Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 13.09.1961, Blaðsíða 24
LJÓSIN í Blen'heim höllinni blikuðu þetta nóvemberkvöld og síðbúnir gestir heyrðu veikan óm tónlistar gegnum gol- una á leiðinni gegnum hallargarðinn. Þetta var dálítið fjölskyldu. og vina- boð, sem hertogaynjan af Marlborough hafði efnt til þetta nóvemberkvöld; ó- formlegt til þess að tengdadóttur henn- ar fyndist hún geta dansað — enda þótt hún hefði alls ekki átt að taka þátt í gleðskap sem þessum, þar sem hún var kominn átta mánuði á leið. En tengdadóttirin, Jennie, var ákveð- in í því að láta hvorki líkamlegt ástand sitt eða aristókratíska ættingja sína koma í veg fyrir, að hún gæti notið ánægjustundar . . . hins vegar gerði barn- ið það. Náföl og óttaslegin leit hún í kring- um sig, og hún fór úr danssalnum eins hljóðlega og unnt var í fylgt með tveim- ur konum, sem strax höfðu gert sér grein fyrir hvað um var að vera, en her- togaynjan horfði á eftir henni og var hörkuleg á svip. Hún studdist við einhvern allan þenn- an langa, langa gang. Þjónustustúlka þrýsti sér óttaslegin upp að veggnum, er þær komu inn í bókaherbergið — lengsta herbergi á öllu Englandi. Jennie vissi, að hún myndi aldrei kom- ast til herbergja sinna — þangað var allt of langur gangur. ,,Það er enginn tími til þess,“ sagði hún. „Við verðum að finna einhvern stað strax!“ Hinar konurnar litu framan í hana eitt augnablik og sáu strax, að hún hafði rétt fyrir sér. Þær studdu hana eins varlega og þær gátu inn í næsta herbergi, sem tekið hafði verið frá fyrir einhverjar þeirra aðalskvenna, sem voru gestir hertogaynjunnar þetta kvöld. Þjónustan flýtti sér að tína saman loðkragana, pelsana og fjaðrahattana og fjarlægja úr herberginu. Og því næst öllum til skelfingar og tengdamóður Jennie til mikillar gremju, skreiddist þessi óþolinmóði sonur Jennie í heiminn á svona líka hræðlega óheppilegum tíma. Daginn eftir var hringt kirkjuklukk- um og bjöllum í Woodstoek-þorpinu til þess að bjóða hann velkominn. Jennie heyrði hljóminn inn um glugg- ann hjá sér þar sem hún lá í rúmi sínu og hvíldist með dálítinn hrínandi bögg- ul í handarkrika sínum. Nafn bans var miklu stærra en hann sjálfur — Winston Leonard Spencer Churchill. Og það var hann, sem reit um móður sína þau orð, er lýsa henni bezt: „Móðir mín virtist mér sem ævintýra- prinsessa: gimsteinn svo óendanlega auðugur og dýrðlegur ... hún skein við mér sem kvöldstjarnan." „JENNIE — ÞAÐ ER YNDISLEGT nafn“. Var kvöldstjarnan ef til vill á lofti nóttina árið 1851, er Jennie var sjálf borin í þennan heim? Leonard Jerome var á heimleið. Það var seint um kvöld, stræti New York voru kyrrlát og á göngunni blístraði hann óperuaríu, sem hann hafði 'hlustað á þetta kvöld. Jenny Lind. Hann var að hugsa um sýninguna og þessi björtu, yndislegu augu, sem höfðu þakkað honum blóm- vöndinn, — er hann gekk fyrir hornið á Henry Street — og hann sá strax hve allt húsið hans var uppljómað. Hann tók á sprett niður götuna, upp tröpp- urnar og inn. „Læknir, er það konan mín?“ „Jerome — mér þykir vænt um, að þér skylduð loksins koma! Konan yð- ar veiktist aðeins einum eða tveimur dögum áður en við gerðum ráð fyrir, en allt fór vel — þér skuluð ekki trufla frú Jerome núna ..En Leonard var horfinn. Hann gekk hljóðlega yfir herbergið að rúmj eiginkonu sinnar. Clara Jerome sneri höfðinu. Heitt tár féll á handar- bak Leonards, er hún lagði það við kinn sér. „Barnið — það er ekki drengur. Mig langaði svo mikið til þess að eignast dreng . . .“ Hann huggaði hana með kossi og sneri sér við, er barnfóstran kom inn, og bar reifastranga mikinn. Hann gægðist nið- ur í pakkann og strauk barninu um kinn- ina með vísifingri. Hann heyrði enn'þá fyrir sér rödd Jenny Lind og sagði hálfhátt og eins og utan við sig: „Jennie, það er yndislegt nafn.“ Svo var hún alltaf kölluð Jennie og enda þótt hún væri skírð Jeanette, virt- ist það nafn ekki fara henni eins vel og „Jennie“. Árið eftir lagði Jennie litla land undir fót og fór frá Ameríku. Jerome var út- nefndur ræðismaður í Trieste og öll fjöl- skyldan fór til Evrópu. Það var yndisfagur garður í kringum ,,villuna“, sem þau settust að í, og þar gátu Jennie litla og Clara eldri systir hennar verið úti liðlangan daginn. Hún lærði að tala — ítölsku og talaði næst- um enga ensku fyrr en hún var orðin HIÐ ÆVINTÝRALEGA LÍF MÓÐUR CHURCHILLS 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.