Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Qupperneq 19

Fálkinn - 11.01.1961, Qupperneq 19
Dýragai’ður Hagebechs í Hamborg er gamall og mjög fullkominn. Á stríðsárunum drápust flest dýrin, en þrátt fyrir það hefur á síðari árum tekizt að fylla í skörðin, og eru þar hin ótrúlegustu dýr næstum hvaðanæva úr heiminum. Eitt er það, sem ferðamaður, sem er í fyrsta skipti á ferð um Hamborg, má ekki láta hjá líða að skoða, en það er skemmtigarður borgarinnar „Planten und Blu- men“. Þar er hið fræga vatnsorgel, og á sumrin er leikið á það tvisvar á hverju kvöldi, hálfa klukkustund í senn. Á sama hátt og höfn Hamborgar var um aldaraðir „hlið að hinum stóra heimi", hefur flugvöllur borgarinnar nú að nokkru tekið við því hlutverki. Um hann fara fjölmarg- ar flugvélar dag hvern. Það, sem hinn heppni vinnandi í Bingóspili Fálkans mun sennilega fyrst taka eftir, eru breytingar og bygging- ar, sem nú er unnið við á flugvellinum. Þetta er gert í því augnamiði, að gera stærri flugvélum kleift að athafna sig þar og til þess að auðvelda alla afgreiðslu farþega og farangurs. í flugstöðvarbyggingunni hefur Flugfélag íslands skrif- stofur sínar, og þar hefur aðsetur sitt fulltrúi félagsins í Hamborg, Skarphéðinn Árnason. Við segjum nánar frá ýmsum merkisstöðum í Hamborg í næsta blaði, þegar annar hluti Bingósins birtist. Fyrir um það bil ellefu hundruð árum var staðurinn þar sem Saxelfi og Alstervatn koma saman, nefndur mikils- verð verzlunarstöð, og um upphaf íslandsbyggðar var Hamborg orðin að stóru þorpi, ef marka má lýsingar og teikningar á byggðasafni borgarinnar. Hamborg hefur æ síðan haldið sessi sínum sem mikils- verð verzlunar- og hafnarborg. Hún var um tíma sú borg í Evrópu, sem flest skip gistu, og er í dag mannflesta borg Þýzkalands. íbúar eru þar um 2 milljónir. Það er erfitt að lýsa Hamborg í stuttum pistli. Á sama hátt og aðrar stórborgir, hefur hún innan „borgarmúra" sinna bæði hið góða og hið illa, eða svo mundu siðapost- ularnir að minnsta kosti taka til orða. Þar fyrirfinnast til dæmis ópera, nokkur leikhús, óper- ettuhús, ótal kirkjur að ógleymdum söfnum listaverka og gamalla minja, ásamt öðru, sem til menningarauka má verða. En í Hamborg fyrirfinnast einnig þeir hlutir, sem hvergi getur að líta annars staðar í norðanverðri Evrópu. Er þar átt við hinar ýmsu götur skemmtihverfisins St. Pauli, en það dregur ekki hvað sízt að erlenda ferðamenn, enda hefur frægð þess flogið víða um álfur. ,,Sá, sem ekki hefur séð Hamborg, þekkir ekki Þýzkaland," segir gamalt þýzkt máltæki. Eitt það merkasta í Hamborg og það, sem ferðamenn skoða gjarnan, er höfnin. Hún er gríðarlega stór og ekki gerlegt að fara um hana nema á bátum. Bílferð yrði tafin við vindubrýr, sem sífellt eru uppi til þess að hleypa skipum út og inn. Sá hluti hafnarinnar, sem liggur á nyrðri bakka Saxelfar, er að miklu leyti fríhöfn, og þar eru einnig fjölmargar skipasmíðastöðvar. Efri myndin er af Alstervatninu í Hamborg, en hér til hliðar sést hluti af hinum fræga skemmtigarði „Planten und Blumen“. Myndin á síðunni hér á móti er af Gullfaxa á flugrvellinum í Hamborg:. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.