Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Síða 20

Fálkinn - 10.05.1961, Síða 20
 Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÚRNUHRAP Hugh var á báðum áttum. Það hafði verið ólga í verka- fólkinu þarna svo lengi sem hann mundi til, en ekkert stór- vægilegt hafði gerst. Hins vegar voru verkamennirnir á Ilha das Pedras forstöðulausir þessa stundina, og ef einhver hafði laumað til þeirra „cachaca“, þá .... — Ef þú endilega vilt ná í Brian, getur Irena vafalaust sagt þér hvar hann er, sagði hann hreimlaust. — Þú getur náð í hann á Gloria Hotel, — ef hún er komin úr hádegis- verðinum. — Ég ætla að reyna það, sagði Diana þakklát. Á leiðinni í símann nam hún staðar og spurði: — Gloria? Hvers vegna er hún þar? Coral leit við og starði á Hugh. — Hún er þar vegna þess að hún er farin frá mér, sagði Hugh rólega. — Ég ræð af bréfinu, sem hún skrifaði mér, að eitthvað sé milli hennar og Brians. — BÍDDU ÞANGAÐ TIL ÞAÐ ER AFSTAÐIÐ! Diana starði agndofa á Hugh. Og í dökkum augum Coral sá hann svip, sem hann furðaði sig á. Það lá við að það væri sigurgleði — en það gat ekki verið. Hún sagði í hluttekn- ingartón: — Æ, Hugh, góði. . . skelfing er þetta leiðinlegt. Hún tók um höndina á honum — höndin var köld og hvít og glitrandi demantur í hringnum. Hann leit á steininn, og nú datt hon- um allt í einu í hug, að hann hafði aldrei gefið Irenu trú- lofunarhring. En nú skipti það engu máli lengur. —- Irena! hrópaði Diana, eins og hún tryði þessu ekki. — Er Irena jarin frá þér? Svo vék hún að sínum eigin mál- um og sagði: — Var það Gloria Hotel, sagðirðu? — Alveg rétt, svaraði hann og sagði henni númerið. Nú sá hann aftur þetta óvenjulega augnaráð Coral — vakandi augu — eins og hún væri að velta því fyrir sér, að hann skyldi hafa símað til gistihússins strax, og félli það illa. Þetta voru ekki nema smámunir, en það verkaði illa á hann, í því hugarástandi sem hann var, og allt í einu varð hann gagntekinn af andúð til Coral. Og um leið minntist hann þess að Coral var eina manneskjan sem Irenu hafði ekki fallið við, og sem hún hafði aldrei treyst. Hvers vegna? 20 FALKINN hugsaði hann með sér, og aftur heyrði hann titrandi rödd Irenu er hún sagði: „Hún hefur svikið og logið og reynt að eitra hug þinn til mín á þúsund vegu . . . hún reynir að spilla hjónabandi okkar, alveg eins og hún spillti trúlof- un þinni og Diönu.“ Þetta var vitanlega hlægilegt — hún hafði verið æst, þegar hún sagði það. En allt í einu greip það hann, að það væri skrítið að Diana — þegar hún talaði við hann í gær — hafði lagt svo mikla áherzlu á að Coral hafði ráðlagt henni að slíta trúlofuninni við Hugh og giftast Grant. Hann hélt að Diana hefði farið til Coral til þess -að láta hana stappa í sig stálinu, hún þurfti þess alltaf með þegar hún tók ákvörðun. En ef það hefði verið tilfellið, mundi Coral, sem þekkti Grant Summers vel, og var góð vinkona Hughs, hafa ráðið henni til að bíða. Diana talaði við ármanninn í gistihúsinu. — Er hún ekki ,, komin ennþá? Nei, þökk fyrir, það var ekkert sérstakt. Það er annar maður, sem ég þarf að ná í, og mér datt í hug að frú Congreve gæti kannske hjálpað mér til þess. Þér . . . þér munduð ekki hafa tekið eftir hvort nokkur maður var '•< með henni — herra Fairburn? Já, herra Brian Fairburn . . . Löng þögn, en svo sagði hún áköf: — Gerði hann það? I Novo Mundo Hotel. Þakka yður innilega fyrir. Hún sleit sambandinu og sneri sér að Hugh og Coral. — Brian er i veitingasalnum í Novo Mundo Hotel, sagði hún. — Hann hringdi fyrir skömmu og bað fyrir skilaboð til Irenu, um að hringja þegar hún kæmi heim. Hún leitaði í flýti að númerinu í skránni. — Ég vona, að hann sé ekki farinn þaðan. — Nei, hann er þar sjálfsagt enn, sagði Hugh þyrrkings- lega, — ef hann bíður eftir að Irena sími til hans. Hann var þar. Þau heyrðu Diönu tala við hann og segja honum hvað gerzt hafði: — Brian, það er allt í uppnámi úti í eyju, — verkamennirnir lögðu niður vinnu undir eins og þú varst farinn í morgun — og sumir þeirra voru drukkn- ir. Ég hef látið aðalskrifstofuna vita af þessu, en þeir héldu að það væri ekkert alvarlegt, en það er alvarlegt, Brian. Ég er viss um það. Hvað segirðu? Ég er hjá Coral. Ég fór beint hingað. Ég þorði ekki að vera úti í eyju, Brian. Ég var svo hrædd. Brian hlaut að hafa spurt að einhverju, því að nú breyttist svipurinn á henni. -— Irena? Nei, hún er

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.