Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Síða 29

Fálkinn - 11.01.1961, Síða 29
Við megum ekki hlaupa á okkur. — Kannski HEFUR þessi náungi drepið einhvem, og þá er þetta eina ráðið til þess að ná í hann. ur, sagði Wally brosandi og studdi hend- inni á öxlina á Jake Jenkins. — Fasti gamanleikarinn í þættinum. Jenkins yppti öxlum og bretti upp jakkakragann, eins og hann væri að herma eftir hundeltum glæpamanni. Mike hló. — Og þetta er Bennet Ives, flokkstjórinn. Og Sally Burack og Lila Conway — þær eru í hópnum líka. Mike kinkaði kolli og reyndi að láta eins og sér væri sama um þetta fólk. Það kvaddi hann og fór út hlæjandi. Undir eins og dyrnar lokuðust, skelli- hló Adams og settist. Sýningin á morgun er tilbúin, sagði hann. — En hvernig gengur þetta? Hvað sagði saksóknari ríkisins? Mike ræskti sig. — Við höfum afráð- ið að gera tilraun, hr. Adams. En okk- ur langar til að þér skrifið manninum og hafið tal af honum fyrst. Undir fjög- ur augu vitanlega. Hver veit nema hann sé morðingi, þótt ótrúlegt sé. — Ég skil, sagði Adams. — En haldið þér að hann láti narra sig hingað? Mér sýnist á bréfinu að hann sé með fullu viti. — Ég sagði yður það, sagði Mike hálf gramur. — En ég hef ekkert við hann að tala. Ætli hann komi ekki — hann virðist vera svo áfjáður í að komast í sjónvarpið, og hver veit nema hann vilji veita yður viðtal. Og þá verðum við að nota tækfærið og grennzlast bet- ur um hann. Wally var auðsjáanlega vonsvikinn. Hann yppti öxlum og sagði: — Jæja, ef lögreglan telur réttast að hafa það svona, þá gerum við það! — Þökk fyrir, Adams. Við grædd- um lítið á bréfinu. Engin fingraför nema yðar og mín, venjulegt blek og pappír. Sálfræðingur í lögreglunni var í raun- inni sá eini, sem gat komið með upp- lýsingar. Hann telur að Rice sé sálsjúk- ur og kveljist svo mikið undir sekt sinni, að hann telji óhjákvæmilegt að játa hana. En við erum engu nær fyrir það. En Rice vill nota þátt yðar til þess að gera mestu opinbera játningu sögunnar. Og hann fær líka marga áhorfendur? — Eitthvað kringum fjörutíu milljón- ir, sagði Willy Adams. — Svo er mér sagt, að minnsta kosti. Mike blístraði. — Maðurinn er vitlaus, það er augljóst mál .... fjörutíu millj- ónirl FJÓRUM dögum síðar gat Mike sagt yfirmönnum sínum, að Rice hefði ekki gengið í gildruna. Hins vegar hafði hann skrifað Willy Adams nýtt bréf: Kœri hr. Adams: — Svar yðar olli mér miklum vonbrigðum. Auðvitað dettur mér ekki í hug að gefa mig fram nema með þeim skilyrðum, sem ég nefndi í fyrra bréfinu. Þó að mér stafi ekki hætta af að það vitnist hver ég er, kæri ég mig samt ekki um að lögreglan fari að rannsaka mig. Ég endurtek því, að ég er fús til að játa glœp minn og gefa allar upp- lýsingar í þœtti yðar — og aðeins þar. Ég vil ekki veita neinum viðtal fyrst, og ég kem ekki fyrr en fáeinum mín- útum fyrir sýninguna. Ef þér takið ekki tilboði mínu, mun ég varðveita leyndarmál mitt og fara með það í gröfina. En ef þér hafið áhuga á þessu, bið ég yður að til- taka nákvœmlega hvenær þátturinn á að fara fram. Með vinsemd John Rice. — Hvað segja þeir nú, sem eiga að borga brúsann? spurði Mike, er hann hafði talað við skrifstofu saksóknarans. — Ef lögreglan fellst á þetta, Þá föll- umst við á það, sagði Wally Adams og var nú vonbetri en áður. — Við gerum það, sagði Mike -------- Það er aðeins um eitt að ræða .... en hvernig lízt yður á þetta, Adams? Það eruð þér, sem eigið að sitja við hlið- ina á þessum manni, og kynna hann — og kannske er það geðveikur morðingi! Mér finnst það ískyggilegt. ÚR eftirlitsklefanum sá Mike sex mis- munandi útgáfur af Wally Adams á skermunum. Adams var að rausa for- mála að sýningunni og fólkið í salnum hló dátt að bröndurum hans. En meðal áhorfenda sá Mike sex and- lit, sem voru eins og höggin í tré — sex óeinkennisbúna lögreglumenn, sem var dreift á áríðandi stöðum við út- göngudyrnar, reiðubúnir til að gera að- súg að hinum fræga gesti, ef hann reyndi að strjúka. Og bak við leiksviðið biðu tveir lög- reglumenn eftir Rice. Adams virtist ekkert smeykur við það, sem í hönd fór. Hann brosti út undii eyru, er hann settist við borðið hjá flokknum. Pátttakendur voru kynntir og settust, en fólkið klappaði. Bennet Ives brosti og deplaði augunum bak við gleraugun og dró fram stól handa Sally Burack, og Jake Jenkins strauk af sætinu, sem Lila Conway átti að setjast á. Leiksviðs- SMÁSAGA EFTIR 0. H. LESLIE FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.