Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1962, Page 4

Fálkinn - 13.05.1962, Page 4
Um klukkan tólf á miðnætti voru úrslit kunngerð. Sigurður Magn- ússon fulltrúi lýsti úrslitum fyrir hönd dómnefndar. Fegurðardrottn- ing fslands var kjörin Guðrún Bjarnadóttir. Hlaut hún titilinn „Ungfrú fsland 1962“ og að verð- Iaunum þátttöku í alheimsfeg- urðarsamkeppninni á Langasandi. Númer tvö í keppninni varð Anna Geirsdóttir, hlaut hún^, titilinn, „Ungfrú Reykjavíkur 1962“ og þátttöku í Miss Unverse keppn- inni. Þriðja varð Líney Friðfinns- dóttir og hlaut hún að verðlaunum þátttöku í Miss Europe keppninni. sem haldin er í Beirut. Þessar stúlkur lilutu einnig ágæt auka- verðlaun. Fjórða varð Rannveig Ólafsdóttir og hlaut hún að verð- launum ferð á Miss World keppn- ina, sem haldin er í London. — Fimmtu verðlaun hlaut Auður Aradóttir. Var það vandað gullúr frá Magnúsi Baldvinssyni. Sjöttu verðlaun hlaut Guðný Á. Björns- dóttir. Voru þau dragt frá Káp- unni. Er úrslit höfðu verið kunn- gerð, krýndi Sirrý Geirs, Ungfrú ísland 1962 við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Að krýningunni lok- inni gengu stúlkurnar inn eftir salnum í Næturklúbbnum og upp stigann. Var fegurðardrottningin fremst og allar höfðu stúlkurnar fengið fagra blómvendi að gjöf. Sigríður Geirsdóttir, fegurðar- drottning fslands 1960, krýnir systur sína, Önnu Geirsdóttir, sem Ungfrú Reykjavíkur 1962. Anna Geirsdóttir var númer tvö í feg- urðarkeppninni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.