Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 31
Tjaldbúðir - Frh. af bls. 21 — Maður veit það aldrei. Varla samt, nema maður stundi æfingarnar betur. Við heyrum strokið um gít- arstrengi og raulað lágt og rennum á hljóðið. Og þarna sitja þrjár stúlkur úr Kefla- vík í tjaldinu sínu, Stefanía Guðjónsdóttir, Guðfinna Sig- urþórsdótttir ogSigríður llaro- ardóttir. Þær eru með klúta yfir höfðinu, því hárið á þeim er enn blautt. Þær eru nefni- lega nýkomnar úr lauginni eftir að hafa sigrað boðsund fyrir ungmennafélag sitt. Og loks yfirgefum við tjald- búðirnar með þá ósk heitasta í hjarta að vera orðnir nokkr- um árum yngri og komnir hingað í öðrum erindagerðum en að skrifa í blað fyrir sunn- an .... Starfsíþr. - Frh. af bls. 19. unn Ingimundardóttir og við náum sem snöggvast tali af henni. -— Hefur verið keppt áður í þessum greinum á lands- móti? — Nei, það hefur ekki ver- ið keppt áður í þessum kvennagreinum, en hins veg- ar hafa þær unnið sig upp á Norðurlöndum og notið þar mikilla vinsælda. — Hafið þér kynnzt þessari starfsemi erlendis? — Já, ég kynnti mér þessar starfsgreinar í Noregi og fyr- ir nokkrum árum fór ég á vegum ungmennaíélaganna á norrænt starfsíþróttamót 1 Danmörku. — Standa stúlkurnar hérna keppendum þar langt að baki? -—• Nei, alls ekki_ Ég vildi segja, að þessar stúlkur, sem keppa hér nú, séu fylLilega keppnishæfar við þær er- lendu og þess vegna alls ekki úr vegi að senda þær á nor- rænt mót. — Hefur það komið til greina? — Já, það hefur verið rætt um það, en ekkert endanlega ákveðið enn þá. — Hafa keppendur verið á húsmæðraskóla eða lært eitt- hvað í matreiðslu? — Neit yfirleitt eru þetta bara venjulegar húsmæður eða ógiftar stúlkur. Meðal keppenda er einnig ein prestsfrú, Kristín Gunn- laugsdóttir, eiginkona séra Hauks Guðjónssonar á Hálsi. — Hvernig er dæmt í svona keppni? — Það er margt sem er tekið til greina og það er ekki eingöngu farið eftir því, hver lýkur verkinu fyrst. Það er tekið mikið tillit til þess, hvernig keppandinn skipuleggur vinnuna, hvernig hann nýtir hráefnið, hvernig hann gengur frá og hvort allt er hrednlegt í kringum hann og svo framvegis. Við þökkum Steinunni fýr- ir spjallið og höldum út í sól- skinið örlitlu nær en áður um fáeinar af hinum fjölmörgu og athyglisverðu greinum starfsíþróttanna. Kæri Astró. Mig langar til að byrja á því að þakka yður fyrir þessa athyglisverðu þætti yðar, sem ég hef fylgzt með frá byrjun. En er það rétt skiiið hjá mér, að þetta eigi að afsanna erfðakenninguna að nokkru nokkru leyti, það er að segja, að þér álítið stjörnumerki þau, er fólk er fætt undir, hafa meiri áhrif á lifsferil þess, en eiginleikar, sem það gæti erft úr ætt sinni? Ég hef að vísu ekki orðið vör við það, að þér legðuð kort fyrir börn, en núg lang- ar óskaplega mikið að biðja yður að segja mér eitthvað um lífsbraut sonar míns, sem fæddur er hér í Reykjavík. Ættfólk hans í báðar ættir er og hefur verið margt mjög listhneigt fólk, en veiklyndi og ístöðuleysi hefur eyðilagt möguleika þess, og það, sem hefur náð lengst í sinni list- grein hefur allt orðdð óreghi- semi að bráð. Það mundi því verða mér til mikillar huggunar, ef ég hef skilið yður rétt, því ég óska syni minum þess helzt að hann megi verða nýtur þjóðfélagsþegn og ánægður með líf sitt, en ekki sífellt syrgjandi glötuð tækifæri og hæfileika, sem ekki fengu að njóta sín, eins og svo margir ættmenn hans. Með fyrirfram þakklæti, Móðir. Vinsamlegast birtið ekki fæðingartölur og stað. Svar til móður. Ég þakka fyrir mjög vin- samlegt bréf og eins og þér sjáið á bréfinu, höfum við sleppt fæðingardegi og ári, sem allt var mjög fullnægj- andi og ýtarlega gefið upp. Það hefur löngum verið spurning mannkynsins og einstaklinganna, af hverju þeir séu svona og svona fæddir, en ekki einhvern veg- inn öðruvísi. Ég hef ekki get- að fundið svar við þessari spurningu í helgiriti Vestur- landa, B.iblíunni, þó margt sé þar gott að finna. Hins vegar benda austurlenzk trúarbrögð á það að menn endurholdgist og lifi margar jarðvistir. Til- gangurinn með því sé sá að þroska sig andlega, sálarlega og líkamlega til mannlegrar fullkomnunar og jafnvel guð- legrar. Þeir segja að við sé- um misgamlir á þroskabraut- inni og þess vegna séum við öðruvísi í útliti, stöðu í lífinu o.s.frv. o.s.frv. Um ætterni og skyldleika og erfðaeinkenni er því haldið fram að sömu sálirnar fæðist gjarnan innan sömu ættanna og sömu sál- irnar haldi sig gjarnan sam- an í áraþúsundir. Þáttur stjörnuspekinnar í þroska- brautinni, er sá að maðurinn fæðist við þau stjarnspekilegu skilyrði, sem henta þroska hans. Hann getur því þurft að bíða tækifæris til endur- holdgunar, þangað til skilyrði eru fyrir hendi. Það væri því réttara að segja að maðurinn réði sjálfur sínum örlögum þegar áðurgreint er haft í huga. Hvort sem þessar kenn- ingar eru réttar eða ekki hef- ur komið í ljós að hægt er að sjá fyrir um æviferil sérhvers einstaklings eftir stjörnuaf- stöðum við fæðingu. Um hitt geta verið skiptar skoðanir hvort endurholdgunarkenn- ingin á við rök að styðjast eða ekki, eða hvort nokkuð líf er til eftir dauðann yfir- leitt. Ég persónulega er end- urholdgunarsinni og trúi þvi á líf bæði fyrir og eftir dauð- ann, tel það raunar vera óhjá- kvæmilega og einu skynsam- legu útskýringuna á hve örlög manna eru misjöfn. Svo við snúum okkur að fæðingarskorti drengsins unga, sem þér rædduð um, þá er mikið listamannseðli í honum, en það er aðallega í heimi skemmtananna. Þær afstöður, ,sem eru í hans korti sjást oft í kortum ágætra leikara og ég held að sú braut verði honum heillaríkust. Það er ekki vínhneigð í þessu fæðingarkorti og ég held að yður sé ástæðulaust að óttast slíkt. Eins og þér vitið er hann fæddur undir sólmerki Krabbans, nánar tiltekið 11 gráður þar í, en sú gráða er tengd góðu minni, og í fögurn sem snerta slíkt, mun hann skara fram úr í skóla, t.d. mannkynssögu, landafræði og því um líku. Sólin er í öðru húsi, en það gefur honum tilhneigingu til peningasöfn- unar eða auðhyggju. Rísandi gráða hans er kennd við höndlara eða verzlunarmenn. Þannig að hann hefur fjár- málahneigð. Staða mánans í Tvíburamerkinu gerir hann gáfaðan og fljótann að átta sig á hlutunum, en samt á hann erf.itt með að átta sig og segir jafnvel annað á morgun en hann sagði í dag. Máninn er í tólfta húsi, en það ei afstaða sem oft sést í ævisjám leikara, með plánet- ur í öðru og fimmta húsi, en það er einnig til staðar í korti drengsins. Efnahagur drengs-- ins mun verða góður, því hann verður bráðduglegur. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.