Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 14
„ASTARSTJARNA... SKIN Á 1. Það voraði vel árið 1828. Vordag- arnir voru bjartir og hlýir. Tíðin batn- aði með hverjum degi sem leið. Þetta var með beztu vorum, sem komið höfðu um áratugi. Sólmánuður gekk í garð með sama yndisleik og veðurblíðu. Hver sólskinsdagurinn rak annan. Gróð- ur jarðar blómstraði og varð fegurri með hverri viku. Sumarið leit út fyrir að verða gjöfult. Ekki veitti af, því að undanfarin ár voru ísaár og erfitt ár- ferði, sérstaklega í sveitum. En í sum- ar þurfti enginn að kvíða, árgæzka brosti við. Það var gaman að lifa slíkt sumar. Eldri sem yngri heilluðust af töfrum náttúrunnar, gróðri landsins um sólbjarta daga. Lífið brosti við í löng- unarfullri þrá. Allt var í samræmi við vonir uppvaxandi kynslóðar. I sólmánuði þetta sumar lögðu þrír ferðamenn af stað úr Reykjavík, ferð- inni var heitið norður í Eyjafjörð. Þeir voru í sólskinsskapi, þótt þeir ættu framundan langt og erfitt ferðalag. Það var ekki auðvelt eða fljótlegt að ferð- ast á þeim árum milli landsfjórðunga, og ekki sízt ef um búferli var að ræða. Vegir voru engir í landinu, aðeins götutroðningar eftir ferðalög liðinna kynslóða. Á stundum, þegar votviðra- samt var, voru troðningar þessir og götur verri en engir. En í sumar voru allar götur greiðar. Það var unaðslegt að ferðast í slíkri tíð. Ferðamönnunum þremur var gleði í hug, þegar þeir riðu af stað í glamp- andi sólskini. Þeir báru engan ferða- kvíða í brjósti, þó að framundan væri erfið leið og þreytandi um heiðar og fjöll, yfir stórár og erfið vatnsföll að fara. En fyrir handan fjöll og heiðar, byggðir og dali var sveitin fagra, þar sem tveir þeirra myndu lifa glöðustu daga ævinnar og hamingja þeirra yrði. Þeir litu því með bjartsýni til ferðar- innar og þráðu að ná til fyrirheitna staðarins norður við Eyjafjörð. En þriðji ferðamaðurinn var á leið heim til sumardvalar. Hann var skólasveinn í Bessastaðaskóla. Fyrir ferðinni var maður á miðjum aldri. Hann var virðulegur og bar glöggan svip lífsreynslu og umgengni við tigið fólk og menntað. Hann var nývígður prestur til prestakalls fyrir norðan, þar sem faðir hans, nýlátinn, hafði þjónað lengi, og orðið frægur og vinsæll í sókninni af löngu og góðu starfi. Prestur hafði farið að heiman fyrir aldarfjórðungi til náms í Reykja- vík, eftir að Hólaskóli var lagður nið- 14 FÁLKINN ur. í fylgd með honum var dóttár hans, sem hann hafði aflað í Reykjavík og skólasveinn í Bessastaðaskóla. Ferðalangarnir þrír héldu áfram sem leið liggur. Eftir að þeir náðu lestar- mönnum og lestinni, sem var með far- angur prests, fylgdist prestur aðallega með henni. En annað veifið athugaði hann býlin, sem farið var fram hjá. Hann gætti að hýsingu bæja, nýung- um í búnaði, heyönnum og fleiru, sem laut að búskap. Hann var brotinn af bergi frægra bænda, sem gert höfðu garðinn frægan á nokkrum stórbýlum við Eyjafjörð. í aldaraðir höfðu for- feður hans og frændur verið bændur, dugmiklir bændur í eyfirzkum byggð- um. Nú var hann, eftir margra ára vinnu í skrifstofu biskups og lækninga- störf í Reykjavík, að snúa heim til sama starfs. Löngun hans og áhugi á starfinu var vaknaður. En dóttir hans og skólasveinninn höfðu hugann við annað. Þau ræddu um margt, eins og ungu fólki er títt. Eftirvænting og tilbreyting ferðalags- ins olli því. að þau kynntust fljótt og höfðu nóg að ræða um. Hann sagði henni frá einkennum landsins og lýsti fegurð sveita og byggða á skáldlegan hátt og af töfrandi hrifni. Prestsdótt- irin unga varð brátt hrifin af frásögn hans og honum sjálfum. Hann féll henni vel í geð. Brátt varð raunin sú, að þau sökktu sér niður í umræður um alls konar efni, sem þau gleymdu sér við og drógust gjarnan aftur úr presti og lestinni, en ekki samt of áberandi. Prestsdóttir var í fyrsta sinn í fylgd með ungum manni, sem vakti óskipta athygli hennar og hrifni. Hann hafði einhver undarleg áhrif á hana, áhrif, sem hún ekki skildi, en voru blandin sælu, sem endurnýjaðist, er hún hlýddi á hann og var í návist hans. Hann lýsti öllu svo skemmtilega og skáldlega. Það sem var fábreytt og hversdagslegt áð- ur, fékk nýtt gildi, varð ævintýralegt og fagurt, þegar hann lýsti því. Það var unun að heyra hann segja frá og lýsa því, sem fyrir bar. Þau drógust hvort að öðru fyrstu áfanga ferðarinn- ar, og allt varð þeim til yndis og ánægju. Það var gaman að ferðast í svona góðri tíð með jafnskemmtilegum ferðafélaga. Fyrstu næturnar var gist í námunda við prestssetur, því að prestur var gagnkunnugur öllum prestum, sakir langrar dvalar í þjónustu biskups. í áningarstöðum fékk unga parið mörg tækifæri til að vera ein. Þá var þeim allt til yndis. Unaður samverustund- anna fyllti hugi þeirra. Þau höfðu aldrei lifað dýrðlegri daga. Lífið var þeim un- aður, og sólardýrð fyllti hugi þeirra um glaða daga, eins og sveitir og dali þetta sólbjarta sumar. Þau hurfu úr byggð frá Kalmans- tungu í Borgarfirði og sneru til fjalla og heiða. Ætlunin var að fara norður Stórasand, norðan við Blönduvaðaflóa og yfir Blöndu á Blönduvöðum, og hafa næstu áfangastaði við Arnarvatn og í Galtárdrögum við Galtará. Þetta voru erfiðar dagleiðir strangar og langar. Víða var erfitt að fara og torfærur. Skólasveinninn aðstoðaði og hjálpaði ungu stúlkunni, því prestur og lestar- menn höfðu öðru að sinna. Þegar að Blöndu kom, var hún í vexti, því sólbráð var á jöklum. Unga stúlkan var örþreytt eftir langar og erfiðar dagleiðir. Blanda er ekki árenni- leg yfirferðar fyrir ókunnuga, þó að vöðin séu langt frá því að vera slæm. Prestsdóttur hraus hugur við ánni og var mjög kvíðandi að fara yfir hana. Skósveinninn taldi í hana kjark og gaf henni góð ráð sem fyrr. Hann reið við hlið hennar yfir ána og hélt henni á hestinum, þegar svimi og þreyta ætl- uðu að yfirbuga hana. Allt gekk að óskum, og unga stúlkan var himinlif- andi og þakklát þegar yfir ána var komið, þó að þreyta og sárindi langr- ar dagleiðar hefði nær yfirbugað hana. Þegar í áningarstað kom við Galtará, sinnti skólasveinninn stúlkunni, meðan faðir hennar og lestarmenn gengu frá tjöldum, hestum og farangri. Hann veitti henni aðhlynningu eftir því hann bezt gat og þar fundu þau bæði, að þau voru ástfangin og myndu aldrei lifa ánægð nema njóta hvors annars. Morguninn eftir var haldið af stað norður fjöll í glampandi sólskini. Það var unaðsríkur dagur. Þau nutu sam- verustundanna við umræður og aðdáun landsins við töfra blárra fjalla og heill- andi útsýni um dali og sveitir. Skáldið lýsti fyrir stúlkunni sinni víðáttu og töfrum hins fagra útsýnis. Aldrei hefur íslenzk stúlka átt jafn fagurskyggnan, glöggan og skemmtilegan ferðafélaga. En við skulum yfirgefa þau um stund, láta þeim eftir að dveljast einum við dýrð sólbjartra sveita og fjalla og skyggnast um, hvaða fólk er hér á ferð. 2. Forsjármaður ferðarinnar, nývígði presturinn, var síra Gunnar Gunnars- son prestur í Laufási, Hann lauk námi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.