Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Síða 22

Fálkinn - 10.05.1961, Síða 22
UM ÁSTANDIÐ OG FLEIRA TVEIR IJNGIR og bráðfjörugir íslend- ingar dvöldust við nám í Edinborg í Skotlandi fyrir allmörgum árum. Einhverju sinni kom til þeirra landi, sem aðeins hafði dvalizt í hinni fram- andi borg í nokkra daga og var þar af leiðandi öllum hnútum ókunnugur. Hann spurði þessa nýju kunningja sína hvað þeir þyrftu að greiða í fæði og húsnæði þar sem þeir bjuggu. Við spurninguna kom prakkaraskap- urinn upp í námsmönnunum: Þeir skrökvuðu að honum að þeir borguðu ekki nema 15 shillinga á viku hvor. Hann varð að vonum undrandi yfir þessu lága verði, því að sjálfur varð hann að greiða 35 shillinga á viku. Hann spurði þá hvernig í ósköpun- um stæði á þessum einstaklega góðu kjörum og annar þeirra svaraði hon- um með því að trúa honum fyrir því, að þeir ættu meira en lítið vingott við konuna, sem þeir byggju hjá, og bættu því við, að slíkt væri algengt í Skot- landi. Seinna hittust þeir allir aftur og skýrði landinn kunningjunum frá því að hann væri nú fluttur úr sínum fyrri dvalarstað. Þegar þeir spurðu um ástæðuna, fengu þeir eftirfarandi svar: — Henni sinnaðist við mig, gömlu konunni! ★ EITT SINN fyrir mörgum árum varð hlé á sjósókn í Vestmannaeyjum vegna þess að beitulaust var orðið. Framtakssamir menn í Eyjum tóku sig þá til, æfðu upp leikritið „Skugga- Svein“ eftir séra Matthías Jochums- son og sýndu það nokkrum sinnum meðan vertíðarfólkið var aðgerðar- laust. Eitt sinn í miðri sýningu, þegar Skugga-Sveinn var að kveða í helli sínum, — vindur Ketill skrækur sér inn á sviðið og segir: — Komdu! Komdu fljótt! Beitiskip- ið er komið! Leiksýningunni var hætt á auga- bragði og allir jafnt leikendur sem áhorfendur, flýttu sér til þess að taka á móti hinu langþráða beitiskipi. ★ VIRÐULEG FRÚ í járnbrautarlest 22 FÁLKINN heyrði að önnur kona í sama klefa bað lestarþjón að opna gluggann. Þá snýr hún sér að þjóninuum og segir byrst: — Ef glugginn verður opnaður frýs ég í hel. Hin svaraði um hæl: — Og ef hann verður lokaður, — þá kafna ég. Lestarþjónninn stóð mitt á milli þeirra og vissi ekki í hvora löppina hann átti að stíga. Báðum vildi hann gera greiða en það var dálítið erfitt um vik í þessu dæmi. Hann var vissu- lega milli tveggja elda, og loks gafst hann upp við að taka ákvörðun, sneri sér að ungum manni í nágrenninu og segir: — Hvað mundir þú gera í sporunum mínum? — Opna gluggann og loka honum síðan. Þá frysi fyrst önnur, en síðan kafnaði hin. ★ EFTIRFARANDI SKOPSAGA mun hafa komizt á kreik á stríðsárunum, þegar ástandið svokallaða var í al- gleymingi. Saumakona, hárgreiðslumær og á- standsstelpa komu til Sánkti-Péturs og báðust inngöngu í sæluna. — Hvað hefur þú nú starfað í jarð- lífinu, heillin, sagði Sankti-Pétur og vék máli sínu til saumakonunnar. — Ég hef saumað kjóla á konur. — Já, ekki er það nú neitt sérstak- lega þóknanlegt fyrir okkur hér í himnaríki. Konurnar klæðast pelli og purpura til þess eins að ginna karl- ana og draga þá á tálar. — En hvað starfaðir þú í jarðvist þinni, spurði hann hárgreiðsludömuna. Hún svaraði því. — Það er af sama toga spunnið. Þið liðið hárið, litið og prýðið til þess að það líti betur út í augum karlmann- anna. Nei, ekki er það aldeilis guði þóknanlegt. — En hvað hafðir þú fyrir stafni, spurði Pétur og sneri sér að ástands- stúlkunni. — O, ég var nú bara í ástandinu, segir stúlkan. — Gerðu svo vel, sagði Sankti-Pét- ur, — varð allur að einu brosi og hneigði sig djúpt. — Ég kem rétt strax. „KOMIÐ þér sælir, ósköp er ég feginn að hitta yður! sagði litli maðurinn, sem stóð raunamæddur við póstkassann. „Komið þér sælir!“ sagði ég og nam staðar. „Er það ekki Simpson?“ Simp- sonshjónin voru nýflutt í nágrennið, og við hjónin höfðum hitt þau aðeins einu sinni eða tvisvar. „Jú, það er rétt!“ svaraði Simpson. Hann virtist mjög glaður yfir því að ég skyldi strax þekkja sig aftur. „Þér getið víst ekki lánað mér tvö og hálft penny?“ Ég stakk hendinni í vasann og fór að leita. „Konan mín bað mig nefnilega að fara með bréf í póstinn, og ég var rétt í þessu að taka eftir því að það er ófrímerkt." „Þau eru það alltaf,“ sagði ég fullur samúðar. „Það verður að fara í kvöld — það má til! Og ég geri ekki ráð fyrir að nokkurt pósthús sé opið um þetta leyti, eða hvað?“ Þar eð klukkan var að verða ellefu, sagði ég honum að ég teldi það mjög ólíklegt. „Svo að mér datt í hug að ég gæti fengið frímerki í sjálfsalanum,“ sagði Simpson, og það leyndi sér ekki að hann var hreykinn af klókindum sínum, „sá er bara gallinn á, að ég hef enga smá- peninga á mér.“ „Því miður, held ég að það sé sama sagan hér,“ sagði ég um leið og ég var búinn að leita í vösum mínum. „Æ, anzi var það! sagði hann, rétt si sona. Hann var þessi manntegund, sem menn kalla „litla kalla“. „Kannski einhver annar — — “ hraut út úr mér. „Það er enginn annar.“ Hann horfði upp eftir götunni, og ég leit niður eftir henni. Síðan leit hann niður eftir götunni, og ég leit upp eftir henni. Hvorugur okkar sá nokkra sál. „Jæja þá!“ sagði ég og gerði mig lík- legan til að fara. En hann var svo vand- ræðalegur á svipinn þar sem hann stóð þarna með ófrímerkta bláa umslagið í hendinni, að ég hafði ekki brjóst í mér til að fara frá honum. „Ég skal segja yður nokkuð,“ sagði ég. „Það væri bezt að þér kæmuð með mér heim — það er örstutt héðan — og ég skal sjá hvort ég get ekki klórað saman nokkra smápeninga handa yður þar.“ „Það er afskaplega vel gert af yður!“ sagði Simpson, og drap tittlinga. Þegar heim kom, tókst okkur loks, eftir langa mæðu, að grafa upp þessi langþráðu tvö og hálft penny. Ég lét Simpson fá aurana, en hann færði lánið inn í vasabókina sína, að sið verzlunar- manna, og fór svo. Ég sá hann ganga nokkur skref upp götuna, síðan hikaði hann, og sneri svo aftur til mín. „Heyrið þér, mér þykir mjög leiðin- legt að ónáða yður aftur,“ sagði hann. Ef satt skal segja, þá erum við alveg ókunnug hér í bænum, og — ja, ég er ekkert að draga dul á það, en ég rata alls ekki. Þér vilduð víst ekki vera svo

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.