Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 6
Það var haust, stríðið stóð enn, en v,ið fórum ekki framar á vígvellina. Á haustin var kalt í Mílanó, og rökkrið féll skjótt á. Það var skemmtilegt að rápa um göturnar og glápa í gluggana, þegar kveikt var á rafmagnsljósunum. Það var ys og þys fyrir utan búðirnar, og snjórinn féll á feld refanna, og vind- urinn feykti upp skottum þeirra. Dá- dýrin hímdu stirð og þung á sér, soltin. Stormurinn blés smáfuglunum til og frá og ýfði fjaðrirnar. Haustið var kalt. Kyljurnar komu ofan fjöllin. Á hverju kvöldi komum við til sjúkra- hússins. í rökkrinu var farið eftir mis- jöfnum leiðum gegnum borgina til þess. Tvær leiðanna lágu meðfram skurðum, en þær voru langar. Langar voru þær, enda þótt maður færi ávallt yfir brú til að komast til spítalans. Um þrjár brýr var að velja. Á einni þeirra seldi kona bakaðar hnetur. Það var heitt að standa fyrir framan opinn eldinn og hneturn- ar voru varmar í vasa. Spítalinn var ævagamall og mjög fagur. Maður fór í gegn um garðinn að húsabaki og síð- an út um annað hlið hinum megin. Jarðarfarir hófust venjulega í þessum garði. Handan við gamla spítalann var ný dagstofa úr múrsteini. Við sátum þar hvert kvöld og vorum tillitssamir og áhugasamir um, hvað væri að hverj- um einum. Við sátum við vélar, þessar vélar, sem gerðu þetta allt öðruvísi, en það var. Læknirinn kom til mín þar sem ég sat við vélina og sagði: „Hvað féll þér bezt að gera, áður en stríðið byrjaði. Varstu í íþróttum.“ „Já, fótbolta." „Ágætt, þú getur þá spilað betur én nokkru sinni fyrr.“ Hnéð beygðist ekki, og vöðvalaus leggurinn féll máttlaus niður. Vélin átti að beygja hnéð og láta það hreyf- ast, eins og þegar maður hjólar á þrí- hjóli. Samt béygðist það ekki enn, og vélin skjögraði til, þegar hún átti að hreyfa liðamótin. „Það líður hjá. Þú ert heppinn, ungi máður, þú kemur til með að spila fótbolta eins og meistari.“ Við næstu vél var majór, handsmár eins og barn. Hann veifaði til mín, þeg- ar læknirinn rannsakaði hendi hans, sem lá milli tveggja leðurræmna, er teygðust upp og niður og hömuðust á stífum fingrum hans. „Og get ég líka spilað fótbolta, læknir.“ Fyrir styrjöld- ina hafði hann verið mikill skilminga- maður, sá bezti á Ítalíu. Læknirinn fór til skrifstofu sinnar í bakherberginu og kom með mynd af visnaðri hendi nærri því eins lítilli og hönd majórsins áður en hún hafði geng- ið undir lækningu með vél, en nú var hún litlu stærri. Majórinn hélt á mynd- inni í þeirri hönd, sem heilbrigð var og grannskoðaði hana. „Sár?“ spurði hann. „Slys 1 verksmiðju,“ svaraði læknir- inn. „Mjög athyglisvert, mjög athyglis- vert,“ tautaði majórinn og rétti mynd- ina aftur til læknisins. „Treystirðu þessu ekki?“ „Nei.“ Hvern dag komu þarna þrír náungar á hér um bil sama aldr.i og ég. Þeir voru allij- frá Milano. Einn var að verða lög- fræðingur. Annar ætlaði að verða mál- ari, sá þriðji ákvað að verða hermaður. Eftir að lækningunni við vélarnar var lokið, gengum við til baka að Cova kaffihúsinu, sem var í næsta húsi við Scala óperuna. Við styttum okkur leið í gegnum Kommúnistahverfið, því að við vorum fjórir saman. Fólkið hataði okkur vegna þess, að við vorum liðs- foringjar. Einhver kallaði frá krá nokk- urri: „Niður með offiserana“, um leið og við fórum framhjá. Einn náunginn, sem stundum gekk með okkur, bar svartan silkiklút fyrir andlitinu. Hann var nef- laus og verið var að flikka upp á fésið á honum. Hann hafði farið til vígvall- arins beint frá herskólanum og hafði særzt klukkustund eftir að hann byrj- aði að skjóta. Þeir læknuðu andlitið á honum, en hann var af gamalli slekt og þeir gátu aldrei lagað nefið rétt. Hann fór til Suður-Ameríku og vann í banka. En þetta var löngu liðið. Við vissum ekki hvernig þetta færi. Enginn vissi það. Við vissum bara, að stríð stóð yfir og við færum ekki framar á vígvöllinn. A ÍTALÍ Hemingway er nýlátinn og í tilefni af því birtir FÁLKINN eina af sntásögum hans, sem ekki hefur verið þýdd áhur 6 FÁLKINN Við vorum allir með sömu heiðurs- merkin, nema náunginn með svarta klútinn fyrir andlitinu. Hann hafði ekki barizt nógu lengi til að fá medalíu. Hái, föli maðurinn, sem ætlaði að verða lögfræðingur, hafði verið lautinant og átti þrjár medalíur af þeirri tegund, sem við höfðum aðeins eina af. Hann hafði lengi verið milli heims og helju og var svoltíið sérsinna. Við vorum all- ir dálítið sérsinna. Ekkert hélt okkur samán, nema hvað við komum hvert kvöld á spítalann. Við gengum þarna með ljós í myrkrinu í gegnum hverf- ið, þar sem íbúarnir voru ruddar í framkomu. Við komum syngjandi út af börunum og stundum, er margt var a götunni hrintum við fólkinu til á gang- stéttinni. Við héldum fast saman, því að eitthvað hafði komið fyrir, sem olli því, að fólkinu var illa við okkur. Við skildum það eiginlega ekki. Við undum okkur vel í Cova. Þar var notalegt og heitt. Salurinn var mátu- lega bjartur. Stundum var hávært í salnum og reykjarsvæla fyllti loftin. Það voru alltaf stelpur við borðin og mynda- blöð í grindum á veggjunum. Stelpurn- ar á Cova voru miklir föðurlandsvinir. Ég komst að því, að mestu föðurlands- vinirnir á Ítalíu voru kaffihúsastelp- urnar. — Ég held að svo sé enn. Strákarnir voru í fyrstu mjög hrifn- ir af medalíunum mínum, og spurðu, hvernig ég hefði unnið til þeirra. Ég sýndi þeim skjölin. Þau voru á háfleygu máli og orð eins og bróðurkærleikur og sjálfsafneitun komu þar oft fyrir, en í raun og veru sögðu skjölin, að ég hefði fengið merkin af því að ég var Banda- ríkjamaður. Eftir þetta breyttist fram- koma þeirra við mig. Samt var ég vin- ur gagnvart öðrum. Ég var vinur, en ég var aldrei einn af þeim, eftir að þeir höíðu lesið skjalið. Þessu var öðru- vísi farið hjá þeim og þeir höfðu gert sitt til þess að öðlast heiðursmerki. Það var satt, ég hafði særzt. En þegar öllu var á botninn hvolft, vissu allir, hvað var að særast. í raun og veru var það óhapp. Reyndar skammaðist ég mín aldrei fyrir merkin. Stundum þegar ég hafði bragðað það, fannst mér, að ég heí'ði til þeirra unnið. Ég hafði af- rekað því sama og þeir. En á leiðinni heim, er ég gekk að næturlagi, í gegn um auðar göturnar með kaldan vind- inn í fang.ið. Allt var lokað og ég reyndi að halda mig nálægt götuljósunum. Ég vissi þá, að ég mundi aldrei hafa getað afrekað slíkt. Ég var mjög lífhræddur. Ég óttaðist dauðann. Á nóttunni í rúmi mínu var ég hræddur við að deyja. Ég velti vöngum, hvernig færi, þegar ég yrði sendur aftur á vígvöllinn. Þeir þrír sem sæmdir voru medalíu líktust veiðifálkum. Ég var ekki val- ur, enda þótt ég liti út sem valur fyrir þeim, er aldrei höfðu á veiðar kom- ið. Hirv.r þrír vissu betur. Þar var fleyg- ur milli okkar. En ég hélt áfram að vera vinur þess, sem hafði særzt í fyrsta bar- daganum. Hann mundi aldrei vita,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.