Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Side 18

Fálkinn - 10.05.1961, Side 18
PROFLESTR Um þessar mundir eru próf í algleymingi. í ár er vitað að tala stúdenta verð- ur rúmlega tvö hundruð, þar af er tæpur helmingur sem útskrifast frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Ovenju margir stúdentar koma nú frá Akureyri, eða 67, 22 frá Verzlunarskólanum og 18 frá Laugarvatnin. Nú er svo komið að í ár út- skrifast fleiri stúdentar úr stærðfræðideild og er það í fyrsta skipti sem stærð- fræðideildarstúdentar eru í meirihluta. Þetta fólk er að sjálfsögðu á kafi í próf- lestri og þar sem okkur langaði til að heyra eitthvað frá þessu fólki fórum við á stúfana. Hún heitir Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir, dóttir hjónanna Pétur Pétursson- ar, fýrrverandi útvarpsþuls og Birnu Jónsdóttur. Hann heitir Gunnar Eyþórsson, son- ur Eyþórs Gunnarssonar læknis og konu hans, Valgerðar Vilhjálmsdóttur. Ragnheiður og Gunnar eru trúlofuð og eiga eitt barn. Ragnheiður verður stúdent í vor og Gunnar tekur í vor fyrstu prófin í læknisfræði, en hann varð stúdent í fyrra. Fréttamaður Fálk- ans hitti þau eitt kvöld í apríllok á heimili Ragnheiðar og rabbaði við þau um próflestur og annað í því sambandi. — Og hvað finnst þér svo skemmti- legasta fagið, Ragnheiður? -— Ég hef mest gaman af að læra ís- lenzku. Stærðfræði og efnafræði er fyr- ir neðan allar hellur! — Hvenær byrjaðirðu að lesa? — Á laugardaginn, daginn eftir dim- ission. Ég byrjaði á frönskunni, hún er létt og það er gott að vera búin með hana. — Hvenær er fyrsta prófið? —• 23. maí, íslenzku ritgerð. Síðan koma prófin með eins og tveggja daga millibili. — Hvaða fag lestu bezt undir próf? RAGNHEIÐUR: — enskur stíll erfiðastur. GUNNAR: — meinafræðin hættuleg. — Latínu. Það er mesta pensúmið. Ég eyði viku í hana. — Hvað er þyngsta prófið? Ragnheiður hugsar sig um og segir síðan: Enskur stíll, líklega, það er að minnsta kosti gefið lægst fyrir hann. Gunnar segir nú að meðaleinkunn í enskum stíl hafi verið 5,2 í undarfarin 3—4 ár. Ragnheiður segir að skemmtilegustu fögin séu franska, þýzka, íslenzka og saga, en náttúrufræðin sé hræðilegt fag. — Eru stúlkurnar ekki yfirleitt með betri einkunnir en strákar? — Það held ég. Stelpurnar voru í A bekk og strákamir í B bekk og ég held að útkoman sé betri hjá A bekknum. — Er ekki skemmtilegra að strákar og stelpur séu saman í bekk? — Jú, mér finnst það skemmtilegra — a. m. kosti fannst mér það skemmti- legra. Ég hef ekki verið með strákum í bekk síðan ég var í landsprófsdeild. — Lestu með einhverjum? — Ég les ein. Ég vildi gjarnan lesa latínuna með einhverjum. — Byrjarðu snemma? — Flestir ætla sér að byrja að lesa kl. 8, taka sér frí eftir hádegi og svo aft- ur á kvöldin. Við vorum hvött til þess að taka okkur göngutúr við og við og fara snemma í rúmið! — Hvaða bekkur fannst þér þyngst- ur? — Þriðji bekkur og reyndar fjórði líka. Gunnar segir að þegar hann var í 3ja bekk hafi nemendur verið 150. en ekki urðu nema 107 stúdentar. f ár séu um 300 nemendur í 3. bekk og það megi bú- ast við að nærri helmingur komist ekki í 4. bekk. — Ætlarðu að halda áfram, Ragnheið- ur? — Ég ætla í Kennaraskólann til að byrja með. Annars langar mig í nor- rænunám. — Það er nú ekki praktízkt nám, skýtur Gunnar inn. — Er nokkur giftur sem tekur próf í vor? — Nei, en 5 stúlkur eru trúlofaðar og einn strákur. — Sérðu ekki eftir dvölinni í mennta- skólanum? — Jú, ægilega mikið. Það virðist allt vera svo innihaldslaust þegar skólanum sleppir. ☆ Ragnheiður fer fram að hita kaffið og meðan snýr spyrjandinn sér að Gunnari. — Þetta þykir víst ósköp létt á fyrsta ári, en mér finnst það alveg nógu þungt.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.