Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Side 21

Fálkinn - 10.05.1961, Side 21
ekki hérna. Ég hef ekki séS hana. Hugh er hérna, en hann sagði . . . Nú varð löng þögn. Svo leit Diana við, með heyrn- artækið í hendinni og sagði við Hugh: — Brian segir, að Irena hafi farið út í Ilha das Pedras og ætlað að hitta mig, sagði hún, en orðin drukknuðu í fyrstu þrumunni. Á næsta augnabliki var Hugh kominn að henni og þreif símatækið og talaði í höstugum tón við Brian: — Hvað segið þér, — að Irena hafi farið út í Ilha das Pedras, Fairburn? Eruð þér viss um að hún hafi farið þangað? Hann heyrði rödd Brians í símanum. — Hún sagðist þurfa að tala við frú Summers, en ég vonaði að hún hætti við það vegna óveðursins. En hún er ekki í gistihúsinu. Hann bætti hikandi við: — Hún mun ekki hafa farið heim í íbúð- ina? Hugh kipraði varirnar. — Ég hugsa ekki. Hún skildi eftir bréf heima. Svo hélt hann áfram í öðrum tón: — Hvers vegna létuð þér hana fara út í eyju? Gátuð þér ekki stöðvað hana? Ef þér ætlið að giftast henni... — Ég ætla ekki að giftast henni, sagði Brian. — Hvað sögðuð þér? sagði Hugh dræmt. — Ég mundi vilja giftast henni strax á morgun, ef hún vildi mig, sagði Brian. — En hún hefur hryggbrotið mig... — En hvers vegna ... byrjaði Hugh efandi, og þagnaði svo. Ef aðgerðir Irenu voru Brian óviðkomandi, var ástæðulaust að spyrja hann frekar. En Brian varð allt í einu hugsað til Irenu eins og hann hafði séð hana daginn áður, er hún stóð fyrir utan bústað Diönu, þrýsti hendinni að barkanum og örvæntingin skein úr augum hennar. Og allt í einu sagði hann hryssingslega: — Ef þér hafið hugsað yður að spyrja um hvers vegna hún fór frá yður, þá skal ég segja yður það. Hún fór út i Ilha das Pedras í gær og sá yður og frú Summers þar. — Sá ... ? byrjaði Hugh úti á þekju... en svo minntist hann þess, sem gerzt hafði í gær. Diana hafði orðið uppvæg og farið að gráta, og hann hafði tekið utan um hana til þess að hugga hana. Þetta hafði verið ofur eðlilegt, fannst hon- um, en hann hafði aldrei grunað ... aldrei dreymt um ... — Það getur ómögulega stafað af því? sagði hann forviða. Hún hefði aldrei getað haldið ... hún mundi ekki... hún hlyti að hafa talað um það við mig. Hann dró djúpt andann. — Ég hélt að þér og Irena... Coral sagði... Honum varð litið í augu Coral yfir þvera stofuna, og nú var hann ekki í vafa um hvað í þeim bjó. Coral var hrædd. Hún gerði enga tilraun til að svara hinni þegjandi spurningu hans. Það var Diana, sem tók til máls. — í guðs bænum getið þið Brian ekki rifizt um þetta einhvern tíma síðar? Ef Irena er úti í eyju. . . Hugh rankaði allt í einu við sér. Ef Irena var úti í eyju og ef allt hafði komizt í uppnám þar úti... — Ég fer út í Ilha das Pedras til að leita að henni, sagði hann stutt við Brian, og nú heyrðist ný þruma, er hann sleit sambandinu. Coral gekk til hans og tók hendinni um handlegginn á hon- um. — Það er ekki viðlit að þú farir út í þetta veður, góði. Bíddu þangað til óveðrinu slotar. Það fer eflaust vel um hana þarna ... enda skiptir það ekki neinu máli lengur ... Hann hristi höndina af sér, og um leið allar lygarnar og svikin síðustu fjóra mánuðina. — Það skiptir meiru máli fyrir mig en nokkuð annað í veröldinni, sagði hann, því að nú fyrst skildi hann allt. — Ég vona að ég komi ekki of seint... UM LÍFIÐ AÐ TEFLA. Ferj umennirnir á bryggjunni hlógu að Hugh þegar hann fór að fala af þeim bát. Fara út í Ilha das Pedras í þessu veðri? Ekki viðlit! Ekki þó ég fengi hundrað contos! — En hér er um lífið að tefla! hrópaði hann — og Þeir voru innilega sammála honum. Hann gat fengið leigðan bát, en líf þeirra var ekki til leigu! Og nú nálgaðist óveðrið ... — Þá kaupi ég bátinn þinn, sagði Hugh í örvæntingu, en svo gerði hann sér ljóst, að úr því að Diana og Brian voru bæði í landi, þá hlaut vélbáturinn þeirra að vera ein- hversstáðar við bryggjurnar. Vandinn var sá, að finna mann- inn, sem gætti hans, og múta honum til að skreppa með sig út í eyju. Hann hrópaði einhverja spurningu til karlanna, sem voru þarna í kring. Einn af þeim benti með þumalfingrinum um öxl: — Pede o Osvaldo. Hugh talaði við Osvaldo. En fékk alveg sama svarið sem áður. Osvaldo vildi ekki hætta lífi sínu þó gull væri í boði. — Burt með þig! sagði Hugh fokreiður. Hann hrinti mann- inum frá og hljóp ofan í bátinn og leysti kollubandið. Áður en Osvaldo áttaði sig, var hreyfilinn farinn að ganga. Hugh hafði átt vélbát sjálfur fyrir nokkru árum, og hafði ekki gleymt að fást við farkostinn. Báturinn rann frá bryggj- unni og Hugh greip stýrið og stefndi í norður. Leifturblossa skaut upp á dimmum himninum og þruma drundi rétt á eftir. Það rigndi ennþá, en bráðum mundi verða úrhellis og ofsarok og bátkrýlið kútveltast á öldunum. Það var þegar komið illviðri, og hann mundi verða að minnsta kosti hálftíma að komast út í eyju, þó hann léti bátinn ganga eins og vélin leyfði. Verst var að Hugh var ekki alveg viss um áttina; út við sjóndeildarhringinn var allt grátt og engin kennileiti að sjá. Og þó að blési á norðan núna, var hann svo fljótur að breytast á áttinni í svona veðrum. Enda varð þess stutt að bíða. Eldingarnar glömpuðu til hægri og vinstri við Hugh, og nú vissi hann ekki lengur hvar hann var — hvort harín stefndi austur eða vestur — til Ilha das Pedras eða í stefnu frá eyjunni. Hugsum okkur, ef hann væri á skakkri leið? Það var hræðileg tilhugsun. Hann þráði að komast að markinu, en skynsemin sagði honum að hann gæti ekki búizt við því. Hann stöðvaði hreyfilinn og skim- aði kringum sig. Hann varð að finna hvar hann var. Og þá — eins og verið væri að svara spurningunni, sem hann var að velta fyrir sér — gaus upp hár blossi í grárri þokunni í fjarska á hægri hönd við hann. Sprenging! datt honum strax í hug. En þegar logarnir dreifðu úr sér og svört reykskýin komu veltandi fram undan logunum, varð hon- um ljóst, hver hinn ógurlegi sannleikur var: — Þeir inn- fæddu hafa kveikt í olíugeymunum á Ilha das Pedras! Nú var hann ekki í vafa um áttina. Hann lét hreyfilinn ganga fulla ferð og stefndi á eldhafið í fjarska. Stormurinn ágerðist og báturinn tók dýfur og kastaðist til og frá. Þegar hann nálgaðist eyjuna, gat hann heyrt sogin í eldhafinu og öskur fólksins, sem var að flýja til sjávar. Bjarminn af eld- inum endurspeglaðist í sjónum og hann sá fjölda af fólki, sem barðist kringum bátana, sem voru á hvolfi. Hann reyndi að kalla til fólksins, en rödd hans drukknaði í hávaðanum. Frh. á bls. 30. Nú var hann ekki í vafa um átt- ina. Hann lét hreyfilinn ganga fulla ferð og stefndi á eldhafið í í fjarska. Stormurinn ágerðist og báturinn tók dýfur og kastaðist til og frá. Þegar hann nálgaðist eyjuna, gat hann heyrt sogin í eldhafinu og öskur fólksins, sem var að flýja til sjávar... FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.