Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Qupperneq 24

Fálkinn - 11.01.1961, Qupperneq 24
TVEIR BJÖRGUÐUST Fimmtudagskvöldið 23. nóv. 1944 lá „Hansa“ í Nynásham og var að taka á móti vörum og farþegum. Það átti að fara á miðnætti. Gamli vörðurinn stóð við landganginn og athugaði skil- ríki farþeganna. Nú voru fæstir þeirra skemmtiferðafólk. Meðal þeirra fyrstu um borð voru tveir liðsforingjar og óein- kennisbúinn maður, sem sjáanlega var með þeim. Þarna var lítil telpa, sem hlakkaði mikið til að fá að fara með skipi. Yfir helmingur farþeganna voru hermenn, sem höfðu verið heima í leyfi. Félagarnir þrír komu sér fyrir í klef- anum sínum. Þeir voru Rolf Lindquist ofursti, Arne Mohlin kapteinn úr her- foringjaráðinu og Ragnar Halldén ríkis- endurskoðandi. Þeir voru á leið til Got- lands til þess að rannsaka fyrirliggjandi birgðir þar. Martin Klinberg, skipstjóri á „Hansa“ gekk um og leit eftir öllu. Hann var reyndur og vinsæll og hafði lag á að láta farþegunum líða vel, jafnvel þó að veður og sjór væri rysjótt. SKOTFÆRI í LESTINNI. Það leit út fyrir að skipið yrði síð- búið. Var komið að farartíma, en mikið af varning ókomið um borð. í farmin- um voru 3 lestir af skotfærum og hvell- hettum til liðsins á Gotlandi. Spunnust miklar deilur út af þessum farmi síðar. Þarna var líka eintak af ensku kvik- myndinni „Hafið skráir mannleg örlög“, sem átti að sýna í Visby .... Þegar klukkan hringdi til brottfarar, voru 86 manns um borð í „Hansa“, 62 farþegar og 24 manna áhöfn. Skipið tók stefnu út í Danziger Gatt í miklum mótvindi og III. stýrimaður, Arne Thureson, þrítugur víkingur frá Visby, var á stjórnpalli. Skyggni var slæmt, þegar „Hansa“ mætti „Gute“, skipi sama félags, á leið til Nynáshamn kl. kortér yfir 1. En þó sáu skipverjar á ,;Gute“ öll ljósin á þilfari „Hansa“ og þjóðernismerkið „Hanse — Sverige" ásamt sænska fánanum málað miðskips og upplýst með sterku kastljósi. „Hansa“ gekk átta sjómílur og hefði átt að koma til Visby undir kl. 9 um morguninn. Allt virtist með kyrrum kjörum um borð. En nú var stríð — í Evrópu og við Eystrasaltsstrendur — og auðvitað höfðu allir orðið þess varir. Alvarleg atvik höfðu ekki gerzt þarna, en milli Got- lands og meginlands höfðu kafbátar oft verið á sveimi, auk annarra herskipa, og oft heyrðust tilkynningar um tundur- dufl á reki. En talið var, að þessi hluti Eystra- salts væri orðinn hættuminni upp á síðkastið. Órólegu stöðvarnar höfðu færzt suðaustur á bóginn, vegna þess að nú var tekið að halla á Þjóðverja. Takmörk þýzka athafnasvæðisins voru nú fyrir sunnan Gotland og Öland. Og herskip voru hætt að fylgja Gotlands- bátunum fyrir nokkrum mánuðum. Kl. 3.30 voru vaktaskipti á „Hansa“. Lyth, II. stýrimaður, leysti Thuresson III. stýrimann af hólmi, og fór inn í útvarpsklefann, því að þar svaf hann. Hann háttaði, og sofnaði þegar. Stormurinn hafði ágerzt, en „Hansa“ hélt jafnt og þétt áfram, og véíin gekk reglulega, eins og klukka. EITTHVAÐ AÐ .... Arne Mohlin hrökk upp úr svefnin- um og fór fram úr. Hann hafði ekki orðið neins var, en það var geigur í honum. Ragnar Haldén var kominn fram úr, og hafði orð á að eitthvað hefði kom- ið fyrir .... kannske var það tundur- dufl--------- Þeir tóku báðir eftir, að gólfið hall- aði grunsamlega mikið og að skipið var undarlega kyrrt. Ofan af þilfarinu heyrðu þeir glerbrotahljóð — og svo vein í konu. Þeir þutu upp í flýti og gleymdu bæði fötum og lífbeltum. Fyrst var að sjá, hvaða alvara væri á ferð- um. Mohlin hleypti sér þó í herjakk- ann utan yfir náttfötin. Ljósið logaði frammi í ganginum, en hvergi sást nokkur maður. Þeir hlupu aftur í og upp aðalstigann. Mohlin kom út á þilfarið bakborðsmegin. Ljós var þar sem hann stóð, en dimmt fram und- an. Hann tók eftir að skipið hallaðist meir en hann hafði haldið. Sjórinn gekk yfir borðstokkinn og upp á matsals- þilið. — Ég verð að ná mér í lífbelti, hugs- aði Mohlin með sér og sárnaði, að hann skyldi ekki hafa tekið það í klefanum. Hann hljóp að aftari yfirbyggingunni á þilfarinu. Þar logaði ljós inni, en eng- inn sást maðurinn. Nokkrar rúður voru brotnar. Farþegarnir mundu hafa vakn- að fyrr Þarna aftur í og vera komnir upp á bátaþilfarið, því að Mohlin heyrði óp þaðan. Allt í einu sá hann mann í náttföt- " um, sem æpti óður af hræðslu á björg- unarbát. En svo hvarf hann að vörmu spori. Aðra sá hann ekki, og nú greip geigurinn hann. SKIPIÐ SEKKUR. Honum varð litið aftur á og sá þá kastljós, sem miðað var á „Hansa“ ut- an af sjó. Hvað gat þetta verið? Vitinn á Landsort? Mohlin hafði ekki hugmynd um hve margt klukkan var eða hvar hann var staddur. Hann hljóp út að borðstokknum aftur á og starði á þetta ljós. En í þeim svifum fór skuturinn á „Hansa“ að hækka. Arne Mohlin vatt sér upp á borðstokk- Efri mynd: Og þarna voru þeir þrír saman ískalda nóvembernótt við bátinn á hvolfi. Á neðri myndinni sést Gotlandsferjan HANSA, sem fórst með 84 mönnum um borð.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.