Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Side 26

Fálkinn - 11.01.1961, Side 26
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP — Þessir locatáar eru einskonar millibil milli leigubíls og strætisvagns, sagði hún. Bílstjórarnir stanza hvar sem mað- ur vill, og það kostar aðeins nokkrar cruzeiros að aka hversu langt sem maður vill. Og bílstjórinn hafði líka gaman af að aka hratt, uppgötv- aði Irena, þegar hún sá hvernig vagninn álaði sig áfram í umferðinni á fleygiferð. — Aka þeir alltaf svona hratt? spurði hún Coral, sem brosti og sagði: — Já, oftast nær. Ertu hrædd? — Nei, ekki vitund, svaraði Irena, staðráðin í að leyna þeirri staðreynd, að hún var með öndina í hálsinum, þegar hún bar upp spurninguna. Vagninn nam staðar við breitt hlið og þaðan lá malborinn stígur upp að Carioca-klúbbnum. Fallegar tennisbrautir voru á báðar hliðar við stíginn og á milli þeirra grænir blettir; þar sat fólk í legustólum, meðal annarra margar konur með smábörn. í fjarlægð var sund- laug, og hún heyrði lætin í krökkunum, sem voru að svamla þar. — Þetta hlýtur að vera ákjósanlegur staður fyrir börn, sagði Irena. Hana hefði langað að ganga að sundlauginni og horfa á krakkana, en Coral hélt beint upp á svalirnar, fann sés borð og bað um te og glóðað brauð, hjá þjóni í hvítum jakka. Hún kveikti í vindlingi og horfði á gestina, sem sátu þarna í kring. Hún gerði enga tilraun til að halda uppi sam- tali eða vera skemmtileg, og Irena gat sér þess til, að þetta boð hennar væri aðeins gert til að koma sér í mjúkinn hjá Hugh. Irena gat sér þess til, að flest af því sem Coral hafðist að, væri í þeim tilgangi gert að hafa áhrif á Hugh — og það hafði líka tekizt, ef marka mátti allar lofræðurnar, sem Hugh hélt um Coral. En nú fór Irena að hugsa um, hvernig Díönu mundi hafa samið við hann. i Ef Irena hefði verið með Valerie eða Brian, hefði hún haft nóg að tala um, en við Coral var hún fálát. Það stafaði kannske af því, að Coral svaraði öllum spurningum hennar með einhvers konar vorkunnarbrosi á vörunum, eins og henni væri skemmt, þegar hún heyrði hve fávíslega Irena spurði. Henni fannst hún hafa -fengið bjargvætt, er hún tók eftir Valerie rétt hjá sér og heyrði vingjarnlega rödd hennar: — Halló, Irena, ert þú hérna? Hún var í vafa um.hvort Coral og Valerie þekktust, og leit spyrjandi á Coral. Þær reyndust vera kunnugar, en Coral virtist ekkert hrif- in af þessum samfundi. Og enn fúlli varð hún á svipinn, er hún sá William kom hlaupandi upp á svalirnar og taka um hálsinn á Irenu. — Farðu varlega, William, sagði Valerie hlæjandi. — Þú velkir kjólinn hennar. — Börnin eru svo illa vanin, sagði Coral kuldalega og Irena varð órólegri og uppvægari eftir því, sem á leið. — Hún tók eftir að Corai starði á hana í sifellu, vinsamlega á yfir- borðinu, en alltaf á verði... Irena hló. — Ætli við höfum ekki verið alveg svona, þegar við vorum á hans aldri, sagði hún. — Við hringdum til þín, Irena, sagði William. — Við ætl- uðum að fá þig til að drekka te með okkur, en þú varst ekki heima. — Irena verður að koma í te í annað skipti, sagði Valerie. — Vel á minnzt, Irena, mér datt í hug að við gætum farið saman á torgið í fyrramálið. — Já, það vil ég, sagði Irena glöð. — Ágætt. Þá kem ég og sæki þig rétt eftir morgunverð, sagði Valerie og tók í höndina á William. — Komdu nú, væni minn. Við skulum fara í sundlaugina. \ Hún kinkaði kolli brosandi og fór með drenginn. Irena hafði hresstst mikið við að hitta Valerie. — Hún er indælis manneskja, sagði hún. Coral hleypti brúnum. — Ég vil ógjarnan draga úr hrifningu þinni, en Wilsons- hjónin koma Hugh að litlu haldi í nýju stöðunni hans. Bill Wilson er ekki annað en undirtylla í brezka bankanum, og konan hans subba og fer aftan að siðunum. — Mér líkar vel fólk, sem fer aftan að siðunum, sagði Irena, sem varð reið. — Og það gerir Hugh líka. Honum líkar að minnsta kosti vel við Valerie og Bill. Þau eru góðir vinir okkar. Coral yppti öxlum. — í einlægni sagt, Irena, máttu ekki stökkva upp á nef þér hvenær sem ég reyni að hjálpa þér. Ég hef ekkert á móti Wilsonshjónunum. En það er bara þetta, að þau eiga ekki heima innan um það fólk, sem Hugh verð- ur að umgangast mest í framtíðinni. Það er ekki von, að þú skiljir hve miklu það varðar að umgangast rétt fólk, þeg- ar maður er í svona stöðu hér í Rio, og þá ekki síður mikið komið undir konunni. Hún hristi öskuna af vindlingnum. — Diana hefði getað verið honum góð stoð, hélt hún áfram. — Hún hefði metið hag Hughs meir en persóulega andúð eða samúð. — Ekki hugsaði hún mikið um hag hans þegar hún sveik. hann til að giftast Grant Summers, sagði Irena þurrlega. Coral tognaði í andlitinu. ■— Hún hefði gert það, ef hún hefði gifzt honum, sagði hún í sama tón og fólk talar við vangefið barn. — En eins og nú er ástatt — þú verður að afsaka, að ég tala enga tæpitungu, en ég tel það skyldu mína, að láta þig skilja hvernig ástatt er. Þú skilur, að þú getur skaðað hann alvarlega ef þú neitar að þiggja góð heil- ræði. — Heilræði þín? sagði Irena blátt áfram. — Já, í þessu tilfelli heilræði mín, sagði Coral rólega. — Ég þekki hann, skilurðu, og ég þekki Rio og fólkið hérna. Og þar við bætist, að ég hef séð meira af veröldinni en þú. Ef þú vilt afsaka að ég segi það, þá ertu mjög ung, Irena, og óþroskuð. Þú átt margt ólært ennþá. Ef satt skal segja, trúði ég varla mínum eigin eyrum, þegar Hugh kynnti þig fyrir mér sem konuna sína í gærkvöldi. Þú skilur .... Hún þagði um stund, til að auka áherzluna á orðum sínum, og horfði köldum rannsóknaraugum á Irenu. —■ Skilurðu, þú ert allt öðru vísi en Diana. Hún er fallegasta manneskjan sem þú getur hugsað þér .... — Það er gott fyrir Grant Summers, sagði Irena rólega. Hún fann æðarnar hamast á gagnaugunum, en hún vildi ekki láta Coral sjá, að hún hafði hitt viðkvæman blett. Hún slökkti í vindlingnum og sagði: — Nú verð ég að fara, Coral. Hugh mundi ekki líka að koma að tómum kofunum fyrsta daginn sem hann kemur úr skrifstofunni. — Nei, ég steingleymdi að segja þér það, gall Coral við. — Hann kemur beina leið hingað. Hann hringdi áður en þú komst heim í dag, og ég.svaraði og sagði, að þú værir úti að borða hádegisverð. — Já, einmitt, sagði Irena. Það hafði þá verið Hugh, sem var í símanum og Coral lauk samtalinu með „við sjáumst í kvöld“ áður en hún flýtti sér að slíta, svo að Irena gæti ekki talað við hann. Coral hafði vitanlega sagt honum, að Irena hefði farið út og borðað. Hún sá að Coral brosti. — Fáðu þér annan vindling, góða, sagði hún smeðjulega. — Það verður að minnsta kosti hálf- 26 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.