Stúdentablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 23
APRÍL 1997
23
STÖDENTABLÁÐIÐ
út&suður
Sara Stefánsdóttir
skrifar frá London
Jæja, ætli það sé ekki best að
koma einhverju af þessu á blað.
Málið er bara að mér vefst satt best
að segja fingur um fjöður og tunga
um tönn við að velja einhveija eina
sögu.
Ég gæti svo sem sagt frá
MR.SHANGA, indverska leigusal-
anum mínum, sem gengur um í
marglitum krep íþróttagalla og Nike
strigaskóm með gullkeðjur um háls-
inn og túrban á höfðinu. Eða, Tao
litla víetnamska vini mínum í ný-
lenduvönibúðinni héma í götunni,
sem vill allt fyrir alla gera. Hann er
búinn að láta prenta nafnspjald fyrir
búðina sína svo að viðskiptavinir
geti hringt inn og pantað, spjallað,
fengið heimsent eða þá sjaldan
kvartað yfir hverju svo sem þeim
liggur á hjarta. Nú eða japanska
stelpan sem leigir héma líka en yrð-
ir ekki á nokkum mann heldur skil-
ur eftir sig miða þegar hún finnur
hjá sér tjáningarþörf.
Eldhús. Dœmi: However thatfitl-
hy person how not throw in these
dustbin the rubbis should clean
those floor. That are disgusting.
Hironii
Ég gæti jafnvel sagt frá tyrknesk-
um „leigubflstjórum“, götuhandtök-
um héma á hominu, dvergafjöl-
skyldunni í þvottahúsinu, ólögleg-
um næturklúbbum í Brixton eða
innrás Neo-Tokyo til Vesturlanda.
Hér spretta upp japanskar leigu og
atvinnumiðlanir eins og gorkúlur og
fyrirtæki hér, hvers eðlis sem þau
svo em, sjá sér ekki annað fært en
að auglýsa grimmt eftir japönsku-
mælandi starfsfólki. Orðaforði jap-
ana einskorðast í meirihluta nefni-
lega við „Kapúsjínó" og mest lítið
annað. Þetta getur orðið svolítið
snúið ástundum.
En þá að litlu sögunni minni. Ég
hef ekki getað séð atvinnuauglýs-
ingar í friði héma, þrátt fyrir að vera
í minni fínu föstu vinnu í drykkjar-
bransanum. Nú þegar hef ég farið í
nokkur viðtöl, sem hafa reyndar
verið misgrunsamleg. Eitt get ég þó
fullyrt, hér era óhugnanlega mörg
húsáklæðningarfyrirtæki án starfs-
fólks. Maður skal ekki segja!!?
En í staðinn fyrir að vinna hjá
húsáklæningarfyrirtæki ákvað ég að
fara að „höstla“ uppi á Oxford
stræti.
Ég kom inn á frekar slöpppum
degi. Ekki mikil umferð, þannig að
maður þurfti beinKnis að ráðast á
fólk til að ná einhverri athygli. Það
var einstaka sem gaf sig á tal við
mig að fyrra bragði.
Ég segi ekki að það sé fyrir hvem
sem er að höstla en þegar upp er
staðið er þetta meira og minna
áreynslulaust.
Þetta komst upp í vana eftir
nokkrar skorpur og er í rauninni
bara frekar auðvelt þegar maður nær
réttum tökum á þessu og veit hvað
maður er að gera.
Svo er fyrirkomulagið líka ágætt.
Vinna í klukkutíma, frí í klukku-
tíma. Þannig kemur alltaf smá stund
milli stríða, smá stund með sjálfri
þér inna á milli. Og á endanum
stendurðu svo uppi með vasa fulla
af peningum fyrir vinnu sem þú
vannst í rauninni bara með annam
hendi.
Þetta litla „höstl“ snýst annars um
það að fara út á götu með auglýs-
ingableðlinga og vekja athygli á
þriggja tíma útsölu „Bara í dag“.
Haugalygi náttúralega þar sem þetta
er í raun lítið rasluppboð og starf-
rækt daglega.
Allavega, þama úti á götu gargar
maður af sér höfuðið og stekkur á
vænlega viðskiptavini, talar þá í kaf
með allskonar óumbeðnum útskýr-
ingum á góðum kaupum og tilboð-
um á hverskyns græjum og tækjum.
Viðskiptavinurinn fær eðlilega eng-
an tíma tfl að tjá sig neitt frekar um
þetta heldur taka við spumingar af
minni hálfu um hvaðan fólk sé,
hvað það er að gera í London.
Hvemig því líkar o.s.frv. Meðan á
öllu þessu stendur er fólk þannig
„afvegaleitt" inn á uppboðið og ég
fæ stig í kladdann hjá dyraverðinum
stig sem breytast að lokum í pen-
inga. Svona ná þeir inn viðskipta-
vinum, þ.e.a.s. ferðamönnum, ný-
komnum eða úthverfalýð sem fer
sjaldan eða aldrei í bæinn. Enginn
heilvita breti eða þeir sem hafa búið
hér í lengri tíma myndi láta plata sig
þama inn. Þetta er alræmd búlla,
þekkt fyrir svik og pretti. Nú áður
en fólk veit hvaðan á sig stendur
veðrið er hurðinni svo skellt í lás og
uppboðið hefst. Hver og einn fær
spjald með númeri og það er byijað
að bjóða. Nokkrir starfsmenn bland-
ast náttúralega inn í hópinn og æsa
lýðinn upp og á endanum situr fólk
uppi kafijótt og sveitt í framna með
fangið fullt af gagnslausum raf-
tækjadrasli sem á aldrei eftir að
koma til með að virka.
Bakslagið í þessu er að samvisk-
an manns gatast nokkuð fljótt í
þessu. Ég stóð mig að því að verða
bara töluvert æst ef ég næði ekki
inn kúnnum í einhverri skorpunni.
Það þýddi svo aftur enginn stig
fldaddann sem þýddi svo enn og
aftur enginn peningur í vasann.
En annað heldur ógeðfelldara var
að það er ekki sama hver kúnninn
er. Þennan dag upplifði ég kynþátta-
fordóma í praxis. Það vora sem sagt
fjórar algildar reglur. Það vora sem
sagt fjórar algildar reglur. Það var
bannað að koma með fólk undir
tugtugu (engir peningar), bakpoka-
ferðalanga (blankir), svarta (gagn-
rýnir og blankir) og fólk frá karab-
íska hafinu (of mikill hávaði í þeim
og ofmargar spumingar, það era þau
sem eyðileggja uppboðsfyrrikomu-
lagið) Þennan dag bættust svo við
Þjóðveijar og feitir á bannlistann,
sem engar útskýringar vora gefnar
á. Bannlistinn fór nefnilega meira
og minna eftir dyntum í dyraverðin-
um sem merkti reyndar líka inn
stigin. Ótrúlegt en satt. Maður hefði
haldið að bröskuram og opinberam
þjófum væri nú nolck sama hvaðan
peningamir kæmu. En það var ekki
fyrir því að fara.
Ég gerði þetta í einn dag í blank-
heitum og stóð upp með 5000 kall
fyrir fjögurra tíma vinnu. 5000 kall
sem kom sér alveg ágætlega eftir að
ég reyndi að gleyma hvemig ég
hafði unnið fyrir honum. Þetta er
illa en skjótfenginn gróði. En ég gat
ekki séð neitt að því í einn dag í
fíflaskap að standa úti á götu með
auglýsingamar í annarri hendi. Að
draga ginkeypta sakleysingja með
hinni inn á eitthvað braskuppboð
þar sem fólk gat svo bara séð um
sig sjálft. Meira kom mér hreinlega
ekki við...þannig...B