons? Hún skreið upp í rúmið aftur. Bara að hún hefði einhvern til að ráðfæra sig við, en sir Al- ander hafði varað hana við að treysta nokkrum manni, og hún vissi hve aðgætinn hann var. Rodney Dennison hafði sagt að konan skyldi „annast um“ Adrian — var Adrian kannske ást- fanginn af henni? Það var alls ekki óhugsandi — Freda var mjög heillandi kona. Kata reyndi að fyrirlíta hann, en sársaukinn varð yfirsterlj- ari. Fjöldi fólks kom í kokkteilboðið hjá Denni- son. Freda gekk mann frá manni með Kötu og kynnti hana. — Kata býr hérna hjá okkur, sagði hún, og stundum bætti hún við og lækkaði róminn um leið: — Hún er systir Franks. Allir buðu hana velkomna, sumir létu þess getið, hálf vandræðalega, að þeim hefði þótt svo vænt um Frank. Henni fannst allir gestirnir vera einstaklega viðfeldið fólk. — Hvernig leizt þér á kunningjana okkar? spurði Freda Kötu nokkru síðar. — Mér finnst þeir vera einstaklega alúðlegir. Freda kinkaði kolli. — Já, við eigum einstak- lega vel saman. Þetta er sannkölluð Paradís hérna. En höggofmurinn stjórnar þeirri Paradís, hugs- aði Kata með sér. Höggormur sem hafði gleypt bróður hennar, var hættulegur henni sjálfri og sem jafnvel þessari ungu heimsálfu stóð hætta af. Helga var fairin að vinna og gekk um beina og bauð gestunum ljúffengt smábrauð. Hún var í óbrotnum svörtum kjól, sem fór henni vel. Svo að Helga hafði þá þekkt Frank. Það var engin tilviljun að hún hafði mynd af honum í töskunni sinni. Hún hafði jafnmiklar áhyggjur af honum og Kata sjálf, en hún var ekki sinn eigin herra og átti auðsjáanlega ættingja, sem hún hafði áhyggjur af. Eða var hún frjáls gerða sinna? Það var hugsanlegt að hún hafi verið það, að minnsta kosti í byrjun. Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 11/2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.