Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 26
Fyllt kálfssíða. l\í kg kálfssíða IV2 tsk. salt Vi tsk. pipar. Fylling: 3 msk. smjörlíki 6 msk. söxuð steinselja 1 tsk. timjan (krydd). Steiking: 4 dl vatn 1 lítill laukur 2 negulnaglar 1 lárberjalauf. Rifbeinin tekin úr síðunni. Smjörlíki og steinselju blandað saman, smurt á kjötið. Helmingnum af salti. pipar og timjan stráð yfir. Vafið fast saman, bundið þétt um með bleyttu bómullar- garni. Kjötið brúnað, afgangnum af kryddinu stráð yfir. Soðnu vatni hellt á og lauk, negulnöglum og lárberjalaufi bætt út í. Soðið við hægan eld 1—2 klst., fer eftir því af hve gömlu kjötið er. Venjuleg sósa búin til úr soðinu. Spottinn tekinn utan af kjötinu, sneið- ið það í fingurþykkar sneiðar. Borið fram með alls konar soðnu grænmeti og hráum jurtasalötum. Appeilsínupie. 100 g smjörlíki 2(4 dl hveiti 1—2 msk. sykur 2 msk. vatn. Fylling: 3 dl appelsínusafi (juice) V2-I dl sykur 1 msk. kartöflumjöl 3 eggjarauður 1 msk smjörlíki. Marengs: 3 eggjahvítur 6 msk. sykur. Smjörlíkið mulið í hveitið, sykri blandað saman við, vætt í með vatninu. Deigið hnoðað léttilega saman og drepið í grunnt, eldfast mót. Geymið hluta af deiginu, mótið úr því lengju, sem lögð er á brún mótsins. Bakað við 225°C, þar til það er gulbrúnt. í fyllinguna er öllu blandað saman í pott (sé notuð saft úr nýjum appel- sínum, er notaður 2 dl safi + 1 dl vatn). Hitað að suðu, hrært stöðugt í á með- an. Kælt. Hellt í hina bökuðu pieskel. Eggjahvíturnar stífþeyttar, sykrinum blandað saman við, þeytt um stund, lát- ið yfir appelsínufyllinguna. Bakað við vægan hita 150°C nál. 10 mínútur, eða þar til marengsinn er fallega gulbrúnn. Skreytt með appelsínubitum, borið fram kalt sem ábætisréttur. Appelsínufyllingunni hellt i pieskelina. Fötin sitja föst. Mjúkt herðatré, sem ekki lætur lit þegar þurrka þarf á því, er hlutur, sem allir þurfa að nota. Nota þarf frauð- gúmmí, ólituð herðatré og góðan þráð. Útbúið frauðgúmmílengju 4X10 cm, skrúfið krókinn úr herðatrénu, leggið lengjuna á herðatréð og varpið saman lengjuna neðan á herðatrénu. Skrúfið krókinn á sinn stað. Á svona herða- trjám er einnig ágætt að hengja pils, þar eð þau hrynja ekki af. Svona geymum við hanzka. Oft þurfum við að leita að hönzk- unum, þótt annar sé vís, hefur hinn ótrúlega góðan hæfileika til að hverfa í skúífunni. Hér er ágætt ráð við því. Strengið plasticsnúru innan á skáphurð- ina, og hér getum við svo hengt upp vettlinga og hanzka með litlum, mis- litum klemmum. Eigi maður hvíta hanzka eða aðra viðkvæma, er sjálfsagt að geyma þá í plasticpoka. Belti og karlmannaslifsi er ágætt að geyma á svona snúru, nóg að bregða þeim yfir. Varizt slysin. Þau eru ekki svo fá, slysin í heima- húsum, sem eiga rætur sínar að rekja til smáteppa og gólfmottna. Saumið gúmmíhringi af niðursuðuglösum á horn teppanna, þá sitja þau föst, þótt undir- lagið sé hált. 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.