Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Page 32

Fálkinn - 11.01.1961, Page 32
er, þá hafið þér rétt fyrir yður. Ég fékk mér nokkra tíma — í mambo. — Og cha-cha-cha? — Nei, ég hætti, áður en það varð landsplága. — Nýir dansar koma á hverjum degi, sagði hann og hló við. — Á eftir cha- cha-cha kemur sennilega ha-ha-ha eða ho-ho-ho. Mér finnst nú, að ef maður getur dansað foxtrot og vals og kannski rúmbu, þá ætti það að nægja. Hvað finnst yður? — Mér finnst mjög gaman að dansa. — Já, það finnst mér líka. En ég á við, að það er ekki hægt að hafa brenn- andi áhuga á slíku. — Nei. — Hvað hafið þér hugsað yður að vera hér lengi? — 14 daga. — Það var skemmtileg tilviljun. — Þér verðið kannski líka . . . . ? — Einmitt í 14 daga, sagði hann. — Við ættum aldeilis að geta haft það notalegt. — Tja, ef til vill. — Ég hef oft hugsað um, hvernig það er .... — Hvað? — Það vitið þér vel. — Hvað eigið þér við? — Hvernig það er fyrir fallega stúlku að ferðast svona ein, sagði hann. — Það er alveg prýðilegt, sagði hún. — Dálítið einmanalegt stundum, — er það ekki? — Það er alls ekki sem verst. — Jú, fjandinn hafi það, það hlýt- ur að vera einmanalegt, sagði hann með þungum áherzlum. — Það á alls ekki illa við mig, sagði hún hægt. — Jæja, við munum skemmta okkur vel saman, haldið þér það ekki? Hann lagði hönd sína yfir hennar. Hún sat hreyfingarlaus andartak, dró síðan höndina að sér og tók glasið sitt. — Haldið þér, að þér getið kennt mér að dansa mambó? spurði hann stuttu síðar. — Það geta allir lært. — Ja, maður þarf þó að vera viss á taktinum, er það ekki? Það er bara þetta: Þegar svona margir leiknir eru á gólfinu, þá verður maður að athlægi. Þér skiljið hvað ég á við, er það ekki? Hann leit til hennar og brosti eilítið feimnislega. Hún vissi, hvað mundi koma næst. Hún hefði getað sagt orðin, áður en þau komu fram á varirnar á honum. Andartak óskaði hún þess heitt, að sér skjátlaðist. Hún óskaði og vonaði, að hann mundi ekki segja, það sem hún vissi, að hann mundi segja. Hún ósk- aði þess af öllu hjarta, að hann mundi segja eitthvað og meina það. Þó hann gerði það ekki nema einu sinni, þá mundi hjarta hennar springa út eins og blóm. Hún yrði svo óumræðilega ham- ingjusöm, ef hún fengi að veita þó ekki væri nema lítið brot af þeirri hlýju, sem hana dreymdi um að fá að ausa 32 FÁLKINN yfir þann mann, sem í raun og veru kærði sig um hana. Þó ekki væri nema eipu sinni. Þá heyrði hún hann segja: — Gætuð þér ekki hugsa yður að taka mig í einkatíma? Hún svaraði ekki. — Hér er hræðilega slæmt loft, finnst yður ekki? spurði hann. — Jú — kannski — dálítið, sagði hún annars hugar. — Við gætum nú tekið glösin með okkur upp, hélt hann áfram brosandi. — Herbergið mitt er svalt og rúmgott. — Ég veit ekki, sagði hún hægt. — Það mundi gleðja mig mikið, sagði hann ákafur. — Það verður svei mér ekki amalegt að láta svona fallega stúlku eins og yður kenna sér að dansa almennilega .... ég á við: það yrði mjög ánægjulegt, ef þér gætuð hugs- að yður að gera það .... — Vilduð Þér ekki gera mér þann greiða að segja ekki fleira, sagði hún. — Já, en ég meina þetta, það er al- veg satt .... — Hættið nú! — Við gætum bara dansað dálítið, fengið okkur eitt glas eða tvö og haft það notalegt, sagði hann og reyndi að sannfæra hana. — Þegiðu, sagði hún eldsnöggt og leit beint í augu honum, — sá þessa venju- legu lygi í augunum og á munni hans, en sagði síðan snöggt: — Ég er ekki faileg. — Jú, víst eruð þér fallegar, sagði hann og skellihló — það veit guð, að þér eruð fallegasta stúlkan hérna á hót- elinu. Hún gafst upp, leit undan og hristi höfuðið örvæntingarfull. Síðan leit hún á hönd hans, sem lá við hlið hennar á á barborðinu, sá hvíta rönd á sólbrún- um baugfingrinum og sagði: — Eruð þér kvæntir? — Já. Hún kinkaði kolli án þess að segja nokkuð. — Gerir það nokkuð til? spurði hann. — Nei, sagði hún, — það skiptir engu máli, — það er ekki neitt, sem skiptir neinu máli. Hún reis á fætur: —• Góða nótt, sagði hún. — Takk fyr- ir drykkinn! — Já, en .... sagði hann furðu lost- inn. — Hvað með danskennsluna? Hún svaraði ekki, en hraðaði sér á brott. Hún ákvað að fara strax. Það var ekkert vit í að vera hér lengur. Hún hafði fataskipti, fór í hvíta léreftsdragt, setti ofan í töskurnar og stóð brátt ferð- búin á ganginum ásamt piccolóinum, sem beið við lyftuna til þess að hjálpa henni með ferðatöskurnar. Hún reyndi að herða sig upp og púðr- aði sig í framan, meðan lyftan var á leiðinni upp. Loks kom lyftan, piccoló- inn tók töskurnar fjórar, dyrnar lok- uðust. Það stóð maður í einu horni lyftunnar. Hann horfði á hana um leið og hún kom inn. Hann virtist vera mjög taugaóstyrkur — geðugur, en ósköp venjulegur maður með brún, alvörugef- in aug'u. Hún gizkaði á, að hann væri 35 ára eða þar um bil. — Hann virðist vera jafneinmana og ég, hugsaði hún. Það var að sjá, sem hann langaði til að segja eitthvað við hana, en ekkert varð úr því. Hann opn- aði og lokaði munninum nokkrum sinn- um, en sennilega hefur alltaf komið kökkur í hálsinn á honum. Lyftan var næstum komin alla leið. Hann leit enn til hennar og loks tókst honum að stynja upp: — Þér hafið falleg augu. Hann forðaðist að sjá undrun picco- lósins og lyftuvarðarins og hélt áfram: — Mjög falleg augu, fallegustu augu, sem ég hef nokkurn tíma séð. Hún sneri sér snöggt við. Hatrið skein úr augum hennar. Hún sagði hörkulega: — Þegið þér! Fjandinn eigi yður! Fjandinn eigi yður og þegið þér! Lyftan var komin alla leið niður. Hún hraðaði sér út, — en maðurinn stóð og starði furðu lostinn ýmist á hana eða mennina tvo, sem höfðu verið vitni að öllu saman. Hann horfði á eftir henni, sá hvar hún borgaði reikninginn sinn við afgreiðsluborðið, sá piccolóinn bera ferðatöskurnar að leigubíl, sem beið fyrir utan. Hann horfði á eftir vagn- inum, þegar hann ók af stað. Piccolóinn kom slangrandi inn í afgreiðlusalinn og tróð dollarsseðli í vasann. — Skrítin þessi! sagði hann og depl- aði augunum framan í manninn, sem sneri baki við honum í snatri, en hélt áfram að horfa út um gluggann, unz vagninn hvarf úr augsýn. Að því búnu gekk hann hægum skref- um að blaðaturninum .... — Hún hafði falleg augu, tautaði hann við sjálfan sig. — Meira að segja óvenjulega falleg augu. Hann keypti sér blað, settist, stundi þungan og fór að lesa. Hann sat og las til miðnættis. Þá neyddist hann til að fara í einmanalega herbergið sitt og hátta .... Ililmar Foss Löggiltur skjalþýðandi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík Hrtitján (juðlaucjMcH hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.