Stúdentablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 6
6
APRÍL 1997
STÚÐENTABLAÐIÐ
stjörnur
ekki mátt minnast á það að Vigdís
X-forseti, sérlegur vemdari íslensks
máls, hefír ekki í tuttugu ár komið
frá sér setningu sem inniheldur
minna en 30% kaupauka af hik-
hljóðum, svo sem i-um. Ekki að
það skipti neinu máli í sjálfu sér
nema fyrir það eitt að það má ekki
segja það. Rétt eins og ég, sem
gagnkynhneigður karlmaður, má
ekki segja að mér finnist Claudia
Schiffer ekki sexý. Ef ég geri það,
þá er eitthvað að hjá mér. Ef ég vil
ekki vera sápustykki þá verð ég að
eiga það við sjálfan mig. Það getur
augljóslega valdið manni miklum
sáiarkvölum því hver vill ekki vera
sápustykki?(Þeir sem ekki horfa á
auglýsingar verða að sætta sig við
að geta ekki tengt sig við sápu-
stykkisdæmið) Eða síhoppandi hálf-
viti með græna topphúfu? Nefnið
mér einn krakka sem ekki er búinn
að kokgleypa þessari vitleysu og ég
skal snarlega taka gleði mína aftur
og endumýja trú mína á þetta græn-
japlandi, verðandi fyrirmyndarríki
sem ég bý í. En þó svo ég viti að sá
krakki er til, þá er ég ekki svo viss
um að hann komi nokkum tímann
til að viðurkenna það. Nema maður
spilli honum með því að mæta með
nammi á..„ segjum þriðjudegi.B
Stefán Baldur Árnason, bókmennta-
fræðinemi og dyravörður
frægar manneskjur
Mér er illa við frægt
fólk og þess vegna á ég líka
svo erfitt með að muna eftir
því. Ég reyni að taka ekki eftir
því og þurrka út allt sem minnir
á það. Reyndar á
þetta fyrst og ffernst
við um ákveðna teg-
und frægs fólks. Þá
sem standa fýrir allt það
sem maður á sjálfur að
vera en er ekki og vill
ekki vera. Þorgrímur
Þráinsson er einn þeirra.
Hann er búinn að vera á
eftir mér í allt of mörg
ár. Núna síðast sem ein-
lægur, svarinn Stefan Baldur
og skipaður
(ó)vinur minn og allra hinna sem
teljast til þeirra sem reykja og finnst
það gott (30% þjóðarinnar). Og
hann er bara einn af mörgum...
Þorgrímur Þráinsson varð frægur
fyrir sömu hlutina og Jesú; mann-
kærleika og óendanlegan vilja til að
láta gott af sér leiða. Hann hefír á
sambærilegan hátt og JK einbeitt sér
að því að dreifa boðskap náunga-
kærleika, væntumþykju, ósérhh'fni
og líkamlegs bræðralags, allt frá því
að hann komst til manns þ.e. hætti í
fótboltanum (reyndar telst það vera
nokkuð afdráttarlaust þroskamerki í
mínum augum). I fyrstu heijaði
hann á lítilmagnann í samfélaginu,
bömin, með góðum árangri. Undir
formerkjum í heilbrigðis tókst hon-
um að höfða til þeirra sem gefa
bama- og unglingabækur og öðlað-
ist þannig frekari frægð á vafasöm-
um forsendum. Böm em nefnilega
ekki eins líkleg til að skila bókum
og fullorðnir. Sér í lagi þar sem þær
voru flestar gefnar
af „góðviljuðum"
öfum og ömmum
sem héldu virkilega
að þau væm að gefa
eitthvað af viti. Sök
sér ef þetta minnti
ekki einum of á
heilaþvott. Ég
meina, heilar kyn-
slóðir hafa alist upp
við það að það sé
eðlilegt að strákar
séu ljóshærðir,
myndarlegir og
labbi alla daga um
með íþróttatöskur
eins og þeir hafi
gaman að því. (Það
minnir mig á að Eð-
varð Þór Ingólfsson
er ekki heldur í
miklu uppáhaldi hjá
mér). Líklega stafar
það af því að í hans
heimi, sem átti að
vera minn, telst það
eðlilegt að 16 ára
krakkar flytji saman
í fbúð og að kveldi
fyrsta dags láti þau
sér nægja að kyssa hvort annað á
kinnina, velta sér á hliðina og hugsa
um hvað þau séu þreytt og sæl.
Komm on, þetta gengur þvert á
hormónaflæðið sem var allt í öllu
hjá manni og maður saknar jafnvel
á ákveðnum stundum. (Reyndar
væri ég ekki til í að lenda aftur í því
að vera boðaður upp á töflu á við-
kvæmri stundu, en það var líka dá-
lítið spes...).
En aftur að þessu með Þorgrím.
Ég hefí ekkert á móti manninum,
persónulega. Nema þá helst að hann
skuli vera til. Þetta er í raun ekkert
spuming um hvort ég kunni vel
við Þorgrím, heldur Fræga
Manninn sem heitir líka Þor-
grímur. Alla vega er þetta
maður sem ég vil ekki hitta
úti í búð. í fyrsta lagi af því
að hann er svo mikið nafn að
ég myndi líklega ekki þekkja
hann og gæti þess vegna ekki
bölvað honum fyrir að
vera til. í öðru lagi af því
að mig myndi langa til að
hoppa á hann, fella hann
og hoppa á honum en
maður gerir víst ekki svo-
leiðis nema í vinnunni. I
þriðja lagi vildi ég ekki
Árnason iútta hann úti í búð því
ég held að inn-
kaupakarfan mín þoli ekki augna-
tillit hreins heilbrigðis. Ég ímynda
mér aðstæður líkar lokasenum í
vampýru-myndum: Snakkið hörfar
út í hom og hamborgarasósan leys-
ist upp með orgum og óhljóðum.
Ég veit upp á mig sökina og ég vil
ekkert láta minna mig á hana. Ég er
sáttur við það að rotna ekki þegar
ég dey því mér fínnast ávaxtagraut-
ar, sem geta staðið óskemmdir vik-
um saman, góðir.
Og þetta er kjaminn hvað varðar
frægt fólk eins og Þorgrím: Það læt-
ur öðm fólki líða illa. Þess vegna
reynir maður að hugsa sem minnst
um það og jafnvel að gleyma tilvist
þess. í mínu tilviki neita ég að um
e.k. bjagaða afbrýðisemi sé að ræða.
(Guð forði mér ffá því að vilja vera
Þorgrímur Þráinsson.) Mig langar
ekki neitt til að líkjast honum en
það er búið að setja hann á stall
með merkimiðanum: „Ég er fyrir-
myndin þín“. Mig langar ekkert til
að vera hann, en ég
á að vera hann.
Samfélagið sem ég
bý í er búið að upp-
hefja hann sem per-
sónugerving heil-
brigðis: Hin
sammannlega gulrót
sem við eigum öll
að elta. (Hann er rit-
færi Andinn við
hliðina á Skeving-
álfinum og Höfða-
tölukúrfunni, sem
saman mynda heil-
aga þrenningu ís-
lenska fyrirmyndar-
ríkisins (sjá
Nostradamus).
'Sögulega sést svo
samanburðurinn við
kristnina og Hina út-
völdu enn betur er
menn ímynda sér
Ingólf Amarson sem
Móse: Manninn sem
leiddi hina æðislegu
yfir hafið). Og þar
sem ég telst til þessa
samfélags hlýt ég að
eiga einhvem þátt í
þessu (á hvaða fylleríi er mér löngu
horfið úr minni) svo ég verð að
samþykkja hann og allt sem hann
stendur fyrir. Þar með beinist krísan
öll að sjálfum mér. Ég get í raun
ekkert verið að setja mig á móti
honum; ég bjó hann til. Auk þess
sem það fylgir með pakkanum að
maður má ekki og getur ekki verið á
móti því sem er Gott, með stóru gé-
i. Hið samfélagslega samþykkta er
samþykkt einróma. Ef maður hefir
einhveijar þær skoðanir sem ganga
gegn frægðarmyndinni er maður
abbó eða illkvittinn. Þannig hefir
FERMlHGARHlfMD
___MAMAÐARIHS
Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir er fermingarbarn mánaðarins „Það er mér mikil ánægja að
fá tilefni til að setjast niður og hugsa um ferminguna mina vorið 1963 fyrir Stúdentablaðið. Ekki
síst vegna þess að ég er nú að undirbúa fermingu dóttur minnar og er því að fara í gegnum
fermingarferlið, þó með öðrum hætti sé.
Nú fyrir skömmu var gerð könnun á viðhorfum fermingarbarna og þá þótti helst koma á óvart
hve hátíðlega unga fólkið litur á ferminguna. Unga fólkið virðist hafa áhuga á trúnni og trúarat-
höfninni sem slíkri, þó að ýmsir telji að það séu fyrst og fremst gjafirnar sem freistuðu. Þetta
var einmitt tilfinning sem ég hafði þegar ég fermdist. Mér fannst þetta trúarlega og menningar-
lega mikilvægur viðburður enda búin að vera í stifri fermingarfræðslu hjá séra Birni Jónssyni,
þá sóknarpresti í Keflavík. Þó að hin ytri umgjörð hafi ef til vill ekki verið eins fyrirferðarmikil árið
1963 og nú, var umræðan um fermingargjafirnar sem allt að því skyggðu á athöfnina sjálfa, í
hávegum.
Það er fróðlegt að hugsa til baka um það hvernig ég sem óharðnaður unglingur, sem jafn-
framt var að heyja mína sjálfstæðisbaráttu gagnvart foreldrum mínum, bar mig við að velja
fermingarfötin. Það kom ekki til greina að hnýsast of grannt í það hvernig kjól og kápu vinkon-
urnar ætluðu að fá sér, þvi að ég vildi velja mín föt á sjálfstæðan hátt. Nauðsynlegt var þó að
bíða eftir að hinar eiginlegu fermingarkápur kæmu í búðirnar og af einhverri ástæðu kom að-
eins til greina að vera í hvitum eða mjög Ijósum kjól. Kjóllinn var saumaður hjá saumakonu eft-
ir sniði sem ég valdi sjálf. Hann var tviskiptur með felldu pilsi og skórnir voru hvítir sléttir með
örlitlum „háhæl". Fermingarkápan þótti sjálfsögð og ég valdi mér grænköflótta ullarkápu með
skinnkraga. Dóttur minni fannst einnig mikilvægt að velja sinn kjól sjálf, en munurinn er sá að
það er mikið úrval af tilbúnum fermingarkjólum í búðunum og ekki tilheyrir lengur að kaupa sér-
staka fermingarkápu. Skórnir eiga helst að vera klossaðir með þykkum botnum og háum hæl-
um.
Það þótti sjálfsagt í mínu umdæmi að fá úr í fermingargjöf frá foreldrum og það var mikill höf-
uðverkur að velja það. Fyrir valinu var fínlegt gullspangarúr með örlítilli skífu. Síðar kom í Ijós að
ein besta vinkona mín fékk alveg eins úr, en það fannst mér allt í lagi þegar á reyndi. Hjá dótt-
ur minni og vinkonum hennar eru ný húsgögn eða hljómflutningstæki efst á blaði. Að öðru leyti
virðast fermingargjafirnar líkar, til dæmis, viðleguútbúnaður, skartgripir og bækur.
Fermingin er merkilegur viðburður i lífi hvers einstaklings, og mér fannst hún í alla staði
ánægjuleg. Þó að fermingin sé fullsnemma til að geta talist innvígsla í líf hinna fullorðnu, þá
skerpir hún skilin á milli þess að vera barn og unglingur. Að mínu mati er fermingin mikilvæg
bæði menningarlega og trúarlega hvort sem ég lit á málið sem uppeldissálfræðingur eða al-
þingísmaður. Fólk þarf bara að kunha sér hóf og íhuga hvað um er að vera. ■