Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Side 34

Fálkinn - 11.01.1961, Side 34
Trúnaðarmál - Frh. af bls. 15 hefi einu sinni heyrt um hjón, þar sem maðurinn var heimatrúboðsmaður en konan guðspekingur. Á heimilinu komu við og saman tveir hópar, annar til biblíulesturs og bænasamkomu, hinn til iðkunar guðspekilegra fræða og íhugun- ar, og voru bæði bóndinn og húsfreyj- an samhent í því að sýna báðum full- komna gestrisni. Þau höfðu sem sagt komið sér saman um að vera ósam- mála. Þannig er hægt að fara að, hver svo sem áhugamálin eru, svo framar- lega sem ekki er um þau áhugamál að ræða, sem draga hjónin stöðuglega burtu frá heimilinu. — Þá eru það kunningj- arnir. Bréfritarinn tekur ekki fram, hvort þessir kunningjar eru fólk upp og ofan eða vandræðamenn af ein- hverju tagi. Ég geng því út frá hinu fyrra, og þá er ég smeykur um, að or- sökin sé fullmikil yfirráðahneigð ann- ars hjónanna eða beggja. Þegar fólk gengur í hjónaband, hefir hvort um sig átt einhverja kunningja, og stundum er kunningsskapurinn aðallega byggður á samkvæmislífi eða skemmtanalífi ein- hleyps manns eða stúlku, og gefur þá að skilja, að gift fólk getur ekki haldið áfram að taka þátt í hverju sem er, ut- an heimilisins, eins og það gerði, meðan ekki þurfti að taka tillit til neins ann- ars en eigin geðþótta. Það liggur í hlut- arins eðli, að hjónin geta ekki lengur átt samleið með ýmsum gömlum kunn- ingjum. Hins vegar fer jafnan svo, að eitthvað af gömlum vinum hvors fyrir sig verður heimilisvinir, þ. e. kunningj- ar beggja hjónanna jafnt. Getur það verið nokkuð mikill vandi fyrir hvort hjónanna sem er, að samlagast vina- fólki, sem hinn aðilinn hefir átt. En ég myndi vilja gefa hinni ungu konu það ráð, að reyna að finna, hvað það er í fari kunningjanna, sem maðurinn henn- ar hefir laðazt að. Hver veit, nema hann læri þá líka að meta hennar vini og kunningja. Hugsanlegt er einnig, að ósamkomulag um vinina sé ekki hin raunverulega orsök ósamlyndisins, held- ur öfugt. En þá er komið að því, sem erfitt er að segja nokkuð um í slíkri grein sem þessarri. Eins má þó spyrja: Hefir hin unga kona gert sér far um að rækta með sér þá ást, sem upphaf- lega réði því, að hún gekk að eiga þenn- an mann? Biður hún fyrir manninum sínum? Hefir hún reynt að temja sitt eigið skap með því að „ala sjálfa sig upp?“ Hefir hún grennslazt eftir því, hvort vanstilling og óánægja mannsins stafar ekki af einhverju öðru en því, sem að henni sjálfri snýr, þó að það komi óneitanlega niður á henni? Getur ekki skeð, að það sé eitthvað allt annað, sem þarf að laga, heldur en hjónabandið sjálft, þannig að allt verði betra, ef þau vandamál verði leyst? Að lokum aðeins þetta. Allur þorri 34 FÁLKINN hjóna lifir í góðu samlyndi, eftir því sem hægt er að ætlast til af mannlegum verum. Sumt ungt fólk lifir sig inn í „ástarómantík“, áður en það giftist, og því verður alvarlega hverft við, Þegar vandamál sambúðarinnar koma í ljós, og heldur, að allt hljóti að vera þar með búið. En sannleikurinn er sá, að í hjú- skapnum verður fólk oft að ganga í gegnum svipaða örðugleika og ungt fólk yfirleitt, meðan það er að vaxa upp úr barnaskapnum, ef svo má að orði komast. Flestir vaxa upp úr örðugleik- unum, þroskast á þeim, og vel getur svo farið, að það, sem eitt sinn virtist ætla að ríða heimilinu að fullu, verði síðar skoðað sem nauðsynlegur hreinsunar- eldur, áður en komizt varð inn í himna- ríkið. Vonandi verður svo einnig hér. — Sé að því stefnt, fyrst og fremst, er dæmið rétt sett upp. Jakob Jónsson. Fyrirsætan - Frh. af bls. 16 um má nota öll vopn. Það er engin ástæða til að hugsa um siðferði og heið- arleika. Við listamennirnir erum jú allir bóhemar og lítum dálítið frjálslegum augum á tilveruna, ekki satt? Að svo mæltu setti hann myndina á málaragrindina mína og ég stóð og horfði heillaður á hana. — Ég gæti aldrei málað svona vel, stundi ég þunglega. — Kannske ekki strax, en það kem- ur. Ástin getur samt ekki beðið. Þér verðið að hamra járnið, meðan það er heitt, það er að segja, áður en mynd- in þornar! — Ég skil, tautaði ég. Ég vil kaupa myndina af yður, ef ég má. Ég veit, að þér fáið 5000 krónur fyrir svona mynd og þar sem ég er vel stæður bóhem, þá borga ég ekki minna. — Það megið þér ekki gera. Ég ætl- aðist ekki til þess og get ekki tekið við svo miklum peningum, sagði Eras- mus og bandaði hendinni frá sér í mót- mælaskyni. — Þá verðið þér að taka myndina og fara, sagði ég vonleysislega Ég verð þá að segja skilið við dóttur yðar og framtíðardrauma mína. Erasmus Lipkin þagði lengi og gekk fram og aftur um stofuna. Loks virt- ist hann hafa fengið hugmynd. Hann sneri sér við og sagði: — Fyrst þér takið þetta þannig, neyð- ist ég til að láta undan. Ég mundi ekki mega til Þess hugsa að hafa af yður 5000 krónur, ef ég vissi ekki að þér eruð vel stæður og hafið efni á því. En þetta er algjört einkamál og fer ekki lengra. — Það gleður mig, að okkur hefur samizt og ég þakka fyrir. Ég tók þéttingsfast í hönd kennara míns og borgaði honum 5000 krónurnar. Hún klappaði saman lófunum af hrifn- ingu, þegar hún sá myndina, Við fór- um út að borða og sömuleiðis næstu daga. Ég var í sjöunda himni, og auk þess fannst mér ég aldrei hafa málað betur. Þá gerðist Það! Ég var staddur heima hjá Bertel vini mínum og rak heldur en ekki í rogastanz, þegar ég sá hjá honum málverk af dóttur Erasmusar, málverk, sem var nákvæmlega eins og mitt. Þetta var ekki mín mynd, en þær voru jafn líkar og tveir dropar vatns, og það var auðvelt að sjá, að þær voru báðar eftir Erasmus Lipkin. Við Bertel boðuðum alla nemendur málaraskólans til stríðsráðstefnu, og kom þá í ljós, að allir áttu málverk af dóttur Lipkins. Við vorum mjög von- sviltnir og mjög reiðir, og flestir pen- ingalausir eftir að hafa greitt 5000 krón- ur hver. Við ákváðum að gera reikningana upp við þennan herra Lipkins. Það varð þó ekkert af því, því að hann og fyrir- sætan hans, sem alls ekki var dóttir hans, voru bæði horfin úr borginni, og engin leið að fá vitneskju um, hvert þau hefðu farið. -—- Ég hef ekki séð haus né sporð af þeim síðan þetta gerð- ist .... Tveir björguöust- Frh. af bls. 25 anum gat ekki hvolft, og þar átti að vera matur og föt. Þeir voru sammála um að reyna að komast að flekanum. En báturinn lá um stefnuna þvera, og varð því fyrst að rétta stefnuna. Mohlin og Thuresson reyndu að snúa marandi bátnum með árunum, en gekk illa. Nú heyrðu þeir skerandi neyðaróp einhversstaðar utan úr myrkrinu. Og um leið og þeir höfðu komið bátnum í rétta stefnu, kom ný alda og sló hoh- um flötum aftur, og losnuðu allir þrír við hann. Nú var Mohlin ekki í vafa lengur: þeir yrðu að yfirgefa bátinn. Niðurl. í næsta bl. « • H fl K H • (j E F U H • E> • • • • ' • R fl ílS • V '/ L * D Fl'a M fl • • S K u R K ■ U P P G fí. r P / N • S K fí T T fl R • fí fí\ S E ME K T • V o R • fí R n U. R. 1 N N * JZ K V • / P • ÆS K fí K • N Æ<j\b US L • SPflRKflÐiíR'M N\y S • fl_ • S fl F / |ý L * U_'o R J \u l\0 L S • fl Ð fl N\R / S S • O R M • fl ET •FfflSURKoSS. • fl S <S fl • • • ff ! P U R • fl t fl K\K (/ / K • ' ‘ ÆR S L\E K R uR\a\K fl L K • * • F- flL F\R fl N N\K U R L fl , * * • fl u R fl S fl r\g fl u r j • r Lausn á verölaunakrossgátu nr. 3 Fjölmargar lausnir bárust við þriðju verðlaunakrossgátu Fálkans. Verðlaun- in hlýtur Hrefna Jónsdóttir, Baldurs- götu 37, Reykjavík. Rétt ráðning birt- ist hér að ofan.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.