Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Qupperneq 14

Fálkinn - 10.05.1961, Qupperneq 14
Þar sem skógarmanna getur í íslenzk- um fornritum, er það nokkuð tíð saga, að einhver höfðíngi reynist hliðhollur hinum seka; skýtur jafnvel yfir hann skjólshúsi leingur eða skemur og dyl- ur hann fyrir þeim, sem gjarnan vilja hann feigan. Á síðari öldum bregður öðru hverju fyrir mönnum sem í blóra við lögin og stöðu sína í þjóðfélaginu skutu flótta- mönnum undan refsíngu ellegar gerðu hröktum útlögum byljadægrin þolan- legri með því að hýsa þá um veturtíma. Slíkum mönnum, er þannig minntu á dæmi Gvendar biskups góða, hefur alþýða reist óbilgjarnan minnisvarða í sögnum sínum, svo að minnsta kosti í sumum tilfellum verður minníng þeirra vægari og hugþekkari fyrir það að hafa borgið bágstöddum undan grimmd refs- ínganna, þótt e.t.v. að öðru leyti andi frá þeim lítilli hlýju mörgum hverjum. Hér verða nú tínd til fáein dæmi um kunna embættismenn frá 18. öld, sem þannig réttu nauðstöddum saka- mönnum hjálparhönd. ★ Hans Wíum sýslumaður (f. 1714, sýslumaður í Suður-Múlasýslu 1741— 1751 og 1756—1778, dáinn 1788), er nafnkunnur, ekki sízt vegna hins hryggi- lega Sunnefumáls, sem hann var mikið viðriðinn og hlaut margt ámæli af. „Hann var manna tölugastur svo að með afbrigðum var kallað, skapstór, afar ölkær og þá mjög ósnyrtinn í orð- um“ (Gísli Konráðsson). „Hann var hvatur og óvílsamur og allra manna orðfærastur“ (Espólín). Flestar heim- ildir ræða um sýslumann sem hann hafi verið næsta brokkgengur í flestan máta. Það orð lá á, að Wíum reyndist hjálp- samur sakamönnum, þegar hann kæmi því við. Kölluðu valdsmenn og höfðingj- ar eystra hann skállkaskjól. Um þessa viðleitni Wíums vitna að- allega tvær sögur. Gísli Konráðsson segir svo frá í þætti sínum af Jens og Hans Wíum: „Það var um kvöld á Skriðuklaustri, að maður ókenndur kom þar; barði sá að dyrum; en er til dyra var gengið, og sá spurður heiti, lézt hann Jón heita. Óskaði hann að tala við sýslumann sjálfan. Var Wíum það sagt. Gekk hann við það út til komumanns. Kom Wíum þá inn síðan og sagði Guðrúnu konu sinni, að mann þann, sem kominn var, hefði hann tekið til vetrarvistar, og mótmælti hún því að engu. En þegar að morgni reið Wíum á bæ þann, er Hrafnkelsstaðir heita, á Skriðuklausturs jörð, þar landseti hans bjó á, og fann bónda að máli, vissu ekki aðrir menn. En það varð þá um sömu mundir, að kona ein kom til vistar á Hrafnkels- staði, er kvaðst Steinunn heita. Það bar til eitt kvöld í myrkri á Hrafnkels- stöðum, að bóndi mætti henni í bað- stofudyrum eða göngum, svo þau rák- ust hvort á annað. Spyr hann þá byrst- ur, hver þar færi. Hún svarar: „Það er Halla,“ var þó kölluð Steinunn eftir sem áður. Á Skriðuklaustri um jólin var Wíum nokkuð við öl og spilaði þá með fleirum, og einn þeirra Jón vetr- artökumaður hans. Segir þá Wíum: „Hefir þú ekki stolið sauðunum mínum í sumar, Eyvindur — Jón, eða hvern djöfulinn þú heitir“. Svaraði Jón þá: ;,Allirverða í nauðunum nokkurn veginn að láta, sýslumaður góður“. Um vorið fór Jón í burtu svo enginn af vissi. Um sama leyti hafði konan horfið frá Hrafnkelsstöðum; var þá líka vant tveggja hesta á klaustrinu; var þá leita farið um tvo daga og fundust ekki. Var þá sýslumanni til sagt, að hvergi fyndust. Svaraði hann þá: „Eru ekki nógir bölvaðir merarsynirnir?" Fund- ust þeir og aldrei, og þóttust menn þá víst vita, að hann hefði gefið þá Ey- vindi og Höllu.“ Hvað sem hæft kann nú að vera í þessari sögn, er hitt víst að Wíum var Eyvindi innan handar. Árið 1764 höfðu þau Eyvindur strokið úr varðhaldi frá Halldóri Jakobssyni í Strandasýslu. Héldu þau þaðan austurí Múlasýslur og þar eftir norður í Þíngeyjarsýslur. — Höfðu þau þá í höndunum leiðarbréf frá Hans Wíum, þarsem hann biður menn að greiða götu þeirra; séu þau Eyvindur og Halla, sem nú nefni sig Jón Jónsson og Guðrúnu Jónsdóttur, á leið heim til sín. — Pétur sýslumaður Þorsteinsson, sem laungum átti í málum við Wíum, tók þíngsvitni um þetta bréf hans. Þann- ig er eingan veginn ólíklegt að fótur sé fyrir sögunni um vist útileguhjónanna að Skriðuklaustri og Hrafnkelsstöðum. Hin sagan er á þessa leið: „Magnús hét maður, er komst í ljótt kvennamál. Vildi Guttormur lögsagnari Hjörleifsson grípa hann og dæma. Flýði hann áður á fund Wíums og bað hann liðsinnis. Ritaði Wíum nú vini sínum, er á duggu var, og sendi Magnús með það, og bað hann koma Magnúsi utan, og fékk honum nokkuð skotsilfur. En fyrir því hann átti að fara yfir sýslu- hluta Gottorms , bað Wíum Magnús hraða svo ferðinni, að hann gisti ekki i norðurhluta sýslunnar lengur en tvær nætur, því leitað mundi hans. Hélt Magnús áfram, en kom hina þriðju nótt til kunningja síns og gisti þar. Þá var Guttormur á ferð kominn með nokkra menn til að fanga Magnús. Barst hon- um pati af, hvar hann vera mundi. Gátu þeir því fangað hann og höfðu til baka með sér seint á degi. Magnús baðst á leiðinni að ganga til þurftar sér, og dróst lítið á eftir. Heimtu þeir þá, að hann flýtti sér, svo þeir næðu gist- ingu, en hann lét ekki á liggja. Var þá ekki trútt um, að þeir hryndu honum og drægju áfram; var og veður frjós- andi. Um nóttina gistu Þeir Guttormur að bónda auðugum, og var honum fylgt í baðstofuhús hlýtt, en kveiktur eldur fyrir fylgdarmenn hans í skála frammi að verma sig við. Vildi Magnús þar ekki koma; atyrtu þeir hann mjög og köll- uðu drembinn hervilling, en því næst sáu þeir, að blóð lak niður undan bol hans og brjóstadúk, sem kallað var, og hneig hann dauður niður litlu síðar, því að stungið hafði hann sig á hnífi litlum, er hann hafði eftir orðið. Fannst þá bréf Wíums á honum. Var það skömmu síðar, að Guttormur reið að finna Wíum og sýndi honum bréfið, átaldi rnjög lagabrot hans mikið og hót- aði honum lögsókn. Varð Wíum þegar uppi og reiddust þeir mjög og deildu ákaflega. Höfðu menn síðan í minnum orð Wíums við Guttorm, er hann reið með heitingum niður úr hlaði, því þá Þorsteinn frá Hamri segir frá kunnum embættismönnum á 18. öld, sem allir réttu nauðstöddum sakamönnum hjálpar- hönd og skutu yfir þá skjólshúsi. 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.