Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Síða 26

Fálkinn - 10.05.1961, Síða 26
LITLA SAGAN SKOTHVELLUR í NÆTURKYRRÐINNI Þau uröu bæði reiö og hún skaut friðilinn ... Laust eftir klukkan tvö heyrði þjónn- inn bíl aka upp hallargarðinn og nema staðar við höllina. Eftir nálægt klukku- tíma vaknaði hann aftur við hljóðið frá bílnum, sem nú var að aka burt. Eig- andi þessarar hallar, sem er skammt frá Lyon í Frakklandi, var piparsveinn, og var oft að heiman langt fram á nótt þegar hann fór inn í borgina. Þess vegna þótti þjóninum það engum tíðindum sæta, þó hann heyrði í bílnum um miðja nótt. Því oft komu gestir heim með húsbónda hans. En þegar þjóninn kom inn í svefnher- bergi hans um morguninn, var hann ekki lengi að sjá, að það hafði verið kaldrifjaður morðingi, sem hafði ekið burt í bílnum um nóttina. Lögreglan á staðnum símaði til sér- fræðings frá sakamálalögreglunni. Hall- areigandinn hafði verið skotinn í höf- uðið á stuttu færi. En í svefnherberg- inu var allt í röð og reglu, og við ná- kvæma rannsókn hafðist ekki annað upp úr krafsinu en nokkur hár, sem eftir öllu að dæma hlutu að vera kvenhár. auk þess var hægt að sjá af förunum eftir bílinn, að barðinn á öðru aftur- hjólinu hafði verið gallaður. Við yfirheyrslurnar kom það fram, að hinn myrti, miðaldra piparsveinn, Hilmar Foss Löggiltur skjalþýðandi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvik HriAtjáH (juilaugAMH hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík. 26 FALKINN hafði verið lífsglaður svallari. Hann var vinsæll hjá þjónustufólki sínu, mesti dugnaðurmaður, en fór oft að heiman til að skemmta sér. Nú beitti lögreglan sér fyrst og fremst að því, að finna þessa manneskju, sem hárin væru af. En þær voru margar konurnar, sem hallareigandinn þekkti. Þó tókst að finna þá réttu von bráðar. Glæsileg kona um þrítugt var leidd fyrir lögregluna. Hún þóttist auðsjáan- lega móðguð yfir því að vera yfirheyrð, en hins vegar ekki sérlega sorgbitin þó hún hefði misst elskhuga sinn. Hún játaði, að hún hefði oft komið heim til hallareigndans, líka á nóttunni, en gat sannað að hún hefði ekki komið þangað nóttina, sem hann var myrtur. Þessi hár voru af henni, en þau hlutu að hafa lent þarna einhvern tíma áður. En ýmissa hluta vegna vildi lögregl- an nú ekki létta gruninum af þessari konu. Hárin voru skoðuð í smásjá á nýjan leik. Og greina mátti á þeim tízkulit, sem vinsæll var um þær mund- ir — sama litinn, sem var á hári kon- unnar núna. Lögreglufulltrúinn hafði samband við hársnyrtistofuna, sem hún skipti við, og nú komu eftirtektarverð- ar upplýsingar fram: — Hún hefur ekki notað þennan lit lengi, sagði forstöðukona snyrtistofunn- ar. Það eru ekki nema fjórir dagar síð- an við notuðum þennan lit fyrst á hár- ið á henni .... Nú horfði málið öðruvísi við. En kon- an hélt áfram að þræta og vísaði til fjarverusönnunarinnar, sem hún hafði notað áður. Lögreglan þóttist hafa fulla ástæðu til að halda, að sú sönnun væri fölsuð, en það var ekki fyrr en hún náði í mann, sem átti bíl með gölluð- um barða á afturhjólinu og játaði að hafa ekið þessari konu út í höllina morð- nóttina, sem konan gafst upp og játaði á sig glæpinn. Sakleysissönnunin var fölsuð. Heima hjá konunni fannst skamm- byssan, sem hún hafði notað til að drepa friðil sinn. Og nú sagði konan grátandi frá sam- skiptum sínum við hinn ríka kvenna- bósa. Hún hafði orðið ástfangin af hon- um og gat ekki þolað, að hann væri með öðru kvenfólki. En hún þóttist hafa fulla ástæðu til að vantreysta honum í ástamálunum, og afbrýði hennar ágerð- ist meir og meir. Og afbrýðin breyttist í hatur og konan afréð að drepa elsk- hugann til þess að fá frið í sál sína. Hún keypti sér skammbyssu og stakk henni í töskuna sína og varð hallareig- andanum samferða heim. Kunningja sinn sem átti bílinn, bað hún um að bíða meðan hún væri með vini sínum. Þegar inn kom lenti í rimmu, þau urðu bæði reið og hún skaut friðilinn. Eng- in ummerki þóttist hún hafa látið eftir sig. Og ekki hafði hana dreymt um að hárliturinn hennar yrði henni að falli. Svevnbjörn Dagfinnsson, hrl. Einar Viöar, hdl. Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11 . Sími 19406

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.