Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Síða 31

Fálkinn - 11.01.1961, Síða 31
og tók af sér grímuna. Það var ekkert einkennilegt við andlitið. Alveg eins al- vanalegt og fötin hans. — Ég heiti Har- old Flaxer, sagði hann brosandi, og ég myrti Beebe, konuna mína fyrir fimm mínútum. ÁHORFENDUR ráku upp skelfingar- óp. Allir horfðu á manninn og Wally flýtti sér að hljóðnemanum. — Hr. Flaxer hefur tj áð sig fúsan til að gefa sig fram við lögregluna, sem er viðstödd hérna í kvöld og meðganga glæp sinn. Hann átti sjálfur hugmynd- ina að því að koma hingað, og við höf- um haft samvinnu við lögregluna.. . — Bíðið þér augnablik! sagði Flaxer. — Ég er ekki búinn. Ég er viss um að allir vilja heyra hvers vegna ég drap Beebe, og hvernig. Það er auðvelt að svara hvers vegna — hún hefur aldrei verið skemmtileg í sambúðinni. Ég læt það vera fyrst í stað. En svo kom sjón- varpið ... og þá fann Beebe sjálfa sig og sat og góndi á það dag og nótt, tóm- um, stórum augum . . . Wally virtist ekki líða vel.. . — Ég vissi líka að hún mundi horfa á sjónvarpið í kvöld. Auðvitað! Hún hef- ur séð allar dagskrárnar yðar, hr. Ad- ams — frá byrjun. Hún var mikill að- dáandi yðar. Hún var vön að fara hing- að þangað til ég bannaði henni það. Og þá varð hún að sætta sig við að horfa á yður heima . .. Ég setti tímasprengju undir stólinn hennar áður en ég fór og hún sprakk fyrir tíu mínútum. En ég veit að hún hefur dáið sæl, því að hún var að horfa á yður... HAROLD FLAXER hneigði sig og fór út — og beint í hrammana á lögreglu- mönnunum. — Nú er ég tilbúinn, sagði hann. Mike strauk hann en fann engin vopn á honum. Og svo small í handjárnun- um um úlfliðina á Faxer. — Þér höfðuð þá ekki myrt neinn, þegar þér senduð bréfið, sagði Mike ön- ugur. — En nú hef ég gert það, sagði Flaxer. — Verið viss um það. — Hvar eigið þér heima? — 34. götu svaraði Flaxer og nefndi húsnúmerið. — Hafið þið gát á honum, sagði Mike og flýtti sér út í síma. — Hefur orðið sprenging í ykkar umdæmi . . . 34. götu? — Stór sprenging í stóru íbúðarhúsi. Við höfum ekki komizt þar inn ennþá, en enginn mun hafa slasazt. — Jú, ein kona, og hún er látin, sagði Mike. Og svo flýtti hann sér í T4. götu. WALLY Adams kom hlaupandi á eftir honum. ■— Æ, bíðið þér eftir mér. Lofið þér mér að koma með yður. — Jæja. Þér eigið rétt á að sjá morð- staðinn. Fimm konur á aldrinum fjórtán til sextíu ára sátu fyrir þeim, þegar þeir komu ut úr dyrunum. Og lítil, dökkhærð kona, á að gizka þrítug, rak rithanda- kverið sitt framan í Wally. Hann yppti öxlum og tók upp kúlu- pennann. — Ég hef alltaf dáðst að yður, hr. Adams, sagði hún meðan hann var að skrifa nafnið sitt. — Viljið þér ekki skrifa eitthvað persónulegt. Til dæmis: „Til Beebe frá Wally, með beztu kveðju!“ — Til. . . hvað? spurði Mike og þreif í handlegginn á henni, — Hvað heitið þér meira en Beebe? Hún varð hrædd. — Flaxer! Beebe Flaxer! Wally leit á Mike og Mike leit á Wally. Frh. af bls. 9 — Ekki? Hann brosti elskulega og hélt síðan áfram: — Má ég ekki kynna mig: Jack Fields. Hann létti henni höndina. — Connie Davidson, sagði hún og tók í hönd hans. Handtak hans var þétt og heitt. Hann sleppti hönd hennar næst- um samstundis. — Jæja, svo að þér eyðið sumarleyfi á sjálfa yður, sagði hann. — Ég kem hingað á hverju ári. — Hvaðan eruð þér? -— Frá New York. — Hvaða hluta? spurði hann. — Þér eruð máske sjálfur frá New York? spurði hún. — Já, svaraði hann, — frá Brooklyn. — Ég er frá Manhattan. Og nú búizt þér náttúrlega við, að ég fari að segja hversdagslega brandara um Brooklyn? Hann brosti vingjarnlega. Hún tók eftir því, að nokkrar skemmtilegar hrukkur mynduðust kringum augun, þegar hann brosti. Hann var geðslegur maður, kominn hátt á fertugsaldur, sennilega. Augu hans voru heit og blá og lifandi í sólbrúnu andlitinu. — Hve lengi hafið þér verið hérna? spurði Mike. — Síðan sýningin hófst. Ég komst ®kki inn. Maðurinn minn er ekki heima í kvöld, svo ég reyndi að komast hingað, en allt var uppselt... Wally Adams fór að hlæja. Hann vildi ekki hlæja en gat ekki stillt sig um það samt. — Mér finnst þetta ekkert hlægilegt, sagði Beebe gröm. — Ég hef svo gaman af þættinum yðar — „Hver er maður- inn?“ — Frú, sagði Wally og tók í öxlina á henni. — Yður skjátlast. Þátturinn minn heitir ekki „Hver er maðurinn?“ heldur: „Þetta er lífið!“ — Nei, ég held, að þér ættuð að láta það vera, sagði hann kæruleyislega. — Ég er lögfræðingur, eða öllu heldur sak- fræðingur. Ég lifi af því að verja allt það fólk, sem brandararnir, sem þú minntist á, fjalla um. — Það hlýtur að vera skemmtilegt starf. — Ojá, en maður verður nú samt þreyttur á því til lengdar. — Eruð þér hér í sambandi við starf yðar? spurði hún. — Nei-nei. Ég þurfti að taka mér dá- lítið frí, sagði hann og dreypti á wiský- glasinu sínu. — Hvað starfið þér? — Ég vinn á auglýsingaskrifstofu. — Sem hvað? — Ég bý til slagorð. — Nei, hvað segið þér? Svona slag- orð eins og um Pepsi Qola, til dæmis? — Ekki einmitt það, en eitthvað í þá áttina. — Það er dálítið skrítið og sjaldgæft. Skiljið þér — svona lagað glymur í eyr- unum á manni, en maður hugsar aldrei um það, að nokkur sitji við og semji þetta. Ég á við, að manni finnst þetta svo sjálfsagt. En þetta hlýtur að vera mjög spennandi atvinna. — Ojæja, sagði hún og brosti. — Það verður líka þreytandi, þegar til lengdar lætur. Hann leit á tómt glasið hjá henni og spurði: —■ Viljið þér ekki fá aftur í glasið? — Jú, takk, sagði hún. Hann pantaði og þau sátu stundar- korn þegjandi. Hljómsveitin kom inn í salinn og litlu seinna sagði hann. — Nú fáum við músik. Langar yð- ur til að dansa? — Ekki núna, sagði hún. — Ég sé á yður, að þér dansið vel. —• Ég get bjargað mér. — Ég þori að veðja, að þér hafið verið í tímum. -—- Hvers vegna haldið þér það? — Ég veit ekki. Mér bara finnst það. — Ef ég á að segja alveg eins og FÁLKINN 31 Stúlkan meö fallegu augun -

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.