Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Page 16

Fálkinn - 10.05.1961, Page 16
Götumynd frá Bankastræti ofanverðu 1895. hættir hans fornmannlegir“, segir Gísli Konráðsson. Þjófur einn, er Helgi Vigfússon hét, er sagður hafa dvalið hjá séra Snorra um skeið á laun. Er mælt, að eftir það hafi prestur komið honum utan. Menn hafa jafnvel geingið svo lángt að eigna Helga hlut í Jóhönnuraunum, einu því kunnasta sem síra Snorri orti, hvað sem hæft kann að vera í Því. Sagnir herma, að Fj alla-Eyvindur og fólk hans hafi eitt sinn fest byggð sína á afrétti helzti nærri Snorra presti og tekið að valda fjárhvörfum. Hafi Snorri þá látið nægja að ríða á fund þjófanna í Þjófakrók og aðvara þá um að hafa sig þegar á burt, ella hlyti þeir verra af. Á Eyvindur að hafa látið sér þetta að kenníngu verða. Sögusagnir í Borgar- firði hafa kveðið svo fast að orði um kynni Eyvindar og Snorra, að telja Ey- vind hafa dvalið að Húsafelli yfir vetr- artíma. Leingi var kerald eitt á Húsa- felli talin vera smíð Eyvindar, en hann var manna hagastur. En sennilega eru þetta ýkjur að miklu leyti. Þjófur nokkur úr Árnesþíngi, Hjört- ur Indriðason, bað Snorra eitt sinn við- töku eftir mikinn sakaferil, þar á með- al með Eyvindi og hans hyski. Snorri prestur tók við honum og lét hann vinna með sér nokkra hríð. En Hirti var margt betur gefið en stritvinna. Kom þar, að hann strauk um nótt og hafði með sér silfurbikar sem prestur átti. Er Hjörtur kom á Hellisfitjar (nú Fugleyrar) kenndi hann þreytu eftir hlaup og svaml í ám; lagðist hann fyrir og sofnaði skammt frá Surtshelli. Séra Snorrí varð þess fljótt var, að Hjörtur var strokinn og þar með bikar hans. Fór hann þó að eingu óðslega, en gekk niður til Hvítár. En það segir af Hirti, að er hann vaknaði, mátti hann með eingu móti kyrr þola nema hann færði presti aftur bikar sinn. Sneri hann því við og lagði í árnar, sem voru í vexti; skeytti hann eingum torfærum, en í Hvítá fór svo, að straumurinn varpaði honum um koll. Snorri prestur var nærstaddur og stakk sér til sunds og barg Hirti frá drukkn- un. Eftir það fór hann með Hjört til Húsafells, hjúkraði honum þar eftir volkið og bað hann síðan hafa sig hið skjótasta á brott; kvaðst ekki nenna að draga hann fyrir lög og dóm. — Sögn þessi dregur ekki úr fjölkynngi Snorra prests, frekar en aðrar, sem af honum eru sagðar. En Hjörtur mun um síðir hafa verið tekinn fastur og settur í tukthús. ★ Árið 1773 skeði sá hryllilegi atburð- ur í Barðastrandarsýslu, að Jón nokkur, vinnumaður á Hreggsstöðum, myrti niu vetra dreing í bræði við skógarhögg. Jón var tekinn og dæmdur til lífláts. Fyrst var hann í haldi hjá Davíð Schev- íng sýslumanni í Haga, en slapp það- an. Ekki laungu síðar fannst hann á Frh. á bls. 28 16 FÁLKINN Það þykir engin nýlunda hér á landi nú orðið, þótt nýtt blað hef ji göngu sína. Undanfarna mánuði hafa þau til dæmis bókstaflega sprottið upp eins og gor- kúlur, en það hefur viljað brenna við, að þau hjöðnuðu niður jafnskjótt og þau litu dagsins ljós. Þetta er engin ný bóla, ekkert tímanna tákn eða neitt í þá átt- ina. íslendingar hafa alltaf verið haldn- ir þeirri áráttu að gefa út blöð og það í ríkum mæli. í þessu greinarkorni skulu ekki rædd ný blöð og framtíðarhorfur þeirra. í staðinn skulum við hverfa 70 ár aftur í tímann og fletta blaði, sem hóf göngu sína hér í Reykjavík í ársbyrjun 1891 og varð ekki ýkja langlíft. Blað þetta nefnist Reykvíkingur og höfuðtilgangur þess var að fjalla um bæjarmálin og ræða fram og aftur það sem okkar á- gæta höfuðstað mátti verða til gagns og farsældar. Útgef. og ritstjóri Reykvík- ings var Valgarður Ó. Breiðfjörð, kaup- maður. Hann var á margan hátt merki- legur maður, haldinn brennandi áhuga á ýmsum málum og allsendis óhræddur við að ræða þau og berjast fyrir þeim. Blað hans er að því leyti sérstætt meðal blaða fyrr á árum, að það hefur að geyma heilmikið af skemmtilegum fróð- leik úr daglega lífinu. Þama getur að líta sitthvað, sem kemur okkur nú spánskt fyrir sjónir, skringilegar svip- myndar af höfuðborginni okkar eins og hún var á þessum tíma. Við skulum til gamans birta nokkrar glefsur úr hinu ágæta blaði Breiðfjörðs, Reykvíkingi: □ Hvernig inni rét í apríl 1892 skrifar „Þrándur í Þver- götu” eftirfarandi: „Herra ritstjóri! Ég er nú hálf morg- unsvæfur af náttúrunni, eins og sumar dömurnar hér, vakna sjaldan fyrr en klukkan 8—9, en þá eru það kýrnar, sem vekja mig. Það er ónáðandi söngur í þeim, er þær eru að heilsast á morgn- ana á götum bæjarins, og góðan hafa þær tímann til þess, — það er misjafn- lega snemma mjaltað í húsunum, en víð- ast eru kýrnar látnar út jafnskjótt sem búið er að mjólka þær, og eru þær svo yfir klukkutíma að safnast saman, áður en smalinn tekur þær. Þær hafa þannig ágætan tíma bæði til að skemmta mönn- um með söng sínum um strætin og gjöra morgunnauðsynjar sínar. í sjálfu sér eru annars illþolandi þessar kúa- göngur um götur bæjarins kvölds og morgna. Það er hreinasta ómynd, að fjósin skuli vera inni í bænum sjálfum, því að auk stöðugs fjósþefs, er „fersk- ur“ mykjuþefur allt sumarið á götun- um af kúahlössum, sem bakast þar af . sólinni. Fjósin ættu að vera utan við bæinn, og ef kúaeigendur hefðu félags- skap með sér, myndi af því leiða minni kostnað, betri hirðingu, meiri mjólk og * fleira gott, heldur en nú gerist. í öllu falli virðist það ekki vera að gera of miklar kröfur til hreinlætisnefndar og heilbrigðisnefndar bæjarins, þótt hún annist um, að kúahirðandi kerlingar hafi fastákveðna stutta stund til kúa- reksturs hér um bæinn, og að kýrnar séu látnar út alls staðar hér í bænum á sama tíma og reknar svo tafarlaust burt af götunum. Sprænurnar og mykju- Hvernig var umhorfs hér í höfuðborg- inni rétt fyrir aldamotin? Hér er brugðið upp nokkrum svipmyndum frá þeim tíma.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.