Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Síða 30

Fálkinn - 11.01.1961, Síða 30
stjórinn færði til hjlóðnemann og gaf merki um að allt væri' tilbúið! Hár maður með svarta grímu kom inn á leiksviðið og þulurinn ósýnilegi sagði: — Dag nokkurn í síðustu viku vann þessi maður afrek í Chicago. Nafn hans birtist í öllum blöðum .... Hver er maSurinn? Svo heyrðist lagið, sem alltaf fylgdi þessum þætti. Og síðan byrjaði þulur- inn aftur og fór nú að segja frá öllum kostum sápunnar, sem firmað seldi, er borgaði þessa sýningu, og lauk máli sínu svo: Nú hefst dramatískasti þáttur sög- unnar, undir stjórn Wally Adams .... HVER ER MAÐURINN? Adams stóð upp þegar áhorfendurnir í salnum klöppuðu, og beygði sig hæv- ersklega. — Þökk fyrir, dömur og herr- ar. Nú býð ég ykkur nýja dagskrá, með nöfnum úr fyrirsögnum allra blaða. Svo kynnti hann hópinn sinn og loks fyrsta gestinn, sem var með grímu. Það var gömul, gráhærð kona. Þegar Wally Adams sýndi blaðafyrir- sagnirnar, sem nafn hennar var nefnt i, gall við hlátur. Hún hafði unnið fyrstu verðlaun í samkeppni um vínar- tertubakstur í Louisiana. í Þessum svifum kom leynilögreglu- maður inn í eftirlitsklefann. — Er nokkuð að? spurði Mike. — Er náunginn kominn? — Hann situr bak við leiksviðið með grímuna.. Vill ekki tala við nokkurn mann. Hann verður síðastur .á dag- skránni. — Hvað sagði hann? — Hann spurði hvort lögreglan væri hér, en tók öllu rólega. — Gott, sagði Mike. — Hafðu auga á honum og láttu hann afskiptalausan. Við getum beðið. Það verður langt þang- að til hann fer að meðganga. Njósnarinn fór og Mike leit inn á sviðið aftur og heyrði Sally Burack segja: — Bíðum nú við! Þér segið, að það hafi gerzt nýlega .... og fleiri voru viðstaddir. Var þetta samkeppni? — Já, svaraði gamla konan og brosti undir grímunni. — Voru aðeins konur þátttakendur? — Já. — Var þetta bökunarsamkeppni? — Já. — Vínartertubökunarsamkeppni? — Já. -—- Sem haldin var í fyrri viku í Loui- siana? Nú heyrðist dynjandi lófaklapp, sem sýndi að Bennet Ives hafði átt kollgát- una og Wally Adams notaði tækifærið og minntist á kosti sápunnar, sem borg- aði brúsann. Næstu þrír grímumenn- irnir voru ökugikkir — þeir einu, sem höfðu komizt lífs af úr kappakstri sjö bíla, Lily Conway gat sagt deili á þeim í fyrstu umferð. Svo kom kvikmynda- dís, sem hafði fótbrotnað við kvik- myndatöku. Mike fékk sinadrátt, þegar Wally Adams gekk fram til að kynna síðasta atriðið á dagskránni. 30 FALKINN — Áður en lengra er farið, tel ég rétt að aðvara áhorfendur. Hér hafa verið margir gestir, sem hafa gert margt merkilegt. Næsti gestur okkar er óvenju- legur og það er ekki skemmtilegt leynd- armál, sem hann býr yfir. Ég þekki ekki nafn þessa manns —- enginn þekkir nafn hans, en ég skal ábyrgjast, að nú skul- uð þig upplifa spennandi atriði. Hann kinkaði kolli til leiksviðsstjór- ans. — Látið herra X koma inn. MIKE hélt niðri í sér andanum. Mað- urinn, sem kom inn, var meðalmaður á vöxt, grannur, hárið skolrautt, sem sást yfir svörtu grímunni. Hann var ofur hversdagslega klæddur, í hvítri skyrtu og með hálsbindi. Og virtist ró- legur og stillilegur. Wally Adams sneri sér að flokknum. — Við höfum nú aðra aðferð en vant er. Engar upplýsingar verða gefnar og á- horfendur fá ekki að vita hvað maður- inn hefur gert. Jake Jenkins byrjar að spyrja. Jenkins leit hvasst á manninn. Vitan- lega vissi hann ekki hvað í vændum var. Það voru aðeins lögreglumennirnir og Wally Adams, sem vissu um það. — Þetta var dágóð kynning! sagði Jenkins. — Þér munuð ekki vera for- stjóri fyrirtækisins, sem borgar þessa dagskrá? Einhverjir skríktu. Enginn vildi hlæja hátt eftir formála Willys. Grímumaður- inn hristi höfuðið en þagði. — Eruð þér nokkuð við stjórnmál riðinn? — Nei. — Hafið þér gert eitthvað mjög ó- venjulegt? —- Já, í rauninni hef ég það. Þó hafa margir gert það á undan mér. — Hafið þér sett met? — Nei. Nú var mínúta liðin og Sally Burack átti að spyrja næst. — Kemur atvinna yðar nokkuð þessu máli við. Mundi það létta fyrir okkur að vita hvað þér starf- ið? — Ekki held ég það. Rödd grímumannsins var róleg og hæg. — Eru aðrir við mál yðar riðnir? spurði Sally. Grímumaður hikaði og hvíslaði ein- hverju að Wally Adams, sem sat fyrir innan skrifborðið. Wally stóð upp. ’ ■— Það er ein manneskja að auki við það riðin, sagði hann. — En gestur okk- ar telur þýðingarlaust að þekkja nafn hennar. — Hafið þér gert eitthvað með eða móti þeirri manneskju? Mike hallaði sér fram. Grímumaður hreyfði höndina. — Já, móti. Nú heyrðist umlað í salnum. — Benn- et Ives, sagði Wally. Bennet lagaði gleraugun og setti á sig stút. — Þessi manneskja — er þessi manneskja sælli nú, eftir það, sem þér gerðuð? — Sælli? Ja, því ekki það! — Við skulum svara nei við þessari spurningu, tók Wally fram í. Hann var orðinn lágværari. — Ég efast um að hann hafi orðið sælli við það, sem kom fyrir hann. ■— Það hefur þá ekki verið neitt skemmtilegt? sagði Ives. Grímumaðurinn hló. Og spyrjend- urnir fóru að verða undrandi. — Snertuð þér við þessari manneskju? — Nei. — Þér gerðuð henni þá ekki líkam- lega þjáning? — Jú, það tel ég víst. — En snertuð hana ekki? Bennet datt í hug skotvopn en vildi ekki nefna Það. — Gerðist þetta með einhverju fjar- stýrðu? NÚ heyrðist umlað í salnum. Lila Conay tók við að spyrja, og endurtók síðustu spurninguna. — Ég mun verða að svara þessu ját- andi, sagði grímumaðurinn eftir dálitla umhugsun. Lila leit vandræðalega á Wally Adams. Svo varð hún svipléttari og spurði: — Var þetta einhvers konar gaman? ■—- Alls ekki, sagði Adams flausturs- lega. Mike sá svitadropa á enninu á honum. Honum leið illa en grímumað- urinn var hinn rólegasti. — Hvenær gerðist þetta? spurði Lila Conway. — Núna í kvöld. — Núna rétt fyrir þáttinn? Mike hafði hrokkið við, þegar grímu- maðurinn svaraði. Hann starði á skerm- inn. Og hann svitnaði sjálfur, þegar hann heyrði næsta svarið: ■— Ekki fyrir þáttinn. Ég gerði það meðan á þættinum stóð. Fyrir fáeinum mínútum, meðan ég stóð hérna. Mike flýtti sér bak við sviðið. Hann heyrði að spurningunum var haldið á- fram. — Höfum við séð yður gera þetta? — Nei, vitanlega ekki. — Hefur enginn séð það? — Ekki nokkur manneskja. — Og ekki heldur manneskjan, sem er við þetta riðin? — Ég efast um hvort hún hefur séð nokkuð eða heyrt. — Hún? Það var Sally Burack, .sem tók fram í. Þetta var kona? Wally Ad- ams stóð upp og bandaði ákaft. Sally, það er ekki komið að þér ennþá. Gerðu svo vel að .. . Jake Jenkins var næstur. — Var þetta kona? spurði hann. — Já, það skiptir engu máli, en það var kona. — Nákomin yður. Til dæmis konan yðar? — Já^það var konan mín. Wally Adams var aðfram kominn. Hann leit á klukkuna og sagði: — Tím- inn er útrunninn. Ég verð að biðja yður um að taka af yður grímuna og segja okkur hver þér eruð, og hvað þér hafið gert. — Með mestu ánægju, svaraði hinn

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.