Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1961, Side 29

Fálkinn - 13.09.1961, Side 29
þegar ég .... þegar ég var veik, sagði hún. — Það hafið þér kannski heyrt? Það hefur kannske verið óþægileg til- hugsun fyrir yður? Hann leit rólegur í augu hennar. — Nei, svo sannarlega ekki, frú Bronn, svaraði hann, og rödd hans lýsti sama innileikanum og svipur hans. — Það þykir mér vænt um að heyra, andvarpaði Charlotte, — heima keppast þau öll við að reyna að hylma yfir þá óhrekjanlegu staðreynd, að ég hafi ver- ið á geðveikrahæli. Ég hef verið að hugsa um, hvað þau eiginlega hafa hugs- að um mig, hr. Diamond? — Þér eruð alls ekki eins og ég hafði búizt við, svaraði hann einlæglega. — Ég hafði ímyndað mér yður eitthvað líkt og Joan og frú Winthrop, þó að ég vissi að hún væri aðeins stjúpmóðir yðar. — Móðir mín var allt öðruvísi, sagði Charlotte lágt. — Hún var lítil og grönn og .... og mjög falleg. Hún dó rétt eftir að ég varð átta ára. Hún lokaði augunum andartak, henni tók alltaf sárt að hugsa til móður sinn- ar. Hún minntist hennar í rauninni að- eins óljóst. Ætlaði hún aldrei að losna við þessa einmanakennd, sem aftur var farin að ná tökum á henni? — Þér eruð fyrsta manneskjan, sem ég hef reglulega talað við, sagði hún fljótmælt, til að hugsa um eitthvað ann- að. — Það er að segja fyrsta ókunnuga manneskjan. Það er hlutur, sem ég hef kviðið svo fyrir, en nú geri ég það ekki lengur. Hinn ungi og alvörugefni háskóla- kennari var í rauninni sá eini af þeim, sem Charlotte umgekkst, sem hafði feng- ið hana til að finnast hún vera heil- brigð aftur. Henni varð samtímis ljóst, að hann dáði hana og fannst hún vera aum og falleg, og það var henni dá- samlega mikils virði, einmitt á þeim tíma, þegar enginn annar virtist sækj- ast eftir henni. Að minnsta kosti gerði Arnold það ekki. Eftir því sem tíminn leið, sá hún eiginmann sinn æ sjaldnar. í stað þess að nálgast hana, breikkaði hann heldur bilið á milli þeirra, og það særði hana óbærilega. Dag nokkurn, þegar hún vissi að hann átti ekki að halda neinn fyrirlestur, bað hún hann að afturkalla heimboð nokkurt og vera heima hjá sér. Hún hafði farið í nýjan kjól, til að gleðja hann. — Það er því miður ekki hægt, sagði hann þurrlega. — Gerir þú þér ljóst, að við höfum ekki verið ein saman eitt andartak, síð- an ég kom heim? spurði hún. — Mér finnst ég vera í fangelsi. Ég geng um húsið, ég fer í gönguferð, ég bíð eftir að þú komir heim. Ég bíð eftir að verða heilbrigð. Ég bið, bíð og bíð. Ég verð aldrei heilbrigð aftur, Arnold, ef ég á að einangra mig svona frá um- heiminum. (Framh. í nœsta blaði). > * * * Wi 1 * * * & * & * * <{X w & > * * * > $ % * Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl). Það lítur út fyrir að þér verðið mjög heppin í þessari viku í öllu, sem snertir fjármál. Hins vegar skuluð þér ekki gleyma, að sparnaður er upphaf auðs og þér ættuð því að reyna að fara svolítið skynsamlega með fé og tefla ekki á tvær hættur í fjármálunum. Laugardagur verður ef til vill gleðiríkur. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí). Kímnigáfa yðar ætti að hjálpa yður til þess að yfirstíga ýmsa örðugleika, sem hafa angrað yður upp á síðkastiö. Stjörnurnar segja, að það muni reyna mikið á þolinmæði foreldra, sem eiga stálpuð börn, en vandræði þessi munu ef til vill leysast af sjálfu sér. Þér munduð að öllum lík- indum lenda í skemmtilegu ástarævintýri á föstudag. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní). Þér munuð eiga annríkt í vikunni og þér skuluð kapp- kosta að vinna vel, því að máski hækkið þér í tign. Annars skuluð þér ekkert verða hræddir við að taka yður hvíld, ef þér þreytist um of. Óvæntir atburðir á laugardag munu gleðja yður og hryggja í senn. Krabbamerkið (22. júni — 22. júlí). Þér lát.ið aðra hafa allt of mikil áhrif á gerðir yðar, reynið því að vera svolítið sjálfstæðir og gera það, sem yður finnst réttast. Þessi vika mun annars vera full af rómantík og smáástarævintýrum, en varast skuluð þér háa dökkklædda veru, sem mun reyna að draga yður á tálar. Ljónsmerkið (23. júlí — 23. ágúst). Það er greinilegt, að þér eruð allt. of hrokafullir gagnvart þeim, sem lægra eru settir. Þér ættuð þess vegna að venja yðar af þessum ósið, því að steigurlæti eru jafnan einkenni heimskra mannua, og það er sízt hægt að segja um yður. Bréf frá gömlum vini mun setja yður úr jafnvægi. Jómfrúarmerkið (21+. ágúst — 23. sept.). Með því að umgangast meira ungt og kátt fólk, mun skap yðar batna og allt mun leika í ljúfasta lyndi um stund. J þessari viku gefst yður gott tækifæri til þess að sinna ætt- ingjum yðar og vinum, sem mest hafa orðið fyrir barðinu á hinu fúla skapi yðar undanfarið. Vogarskálarmerkið (21+. sept. — 23. okt.). Margt fólk mun síðar álíta, að þessi yika hafi verið einna ánægjulegust, það sem af er árinu. Öll áform yðar munu heppnast, svo framarlega sem þau geta heppnazt, því að mörg þeirra eru ekkert annað en loftkastalar, sem menn munu draga dár að og hlæja mikið á yðar kostnað. SporðdrekamerJcið (21+. okt. — 22. nóv.). í þessari viku munu nokkrir vina yðar og kunningja koma til yðar og leita ráða hjá yður. Þér eruð í vanda staddir hvað gjöra skal í þeim málum, svo að vinum yðar verði í hag. Þess vegna skuluð þér reyna að leiða þessi mál hjá yður af lagni og festu. Happatala yðar er 787. Bogmannsmerkið (23. nóv. — 21. des.). Persónur nokkrar, sem tengdar eru yður ýmsum böndum, munu breyta nokkuð áformum, sem snerta yður og yðar framtíð og það mun setja vður úr jafnvægi um hríð. Þér skuluð samt ekki láta þetta fá á yður, heldur reyna að taka þessu með jafnaðargeði. Föstudagur er einkar skemmtilegur. Steingeitarmerkið (22. des. — 20. jan.). Þér ættuð ekki að vanrækja skyldur yðar í þessari viku, því að það ríður á að þér vinnið sem bezt, enda hafið þér um allt of langt. skeið látið skeika að sköpuðu hvað starf yðar snertir. Ennfremur ættuð þér að gæta þess að vera svolít.ið alúðlegur við gamlan ættingja, það mun borga sig. Vatnsberamerkið (21. jan. — 19. febr.). Þessa dagana mun margt skringilegt og kyndugt koma fyrir yður og mikilla breyt.inga á högum yðar er að vænta. En þér ættuð samt að reyna að framkvæma áform þau, sem þér ráð- gerðuð nýlega, einnig skuluð þér efna loforð þau, sem þér hafið gefið góðum vini. Umfram allt látið það ekki sitja á hakanum. Fiskmerkið (20. febr. —20. marz). Þessi vika er full af gleði og óvæntri ánægju, sem mun lífga upp þá tilveru, er þér lifið nú í. Þér munuð fá skemmtilegt bréf frá vini yðar erlendis. Hins vegar verðið þér að fara var- lega með heilsuna og hætta yður ekki neitt., sem getur eyði- lagt hana. Gleðilegur afmælisdagur er 19. marz FALKINN 29 +☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*★*☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆¥☆¥☆*☆¥☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*☆*#

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.