Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Side 30

Fálkinn - 10.05.1961, Side 30
Stjörnuhrap í'ramh. al bls. 21. Um leið og hann stöðvaði hreyfilinn, reyndi fjöldi fólks að ná til bátsins og komast um borð. Báturinn hallaðist ískyggi- lega, og á næsta augnabliki mundi honum hafa hvolft, eins og hinum bátunum. — Irena! kallaði hann. — Irena! En hann vissi, að hún gat ekki heyrt til hans. Báturinn lagðist aftur út á hlið, en þá hljóp Hugh fyrir borð og óð í land og skimaði eftir endi- langri fjörunni, hvort hann sæi ekki Irenu. — Irena! hrópaði hann aftur, þó að hann vissi að hún mundi ekki heyra til hans, og að það var vonlaust að finna hana innan um allt þetta fólk. Hann hrópaði til hægri og vinstri: — A Inglesa? Onde esta a Inglesa? En allir gláptu á hann og enginn svar- aði. Uppi í fjörunni var hann nærri því dottinn um ungan múlatta, sem var að burðast við að koma fleka á flot. Múl- atinn bölvaði og ragnaði, en stúlka með barn í fanginu heyrði spurninguna: — Onda esta a Inglesa? og benti á stíginn upp að húsinu. — A Inglesa esta p’ra la, muldraði hún og hnipraði sig, þegar maðurinn með flekann skipaði henni að þegja. í húsinu? hugsaði Hugh með sér. Hún hlaut að hafa farið upp í húsið. SÍÐUSTU FORVÖÐ. Hann hafði fengið nýja von, er hann hljóp upp stíginn og kallaði nafn hennar í sífelfu. Þegar hann kom að húsinu, var eldurinn farinn að sleikja handriðið á svölunum. Væri hún þarna inni, mundi hún vera eins og mús í gildru eftir fáeinar mínútur. Mikil flónska af henni að halda, að þetta timburhús gægti varið hana fyrir eldinum. Hálfblind- aður af reyk komst hann upp á svalirnar, og var rétt að segja dottinn um hana, þar sem hún lá fyrir fótum hans, með höndina teygða í áttina til dyranna. Hún veinaði, þegar hann tók hana í fang sér. Hann sá að annar öklinn var stokkbólginn, og að berir handleggirnir voru sárir og flumbraðir. En hún var þó lifandi. Nú var vandinn sá, hvar hann ætti að koma henni á óhultan stað. Timburhúsin og kofarnir þarna í kring mundu verða eldin- um að bráð þá og þegar. Nú fann hann fyrstu regndropana á andlitinu á sér. Hann lagði Irenu niður, fór úr jakkanum og vafði honum um hana. Um leið og hann lyfti henni upp aftur, heyrði hann rödd Brians fyrir aftan sig. — Berið þér hana niður í skútann, sem ég geymi bátinn minn í. Eldurinn kemst ekki þangað, því að þar er ekkert nema grjót. Gangið beint niður stíginn, en farið þér varlega. Hann er brattur og ógreiðfær. — En þér þá? spurði Hugh, en Brian var þegar kominn af stað aftur. — Ég verð að hjálpa hafnarlögreglunni með fólkið þarna niðri í fjörunni. Hann leit upp — rigningin var farin að ágerast. — Þetta dregur úr eldinum . . . og bráðum kemur slökkviliðið með dælur og slöngur. Og svo hljóp Brian niður í fjöruna, en Hugh fór að staulast niður stíginn. Hann lá niður að klettum við sjóinn og þar var skútinn, og „Sæ- fugl“ Brians lá bundinn við klöppina, inni í skútanum. Það var þröngt þarna inni, en þar var öruggt fyrir eldinum. Hann lagði Irenu niður innst í skútanum, — og nú kom rigningin eins og hellt væri úr fötu. Bruni! hugsaði Irena með sér og reyndi að komast til með- vitundar aftur. Ég verð að komast burt . . . bruni! En nú fann hún ekki lengur til hitans og heyrði ekki brak- ið í eldinum. Hins vegar heyrði hún rigninguna. Rigning! hugsaði hún með sér hálfrugluð. Það er komin rigning! Og þegar hún opnaði augun, var áhyggjufullt andlit Hughs það fyrsta, sem hún sá. — Okkur er óhætt, sagði hann þegar hann sá felmturinn í augum hennar. — Eldurinn nær ekki til okkar hérna. Hún rankaði að fullu við sér, þegar hún heyrði rödd hans. Hugh og Diana . . . Coral . . . Hún hafði farið þarna út til að aðvara Diönu . . . vara hana við Coral . . . en Diana var ekki heima. Og svo kom bruninn. Og Hugh . . . Hugh mundi hafa séð brunann og flýtt sér hingað til þess að bjarga Diönu, hugsaði hún með sér. Annars hefði hann ekki komið hingað . . annars væri hann ekki hérna. — Hún Diana er ekki hérna, Hugh. Hún . . . fór . . . áð- ur en þetta byrjaði, hvíslaði hún hás. — Vertu ekki að hugsa um Diönu! sagði hann óþolinmóð- ur. — Það varst þú, sem ég var hræddur um. Þú hefðir getað farizt, Irena. Ég fann þig hvergi. Enginn vissi hvar þú varst — og svo sagði Fairburn að þú hefðir farið hingað, — Röddin hækkaði og varð ákafari: -— Hvers vegna fórstu svona, Jrena — án þess að segja nokkurt orð? Hún heyrði að furðan skein úr rödd hans, og reis upp á annan olnbogann, en hann tók utan um hana og studdi hana. Hana verkjaði í hægri öklann og hún sá að hann var bólg- inn, en það skipti hana engu máli núna. — Ég skrifaði þér bréf, sagði hún. — Það er. heima. Þú finnur það þegar þú kemur heim. — Ég hef verið heima, sagði hann. — Ég hafði áhyggjur af þér, því að þú varst svo angurvær í morgun. Þess vegna fór ég heim til þess að sjá hvernig þér liði — og fann bréfið þitt. En ég botna ekkert í þessu, Irena. Ég hélt að' þetta staf- aði af því að þú værir ástfangin af Fairburn ... en hann segir ð þú hafir vísað sér á bug. Hún hefði átt að sjá þetta fyrir, hugsaði hún með sér. Hún hafði ekki hugsað til þess, að þegar hún sagði Brian sannleikann, þá ljóstaði hún honum um leið upp við Hugh — og spillti einu frambærilegu ástæðunni til Þess, að hún bæði um að verða frjáls. Nú varð hún að finna aðra leið út úr þessu. En áður en hún komst lengra sagði hann, og horfði fast á hana: — Fairburn sagði, að þú hefðir gert þetta vegna þess að þú sást mig með Diönu í gær — en það getur ekki hafa verið þess vegna? Var það, Irena? Það getur ekki verið? — Hefur Brian sagt þér það? Þessu hafði hún ekki heldur gert ráð fyrir. Henni hafði ekki dottið í hug, að Brian mundi segja frá því. leyndarmáli. En úr því að hann hafði gert það, var ekki nema um eitt að velja fyrir hana — að segja sann- leikann. — Ég vildi ekki að þú hugsaðir til mín, Hugh. Þú sagðist ekki geta rofið samninginn nema ég óskaði Þess — en það er heimska — því að nú er Diana frjáls, og allt getur komizt í fyrr horfið. Ég hef komizt upp á milli ykkar og ég á ekki heima hérna. Þú varst ástfanginn af Diönu löngu áð- ur en þú sást mig í fyrsta skipti. . . — Ég var það, sagði hann rólega. — En ég er ekki ást- fanginn af henni lengur. Hef ekki verið það lengi. — Þú ert ekki... byrjaði hún, — en svo fann hún engin orð. Hjartað hamaðist í brjósti hennar, og hún kafroðnaði. — E-en í gær, stamaði hún. — Ég sá þig . . . Hann kipraði varirnar. — Diana var uppvæg, og ég tók utan um hana til þess að hugga hana. Það var það, sem þú sást. Það er þýðingarlaust. Við Diana erum góðir vinir — en ekkert meira. Hún starði á hann og reyndi að gera sér grein fyrir hvert hnan væri ð fara — Diana vildi ekki að þú fréttir, að hún væri óhamingjúsöm í sambúðinni með Grant, sagði hún hægt. — Ég lofaði henni því, að ég skyldi ekki segja þér frá því. Hann kinkaði kolli. — Ég veit það. — Og þegar þú sagðir að hún hefði sagt, að hún vildi ekki giftast þér þó ða þú værir lus og liðugur, hélt ég að það hefði verið þess vegna — vegna þess að hún hefði haft of mikinn metnað til að viðurkenna sannleikann þegar þið töluðuð um þetta. Hann horfði á hana og hnyklaði brúnirnar. — Þegr við töl- uðum um hvað? — Um að fá hjónaskilnað. (Framh.) 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.