Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1961, Side 18

Fálkinn - 13.09.1961, Side 18
Það er algeng sjón bæði í bæjum og sveitum, að sjá smá- stráka vera að dorga í bæjarlæknum eða á bryggjuhausn- um í þorpinu. Enda þótt aflinn sé rýr og veiðin gangi frem- ur treglega, er jafnan glaðzt yfir litlum feng, því að fáir eru fiskimenn í fyrsta sinn. Þess vegna er mörgum ungum veiðimanni lítill afli, kannski eitt kolakrýli, eða ufsi, urriða- seiði eða bleikjusíli, meira virði en stærðarlax. En brátt vex þessum ungu veiðimönnum fiskur um hrygg, og fyrr en varir eru þeir ef til vill orðnir stórlaxar með vindil í öðru munn- vikinu og geta þá brugðið sér á lax- og silungsveiðar, þegar tóm er til. Að vísu ættu þeir þá að kunna eitthvað fyrir sér til veiði- skapar, því að hvað ungur nemur gamall temur. Og þótt menn séu misjalnlega fisknir, ættu menn að hafa ríkt í huga, að sá stóri sleppur ætíð, svo lengi sem laxveiðar eru stundaðar. Það væri líka lítið púður í veiðum þessum, ef laxinn væri ekki duttlungafullur og dyntóttur og oftast nær torfenginn, því að það eykur ánægjuna og reynir svolítið á þolinmæðina. Hvað er því betra á þessari öld hraða og tækni, en að gleyma tímanum um stund og létta dálítið á áhyggjum hversdagslífsins með því að kasta fyrir lax í góðri veiðiá? f Fálkinn flaug því hraðfari upp að Elliðaám og hugðist hremma lax, eða öllu heldur taka laxveiðimenn tali. Dumb- ungsveður var þennan dag og ekki beinlínis útlit fyrir að við yrðum heppnir, þ. e. a. s. að við hremmdum lax. Er við komum að „bæjarlæknum11, sást varla sála að veiðum, en okk- ur létti stórum, þegar við sáum albrynjaðan veiðimann úti í Neðri Móhyl vera að kasta fyrir þann stóra. Þar var við veiðar Einvarður Hallvarðsson og hafði hann engan fengið. Þarna var með honum Hjálmar Jóhannsson og skiptust þeir á um að veiða. í þeim svifum, sem okkur bar þarna að, var hann að koma út úr veiðikofanum, hress og endurnærður eftir góðan kaffisopa. Heldur voru þeir daufir í dálkinn, þvi að þeir höfðu verið að veiðum frá klukkan þrjú og ekki orðið varir. Hins vegar sögðu þeir nógan fisk í ánni, en hann tæki bara ekki nema endrum og eins. Og þegar við ætluðum að tala svolítið meira við þá, flýttu þeir sér í burtu eins og þeir hefðu séð fjandann sjálfan. Þeir hafa augljóst verið í slæmu skapi yfir fiskleysinu. Nokkru ofar í ánni eða nánar tiltekið í Efri Móhyl var einn að dorga. Kastaði hann línunni anzi laglega, svo að línan náði hér um bil að hinum bakkanum. Þetta var Hörður Guðmundsson. — Góðan dag, er hann tregur í dag? — Heldur er hann það, svaraði Hörður, ég held nú bara, að veiðin hérna í Elliðaánum hafi aldrei verið svona dauf. Það er jafnvel svo að elztu menn muna ekki annað eins. Maðui hefur brugðið sér hingað alltaf annað slagið 1 sumar og það er varla hægt að segja að maður hafi orðið var, Annars ferst mér ekki að kvarta. Ég á frægasta fiskinn hér í sumar. Hann var tólf pund. Það er afar sjaldgæft að veiða hér tólfpundara, því að flest er þetta miðlungsfiskur, sem veiðist í ánni, svona 4 til 5 pund. Og það merkilegasta við þennan fisk var það, að hann tók á silungaflugu nr. 14. Hefur það sjaldan gerzt áður, að lax taki á svo litla flugu. Síðan hef ég þessa flugu alltaf með mér, þegar ég er að renna í á. Hún heitir Black Doctor. Og hann sýndi okkur fluguna í barmi sér. — Fá menn ekki stundum kvef í staðinn fyrir fisk á lax- veiðum? <, — Sumir, en aðrir hafa alkóhól með sér, en við bindindis- menn höfum það nú ekki. Það er annars einkennilegt, að enginn skuli taka í þessum hyl, þeir fengu hérna einn 12 pundara áðan og þykir alveg viðburður. Ég var í Langá um $ daginn og við fengum þá sex á klukkutíma. Við erum oftast saman ég og Halldór Erlendsson. Hann kenndi mér að kasta, enda er hann annálaður kastmeistari. Efri myndin: Tveir laxveiðimenn spjalla saman við Ell- iðaárnar, Einvarður Hallvarðsson og Hjálmar Jóhanns- son. Neðri myndin: Þeir veiðifélagarnir Jónas Guðmunds- son og Stefán Sigmundsson halda á stærsta laxi sum- arsins sem veiðzt hefur í árum á flugu (laxflugu nr. 4).

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.