Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 33
hans. Þúsund smáatriði. Mamma, Lilian — hver myndin rak aðra. Nú voru þær báðar horfnar — hjóna- skilnaðarlögfræðingurinn hafði sjálfur misst konuna sína. — En hvað með hann sjálfan? Hann horfði upp með húsgöflunum upp í grábláa himinröndina. Nokkrar stjörnur blikuðu dauft. Já, stjörnurnar. . . . Hann fékk munnherpur. Nú mundi hann glöggt eitt kvöld fyrir löngu. Hann sá móður sína sitja við að bæta buxur, og hann mundi að hann hafði spurt hana: „Mamma, er skelfing langt upp í stjörnurnar?“ „Það er skelfing langt, drengurinn minn.“ „Getum við aldrei komizt þangað?“ „Við reynum öll að komast þangað — hvert með sínu móti. En oftast verð- um við fyrir vonbrigðum.“ Og loks hafði hún sagt: „Það er um að gera að halda sinni leið, sem manni er ætlað. Þá verðurðu hamingjusamur og kemst upp í stjörnurnar.“ Hafði móðir han,s verið hamingjusöm á sinni þyrnóttu leið? Egill hélt það — hann var viss um það. Og í allri þján- ingunni fann hann gleðistraum fara um sig allan. Hann fann með óbifanlegri vissu, að hann hafði ekki haldið sína leið. — Kannske var það þess vegna sem hann hafði ekkert að gefa Lilian, ekki neitt sannfærandi, verðmætt — sem kom frá honum sjálfum. En var það ekki hún, sem hafði ráð- ið leiðinni, sem hann fór? Jú, hann hafði verið of sveigjanlegur þá . . . En því varð ekki breytt, sem orðið var. Nei og þó hafði eitthvað merki- legt gerzt einmitt núna. Mitt í sorginni hafði hann fundið eitthvað nýtt að lifa fyrir. Á morgun ætlaði hann að byrja á ný leiðina, sem hann hafði villzt út af. . . . — Skref hans urðu hraðari og fast- ari er hann gekk heim til sín, þetta heiðskíra haustkvöld.... Eitthvað annað... Framh. af bls. 13. er á leiðinni til Reykjavikur. Leikritið var fyrst sýnt í Borgarfirði en síðasta sýningin í Mánagai’ði í Austur-Skafta- fellssýslu. Leikritið var sýnt 39 sinnum á 38 dögum og er þetta lengsta leikför Þjóðleikhússins um langt skeið. Sem dæmi um aðsóknina má nefna, að á Húsavík var ákveðin ein sýning. Sam- komuhúsið þar rúmar aðeins 180 í sæti, en 300 miðar seldust á hálftíma og varð því að sýna leikinn tvisvar á sama kvöldinu. Hið sama gerðist á Ólafs- firði. STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkið: Stjörnurnar segja, að dálítið atvik, sem hendir yður í þessari viku, muni varpa ljósi á nokkuð, sem yður hefur hinp:- að til verið dulið. Þér skuluð ekki taka ákvarðanir upp á eigin spítur, það gæti orðið yður dýrt spaug. Iíins vegar skul- uð þér leggja rækt við vinnu yðar. Nautsmerkið: Þér hafið verið hvattir til þess að taka að yður verk, sem þér sjálfir eruð ekkert viss með að geta leyst á viðunandi hát.t. Þér ættuð samt að taka þetta að yður, því að hrifni yðar og áhugi hjálpar yður til þess að leysa verk þetta sóma- samlega. Yfirleitt er þessi vika góð til hvers konar fram- kvæmda. Tvíburamerkið: Þér hafið næstum náð því takmarki, sem þér settuð yður fyrir langa löngu. En megið ekki gleyma, að síðasti spölurinn er jafnan spordrýgstur og mun þess vegna mikils verða af yður krafizt. Það getur orðið alvara úr ástarævintýri því, sem þér lentuð í um daginn. Krabbamerkið: Vikan er full af unaðslegri rómantík og smá ástarævintýr- um, sem ekkert verður þó úr, samt sem áður munuð þér kynnast. nýju og skemmtilegu fólki og munu þau kynni vara lengi. Þér skuluð sýna gömlum vini, sem er í hinum mestu vandræðum, hjálpsemi og alúð, það borgar sig. Ljónsmerkið: Þér ættuð að skjóta öllum stórákvörðunum á frest og sjá hverju fram vindur um skeið. Aftur á móti skuluð þér nota vikuna til þess að framkvæma þá hluti, sem þér hafið látið sitja á hakanum. Ferðalagið, sem þér ætíið í, mun verða mjög ánægjulegt. Happatala yðar er 7. Jómf rúarmerkið: Framkvæmdir þær, sem þér fyrrum höfðuð ekki manndóm til að vinna, munuð þér koma í verk í vikunni. Stjörnurnar segja, að þér munuð vinna vel að þessum störfum og þér mun- uð uppskera eins og til var sáð. Þér ættuð að vera varkár með peninga þessa dagana, því sú stund mun upp renna, að þér hafið not fyrir þá. Vogarslcálamerkið: Þessi vika er fleytifull af gleði og allar áætlanir yðar munu standast prýðilega. Samt skuluð þér ekki gleyma nákomnum ættingjum í allri þessari gleði. Þér skuluð einnig reyna að vera svolítið gagnrýninn á sjálfan yður, það mun koma yður að miklu gagni í framtíðinni. Sporðdrekamerkið: Ástamálin munu leika í lyndi í þessari viku. Þér hugsiö oft um ákveðna persónu, sem þér eruð svo að segja hættir að umgangast. Þér skuluð rifja upp gömul kynni við hana. Þér ættuð ekki að stara í blindni á eigin sjónarmið, heldur taka svolítið tillit t.il annarra. Bogrnannsmerkið: Ef þér beitið dálítilli kænsku og notið diplómatshæfileika yðar til hins ýtrasta, ætti framtíðin að bíða yðar björt og fögur. Loforð, sem þér hafið nýlega gefið, mun óneitanlega hafa nokkra erfiðleika í för með sér, en þér skuluð samt ekki brjóta þau. Laugardagur er einkar ánægjulegur. Steingeitarmerkið: Þér ættuð að gæta að því, að ekki er nóg að vera uppfullir af góðum áformum, ef þér framkvæmið þau aldrei. Fjárhags- lega verður þessi vika góð og þér náið settu marki í þeim efnum. Þér getið átt það á hættu að mæta persónu nokk- urri, sem ætlar sér aðeins að draga dár að yður. Vatnsberamerkið: Ef þér sýnið dugnað og þolinmæði í starfi, bíða yðar miklir framtíðarmöguleikar. Margt þeirra manna, sem fæddir eru undir þessu merki, munu finna, að ennþá leynist eldur í ösk- unni og munu þá jafnvel fornar ástir blossa upp að nýju. Bréf, sem þér skrifið í vikunni, munu falla í góðan jarðveg. Fiskmerkið: Látið af þeirri t.rú, að það séuð þér einn, sem eigið í erfið- leikum. Takið heldur hlutunum af gamansemi þeirri, sem yður er eiginleg. Þér munuð lenda í mörgum skemmtilegum sam- kvæmum í þessari viku og þér munuð kynnast ágætis fólki, sem vill yður vel. 21. MARZ - 20. APRlL 21. APRlL - 21. MAl 22. MAl - 21. ÍÚNl 22. fÚNl - 22. rún 23. IÚTJ — 23. AGÚST 24. AGÚSl - 23. SEPT. 24. SEPT. - 23. OKT. 24. OKT. - 22. NOV. 23. NÖV. - 21. DES. 22. DES. - 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR 20. FEBR - 20 MAR2

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.