Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1961, Side 5

Fálkinn - 13.09.1961, Side 5
Hermann von Mittnaeht bar- ón (f. 1825 — d. 1909) var forsætisráðherra í Wúrtem- berg borgarríkinu í Þýzka- landi í 39 ár. Hann var svo hrifinn af eftirnafni sínu, að það er næsta furðulegt hvern- ig hann hefur getað gegnt op- inberum störfum. Eins og kunnugt er, þýðir þýzka orðið „mittnacht11 miðnætti á ís- lenzku. Baróninn var fæddur á miðnætti og krafðist þess að allir mikilvægir fundir væru haldnir um miðnættið. Eftir- lætishund sinn skírði hann Mittnacht, auk þess hélt hann tvo þjóna, sem báru sama nafn og hann sjálfur. Baróninn hélt aðeins verndarhendi yfir þeim verzlunarmönnum, sem hétu þessu sama nafni eða voru a. m. k. fæddir á miðnætti. Hann hélt öllum drengjum, sem áttu að bera nafn hans, undir skírn, alls 118. Árlega fór hann í sumarleyfi til Noregs, lands miðnætursólarinnar, og 'hann arfleiddi þá konu að öllum eignum sínum, sem annað- hvort bar nafnið Mittnacht eða fæddi son á miðnætti sem bæri síðar það nafn. Og eins og til að kóróna þetta allt, geispaði baróninn golunni á miðnætti. Baldvin Halldórsson var á- gætur hagyrðingur norðlenzk- ur. Hann fluttist til Vestur- heims fulltíða maður 1934. Hér á eftir fara nokkrar vísur eft- ir hann: Þegar Baldvin var vinnu- maður í Þverárdal, kvað hann þetta um hund sinn: Á baki þínu bezt mun skína, vinur, ótal myndir upphleyptar af eðallyndi konunnar. Eitt sinn kom hann heim úr smalamennsku og bað hús- freyju að gefa sér að drekka. Hún vísaði honum á bæjar- lækinn. Þá kvað hann: Ósk þá galar andi minn: öllu skal til kosta, þig að ali andskotinn í eilífum kvalaþorsta. Eftir mann, sem fyrirfór sér á annan í jólum kvað Baldvin nokkrar vísur, m. a. þessa: Dómar falla eilífð í öld þó spjalli minna. Gæta allir ættu því eigin galla sinna. Hér fara á eftir tvær vísur úr safni Sigurðar Jónssonar frá Haukagili. Þær eru báðar eftir Þormóð Pálsson frá Njálsstöðum. Bjartsýni: Þegar vaka stef og staka, strengjatak og vor, öll að baki engan saka okkar klakaspor. Iðrun: Eftir sérhvern okkar fund, aftur þyngir muna. Þá er eins og stolin stund stangi samvizkuna. Sd lezti óem Það er ekki svo oft, sem eiginmenn sýna snœrræSi á hœttunnar stund í viðskiptum við eiginkonur sín- ar. Samt ber þetta við öðru hverju. Líklega hefur þó enginn eiginmaður verið jafn fljótur að hugsa og sá, sem nú skal sagt frá: Herra Smith var ofurlítill syndaselur og nágrann- ar hans hafa sennilega viljað kve'ða sterkara að orði. Nótt eina kom hann heim, og hjartað barðist ótt og títt í brjósti hans um leið og hann lœddist upp stigann með skóna sína í hendinni. Samt tókst honum að opna dyrnar á svefnherberginu og loka þeim aftur, án þess að vekja konu sína. Hún stein- svaf að því er virtist, blessunin, og fíngerðar hrot- ur hennar róuðu eiginmanninn talsvert. Hann klœddi sig hljó'ðlaust úr fötunum, en ein- mitt þegar hann var í þann veginn að skríða upp í rúmið, sneri eiginkonan sér við og sagði syfju- lega og með lokuð augu; — Ert það þú, Tryggur? Þá var það, sem andinn kom yfir herra Smith. Hann sleikti útrétta hönd eiginkonu sinnar! wmmrnrn 1. Hverjar eru helztar hinna svonefndu Úralþjóða (finnsk- úgrísku þjóða)? 2. Hver samdi leikritið Pygmalion og hvað heitir söngleik- urinn, sem gerður hefur verið eftir því? 3. Hvað margir bæir hér á landi heita Hlíðarendi? 4. Hver bjó fyrstur til drykkinn Coca cola og hver skírði hann? 5. Hvað heita stjörnurnar, sem stundum eru kallaðar morg- unstjörnur? (Svör bls. 30). eiiari vikui Árið 1893 var farin einhver sú kynlegasta brúðkaupsferð, sem nokkurn tíma hefur verið farin. ítalinn Charlbonnet og ektakvinna hans tóku sér far með loftbelg og ætluðu að njóta hveitibrauðsdaganna og vera nú einu sinni svolítið hátt uppi. Hinn djarfi stjórnandi loftbelgsins hafði einsett sér að fljúga með þau nýgiftu yfir Alpana. En er þau nálguðust Turin, kom eitthvað fyrir loft. belginn og hann steyptist til jarðar. Charlbonnet dó, en kona hans og hinn djarfi stjórnandi lifðu, en voru þó nær dauða en lífi. Hollenzki hljómsveitarstjór- inn Mengelberg heyrði eitt sinn fyrsta verk ungs tónskálds, og var á eftir spuröur, hvernig honum litist á það. „Þetta verk mun verða leikið, þegar tónlist Beethovens og Mozarts er gleymd,“ sagði Mengelberg. Síðan bætti hann við og brosti: „En heldur ekki fyrr." Erlendis tíðkast það, að tvær kvikmyndir séu sýndar hvor á eftir annarri. Þær eru oft auglýstar báðar í einu og stundum getur þetta komið skemmtilega út. Dæmi: Hún var tilleiðanleg og Kjaftasög- urnar flugu um bœinn. — Við viljum eignast bam, og Það gerist um nótt! DDNNÍ íhaldssamur er sá mað- ur, sem er ánægður með ófremdarástandið eins og það er, andstætt hinum róttæka, sem vill nýtt ó- f remdarástand! □E HEYRT

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.