Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Síða 15

Fálkinn - 10.05.1961, Síða 15
* . & mælti Wíum: „Drekktu nú blóðið úr honum Magnúsi, bölvaður blóðhundur- inn. Dettu af baki og dreptu þig; far þú svo til Vítis“. Guttormur reið afar- fjörugum hesti, svo langt bar hann und- an fylgdarmönnum sínum, datt af baki, dróst lengi í stigreipi og fékk af því bana; ætluðu menn hann hafa háls- brotnað“. Þessi saga hefur raunar ekki þótt trú- leg, því ólíklegt er að Wíum hefði kom- izt hjá óþægindum af slíku máli, ekki sízt þar sem þeir Guttormur voru fjand- menn. En þetta bar aldrei á góma i málaferlum Wíums. Þarna mun einnig rángt sagt af láti Guttorms; réttara mun, að hann fékk slag og hneig af hestinum dauður. En sagan er augljós vottur um það álit, er almenníngur hafði á Wíum hvað snerti málefni sekra manna. ★ Skúli Magnússon landfógeti var bæði ráðsnjall og raungóður þeim, er hann vildi lið veita, svo sem kunnugt er. Á árunum 1737—1750 var Skúli sýslumað- ur í Skagafirði og sat að Stóru-Ökrum. Árni Grímsson hét maður, er mikið orð fór af sakir atgervis og hagleiks. Árni þessi rataði í stuldi og landhlaup. Eftir allmikla hraknínga víða um land var hann eitt sinn gripinn nyrðra, færð- ur Skúla Magnússyni og settur í járn. Þar gerði hann sér lítið fyrir og brauzt úr járnunum. Hljóp hann ofan að Jök- ulsá og synti yfir um hana við Akra- odda. Orðlagt var, að Skúli væri helzti áhugalaus um að láta elta Árna. Skip- aði hann þó menn til þess, og var fyrir þeim Konráð Gíslason, faðir Gísla sagna- ritara. Mælti Skúli til hans í hljóði áður en þeir lögðu af stað: „Látið þið strákinn njóta listar sinnar.“ Þetta tók Konráð til greina og komst Árni und- an að sinni. Eftir þetta flæktist Árni víða. Þar kom, að hann rataði í þjófnað í Grund- arfjarðarbúðum, var þá gripinn og dæmdur til Brimarhólmsvistar ævilangt. Hann var Þó ekki dauður úr öllum æðum, því hann brauzt enn úr járn- um og var þegar á bak og burt. Eftir þetta hitti hann þjófa tvo, Jón Erlends- son úr Gullbringusýslu og ívar nokk- urn. Lögðust þeir kumpánar nú í helli einri fram úr Bárðardal nyrðra. Ekki leið á laungu áður en Bárðdælir urðu þeirra varir og tóku þá höndum eftir harða viðureign. Jón og ívar voru fluttir suður um land; var ívar síðan fluttur á Brimarhólm, en Jón var um síðir heingdur. En Árni Grímsson var færður Jóni sýslumanni Jónssyni í Grenivík, og átti að flytja hann þaðan milli sýslumanna, allt vestur á íngjaldshól. Fyrst var nú Árni fluttur fjötraður til Skúla að Ökrum. Þar var hann geymdur í nokkrar nætur, en slapp síð- an enn úr varðhaldinu, synti vestur yfir Jökulsá, stal hesti og þeysti brott. Skúli lét leita hans að nafninu til, en almennt var álitið, að hann hefði með vilja leyft Árna flóttann, eins og forðum. Til er meira að segja klausa (raunar í ýms- um myndum), sem mælt er að sýslu- maður hafi muldrað úti fyrir skemmu þeirri, er Árni var geymdur í, í því skyni að leiðbeina honum. Á einum stað er hún t. d. á þessa leið: „Ef ég væri eins og fánginn hérna, þá skyldi ég brjóta mig út um gaflinn á skemm- unni; fara í hesthúsið, taka reiðhestinn sýslumannsins, ríða svo einhvern -and- skotann austur á land og koma híng- að aldrei aftur.“ . •> En hvernig nú sem þetta var, komst Árni ekki í greipar refsínganna eftir þetta. Ævi hans var ævintýri líkust. Þó margt sé óljóst um dvalir hans næst eftir þetta, er hitt víst, að hann kom fram á Lánganesi og staðfestist í Skoru- vík undir nafninu Einar Jónsson. Beynd- ist hann hinn nýtasti maður og dó xþar í elli. Af honum er komið allmargt nú- lifandi manna, og ef til vill hafa sög- urnar rgtt fyrir sér í því, að þeir eigi tilvist sína að þakka gamla Skúla land- fógeta. ★ Hinn mikilúðiegi galdraprestur og skáld Snorri Björnsson á Húsafelii (dá- inn 1803) var orðlagður fyrir að hann hlífði sekum mönnum. „Voru og í fleiru FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.