Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Qupperneq 17

Fálkinn - 11.01.1961, Qupperneq 17
TÆKNI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI — TÆKIMI - TÆKIMI • *,r T/ 80 MILLJÓNIR BIFREIDA Stærstu bílaverksmiðjur ver- aldar, General Motors í Bandaríkjunum héldu fyrir skemmstu hátíð í tilefni af því, að framleidd hafði verið bif- reið númer 80.000.000. Fyrirtækið var 42 ár að framleiða 40 milljónir bif- reiða, en næstu 40 milljónirn- ar voru framleiddar á aðeins 10 árum. Þessar tölur sýna svo að ekki verður um villzt, hversu gífurlega framleiðslan hefur aukizt og vöxtur fyrir- tækisins verið hraðfara. Ef framleiðsluskýrslan er athug- uð nánar sést: að bifreið nr. 1 milljón var framleidd 1919, að bifreið nr. 10 milljón var framleidd 1929, að bifreið nr. 25 milljón var framleidd 1940, að bifreið nr. 50 milljón var framleidd 1953. Cadillac módel 1908 var fyrsta bifreiðin sem fram- leidd var hjá General Motors. Framleiðsla hans var hafin skömmu eftir stofnun fyrir- tækisins 23. nóvember 1908. Cadillac er enn bezta og dýr- asta tegund verksmiðjunnar. Sjálfstartari, sem nú er álit- inn sjálfsagður, var fyrst sett- ur í Cadillacbifreið. Það var árið 1912, og nýjungin vakti geysilega athygli. Fyrsta Cadillacbifreiðin var með 25 hestafla vél, og há- markshraði á klukkustund var 80 km. Nýjasta gerðin af Cad- illac er með allt að 440 hest- afla vél, svo að það er erfitt að finna nógu sterk lýsingar- oð yfir framfarirnar. General Motors er nú stærsta iðnaðarfyrirtæki veraldar, og ekkert bendir til þess að dragi úr framleiðslunni næstu ár, heldur þvert á móti hið gagn- stæða. Notkun ávísana fer stöðugt vaxandi í flestum löndum. í Bandaríkjunum eru til dæmis gefnar út 13.000 milljónir ávís- ana á hverju ári, svo að ekki er að undra þótt forráðamenn bankanna velti því fyrir sér, hvernig hægt sé að flokka þær og meðhöndla á sem fljótast- an og auðveldastan hátt. Hver einstök ávísun fer í gegnum hendur 25 manna, áður en hún er fullafgreidd, og þar að auki fer hún í flestum til- fellum á milli banka. Þessi venjulega meðhöndlun, sem tíðkazt hefur í áraraðir, er erf- ið og gengur hægt fyrir sig. Til þess að leysa þetta vandamál, hafa stærstu bank- arnir í Bandaríkjunum tekið í notkun sjálfvirkt vélrænt kerfi, sem afgreiðir ávísanir á skjótari og öruggari hátt en áður. Nafn bankans, reiknings- Frh. á bls. 21 Gsnrral Motors hafa reiknað út, a'ð ef h'.num 80 milljón- um bifreiða vœri raðað upp í einfalda föð, mundi sú hala- ró"a ná 12 slnnum umhverfis jörðina. ÍliPili811S SJÁLFVIRK AFGREIOSLA ÁVÍSANA .............■."■«■.....---------—--------- Hér sést CADILLAC módel 1961. Hann er 5.63 m á lengd og 1.47 á hœð. Vélin er V 8, 300 hestöfl. Þessi gerð er nefnd „Mercedes Benz Ameriku“ og kostar hvorki meira né minna en frá 5000 og upp í 10.000 dollara. ■—■ Hér dð neðan birtast myndir af fleiri bifreiðum frá General Motors og að sjálf- sögðu eru það allt árgerðir 1961. LINCOLN „CONTINEN- TAL“. Lengdin er 5.45 m, en hœðin 1.36 m. Til sam- anburðar má geta þess, að lengdin á Volkvagen er 4.07 m, en hœðin 1.50 m. Vélin er átta cylindra og 270 hest- öfl. CHEVROLET „CORVAIR“. Ein af minni gerðunum amer- ísku. Vélin er loftkœld og aftan í vagninum, og þess vegna vakti þessi gerð hvað mesta athygli á bílamarkaðn- um á árinu 1960. Vagninn eyðir 10—11 l á 100 km. BUICK „LE SABRE“. Lengdin er 5.50 m, og er það 12.5 cm styttra en módel 1960. Það eru framleiddar 15 mismunandi tegundir af Buick módel 1961, og hægt er að fá þá í 60 mismunandi litasamsetningum. PONTIAC „TEMPEST“. Einna athyglisverðastur af hinum minni amerísku bíl- um módel 1961. Vélin er frammi í, og ar fjögurra cy- lindra vél, 100-—140 hestöfl, eftir vali. Bíllinn eyðir 11— 12 lítrum á 100 km. TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIMI

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.