Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 29
í þessu voru þau truíluð. Lin Nan kom inn til þeirra og rétti Gladys bréf. — Ég tók það með, ég átti leið fram hjá hvort sem var, sagði hann vin- gjarnlega. Gladys reif upp umslagið, tók bréfið úr og las það. Síðan sagði hún von- svikin: — Kristniboðsstöðin álítur að kráin hér eigi enga framtíð fyrir sér eða geti gert neitt gagn. Þeir skrifa að þeir hafi aðeins fallizt á framkvæmd- irnar vegna frú Lawson, sem hafi verið svo lengi í Kína og hafi haft mikla reynslu í starfi sínu. Þeir álíta einnig að ég hafi ekki hæfileika til að halda starfinu áfram ein. Þeir ráðleggja mér að loka kránni, og í þakklætisskyni fyrir mína aðstoð bjóðast þeir til að greiða fyrir mig fargjaldið til Eng- lands Hún leit vonsvikin og hrygg á Lin. — Fyrir þá peninga gæti ég vel haft krána opna áfram. Hvers vegna sýna þeir mér ekki svolítið traust? Nei, það er sama gamla sagan, ég hef ekki rétta hæfileika. Ef Gabríel erkiengill kæmi hingað, væri honum sagt hið sama og honum gefinn farmiði til himna aftur. Ég var bara venjuleg þjónustustúlka heima í Englandi. Það er það, sem að er. Hún var orðin æst, og Lin gat ekki varizt því að brosa, þegar hún hélt enn áfram: — En ég kom hingað, þó að þeir segðu að það væri ekki hægt. Og ég verð hér áfram, þó að þeir segi að það sé ekki hægt! — Ég fer aftur til Shencheng á morgun, sagði Lin. — Ég skal með ánægju sjá um að þér komizt þangað, heilu og höldnu. — Þér getið farið héðan, sagði Gladys ákveðin, — en ég verð kyrr. Hann hristi höfuðið og horfði með meðaumkun á hana. — Það er skiljan- legt að þér séuð reiðar, sagði hann, — en þér verðið að viðurkenna þá stað- reynd að þér getið ekki verið hér áfram. — Hver segir það? sagði hún og horfði ögrandi á hann. — Ég bið kaup- mennina að lána mér. — Það er vonlaust, sagði Lin alvar- lega. — Þér getið hvergi fengið lánað, og þér getið ekki haldið kránni opinni. Þér eigið enga vini og enga peninga, og þér kunnið ekki einu sinni málið al- mennilega. — Þér búið í afskekktu héraði, sem verður miðdepillinn í þeirri ókyrrð, sem yfir vofir og allir búast við. Þetta er ekki yðar land og ekki yðar verk. Þér eruð Evrópubúi. Þér hefðuð aldrei átt að koma til Kína! — Hvernig vogið þér yður að segja þetta, sagði Gladys. — Þér eruð að hálfu leyti Evrópumaður, Lin höfuðs- maður. Hann lokaði augunum um stund eins og hann væri að berjast með sjálfum sér. Síðan sagði hann: — Já. ég er að hálfu leyti Evrópumaður. í yðar heimi gæti ég aldrei átt heima að öllu leyti. Ég valdi Kína, því að hér get ég orðið til gagns. — Það var einnig ástæðan fyrir því að ég kom hingað, greip Gladys fram í fyrir honum. — Vegna þess að mér var ljóst. að hér gat ég gert gagn. Ég ætla mér að vera í Kína eins lengi og ég finn að guð óskar þess. Lin stóð upp og hneigði sig. — Þá ætla ég að vona að guð yðar verndi yður. Þér munuð áreiðanlega fá þörf fyrir það. — Þakka, þakka yður fyrir þessi vin- gjarnlegu orð stamaði hún. Hann leit á hana, og það var eins og honum yrði nú fyrst ljóst, hve mikið vinna hennar þýddi fyrir hana. — Ef ég væri vingjarnlegur, sagði hann lágt, þá mundi ég notfæra mér rétt minn til að skipa yður að fara héðan í burtu. En þar sem ég á ekkert við að frelsa sálir, get ég aðeins óskað yður velgengni í framtíðinni. Ég hef átt tal við mandaríninn um yður, og honum fannst einnig skynsamlegast að þér færuð í burtu. Ég get haft viss áhrif á hann, og nú skal ég biðja hann að að- stoða yður. ef hann getur. Yang hafði verið niðri í þorpinu, og þegar hann kom heim, flýtti hann sér inn til Gladys og sagði ákafur: — Mandaríninn segja, að Lin búinn að biðja hann að hjálpa þér. Þess vegna hann bjóða þér stöðu sem embættis- maður. — Og hvers konar embætti ætli það sé? spurði Gladys og skildi ekki neitt í neinu. -— Það vera fótaeftirlitsmaður. Gladys fór að hlæja. — Hvað í ósköp- unum er það? spurði hún. — Fótaeftirlitsmaður eiga ferðast um héruðin og banna að fólk reyra saman fætur á stúlkum. -— Það er sannarlega verkefni, sem ég fellst á, sagði Gladys áhugasöm. — Og ég get tekið þig með mér, þar til ég hef lært málið. En heldur þú að fólkið hlýði okkur? — Mandaríninn senda hermenn. Þá vill fólkið hlýða. — Og hvað fæ ég svo fyrir þetta? Má ég hafa samband við íbúa hérað- anna og fæ ég borgað fyrir það þar að auki? Ef svo er, verður það mikil hjálp eins og á stendur, Hópur riðandi hermanna kom að hliðinu, sem lá til þorpsins Peh-chu, og á eftir þeim komu þau Gladys og Yang ríðandi á múldýrum. Foringi hermann- anna skipaði íbúum þorpsins að koma niður á torgið, og þeir hlýddu því. En þegar þeir sáu hina ókunnu hvítu konu, urðu þeir hræddir og æstir. Þeir slógu ógnandi að Gladys, og einstaka köstuðu t.il hennar steinum og moldarkögglum, þar til hermennirnir skipuðu þeim að hætta -—- Segðu þeim að þetta séu góð lög, sagði Gladys við Yang. — Segðu kon- unum að það séu einkum þær, sem ég vilji tala váð. Það er glæpur að sjá hve margar af þeim verða að hoppa og haltrast á vansköpuðum fótunum. Yang gerði það. en árangurinn varð aðeins sá, að bæði konur og karlar hrópuðu að þeim ógnandi hæðnisorð- um. Gladys gekk djörf á móti mannfjöld- anum og tókst að lokum, með hjálp hermannanna að fá þögn, svo að hún gat spurt fólkið með aðstoð Yang: ■—- Er ekki einhver móðir hér, sem þykir svo vænt um dóttur sína, að hún vill leyfa mér að taka umbúðirnar af fótum hennar? Það varð þögn, en svo hljóp fram ung kona ,með litla stúlku á hand- leggnum. Hún rétti Gladys hana. Á meðan umbúðirnar voru teknar af stúlkunni, bað Gladys Yang að segja við æst fólkið: — Ef guð vildi að stúlkur hefðu svona hræðilega van- skapaðar fætur, mundi hann láta þær fæðast þannig. Þrátt fyrir aðvaranir hermannanna, spratt eiginmaður ungu konunnar allt í einu fram á torgið og hrópaði: — Gefið mér barnið mitt aftur! Gladys hélt barninu fyrir framan föður þess, svo að hann gæti séð van- skapaðar fætur þess. Um leið og hún rétti honum umbúðirnar, sagði hún: — Ef fætur hennar verða reyrðar aftur, verðið þér að gera það! Og Yang þýddi þetta yfir í kínversku. Maðurinn tók við barni sínu og hvarf, og allt í einu komu fimm eða sex kon- ur með ungar dætur sínar til Gladys og báðu hana að leysa þær undan þess- um hræðilegu fjötrum. Stöðugt bættust fleiri í hópinn, og þegar nokkrir menn reyndu að þvinga konurnar í burtu snerust þær allar saman gegn þeim, og þá létu þeir und- an. Þannig gekk það í hverju þorpinu á fætur öðru. og þó að Gladys væri ljóst, að án aðstoðar hermannanna, hefði henni aldrei tekizt að ná þessum ár- angri var hún glöð og þakklát fyrir, hvað hún gat gert. Jafnskjótt og hún kom aftur til Wangcheng, gerði mandaríninn boð eftir henni Hún flýtti sér til bústað- ar hans og hafði hinn dygga Yang með sér. Hún var hrædd, því að hún vissi ekki, hvað Hsien Chang vildi henni. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.