Stúdentablaðið - 01.04.1997, Page 10
10
APRÍL 1997
STUDEKTABLAÐIÐ
p i s t i I
Huldar Breiðfjörð fór í sígarettupásu. Prófaði svo að vera allt annar maður.
Og endaði á ísafirði. Sem allt annar maður.
Það hvíslaði
því að mér lítill fugl.
Svo dó hann
Ég var staddur í upphafi
þessarar greinar þegar
frægi litli fuglinn flaug af
allt annarri grein og hvísl-
aði í eyrað á mér, „Það er súrefnis-
veggur á ísafirði." En þegar ég ætl-
aði að biðja hann að vera aðeins ná-
kvæmari flæktist hann í þessari
grein og vængbrotnaði. Og bakvið
þessa setningu liggur hann dauður.
Þetta var einn af þessum ósköp
venjulegu vetrardögum 1997 og það
var snjókoma skafrenningur rigning
rok og meiri snjór. Og ég huggaði
mig við að fuglinn hefði líklega
drepist fljótlega úr kulda eða hungri
hvort sem er þó hann hefði ekki
flækst í þessari grein sem þú ert að
lesa núna.
Auðvitað óttaðist ég að
það yrði minna að frétta í
framtíðinni eða það yrði
alveg jafn mikið að frétta
en fólk frétti það ekki, því frægi litli
hvíslandi fuglinn væri dauður. En þá
gekk ég niður í bæ, framhjá
Amazon, og ég sá snjótittlinga og
starra og gæsir og endur. Og ég
hugsaði með mér að það væri
kannski í lagi þó hún hefði drepist
þessi litla fræga fiðraða kjaftatífa.
Því það væri nóg af fuglum og enn
meiri fuglum hvort sem er. Loksins
skildi ég hvað fólk á við þegar það
talar um að fiskisagan fljúgi.
Enda virtist fólkið á há-
skólalóðinni hafa nóg til
að tala um þó fuglinn væri
dauður. Eða kannski var
það bara að spjalla um eitthvað sem
hann hafði hvíslað að því áður eða,
eitthvað. í reykpásu við aðalbygg-
ingu heyrði ég strák segja frá því að
hann hefði verið að raka sig um
morguninn þegar rafmagnið hefði
farið af og vélin fests í skegginu.
Tuttugu mínútum áður en hann átti
að mæta í próf. Hann sagði að fyrst
hefði hann reynt að klippa vélina
lausa en hún hafi legið of nálægt
húðinni. Þá hefði honum dottið í
hug að reyna að slíta hana úr skegg-
inu en ekki lagt í það og hlaupið út í
bfl með vélina fasta við andlitið.
Svo hefði hann stungið henni í sam-
band upp í skóla og náð að losa hana
þannig. Þegar allir voru búnir að
hlæja byrjaði annar strákur að segja
frá því þegar hann hefði einu sinni
verið að keyra pirrandi sígarettulaus
einhversstaðar í „helvíti". Og það
eru engar sjoppur í helvíti. Engu að
síður hefði sígarettulöngun hans
aukist og smám saman orðið óþol-
andi. Þá hefði hann stöðvað bílinn
og ætlað að taka nettan smók af
pústinu bara rétt til að finna fyrir
reyk í lungunum. En svo hefði hann
hætt við og ekki þorað að taka séns-
inn á að drepa sjálfan sig úr sjálfs-
morði fyrir slysni. Og allir hlógu
aftur. Síðan kom hún þessi þögn
sem kemur alltaf þegar allir eru bún-
ir að hlæja mikið.
En út úr þögninni braust
heimspekideildarleg stelpa
með sögu af því þegar hún
læstist inn í hraðbanka á
nýársnótt. Einmitt vegna þess að
rafmagnið fór af. Hún sagði að með-
an það var rafmagnslaust hafi hún
ekki getað sannað að hún væri til
fyrir sjálfvirka hreyfiskynjaranum
sem hékk tortrygginn yfir glerhurð-
inni. Og hún sagði að þá hefði hún
sest á gólfið og liðið eins og hún
væri sofandi og dreymdi að hún
væri vakandi. Svo byrjaði hún og
strákurinn sem hafði fest vélina í
skegginu að horfa á hvort annað
með svona þannig augnaráði. Og
litli fuglinn hefði eflaust flogið
hvíslandi af stað ef hann lægi ekki
dauður undir setningunni hér að
ofan.
Ég nennti ekki í tíma og
ákvað að ganga á milli
skólabygginga í þeirri von
að hitta á fleira fólk í sígar-
ettupásum svo ég gæti hlerað samtöl
fólks í sígarettupásum. Fyrir utan
Odda stóð stelpa og reykti og talaði
við aðra stelpu sem reykti ekki og
hlustaði. Hún hlustaði á að kærasti
hinnar stelpunnar væri skemmti-
kraftur og ynni við að vera hress og
fyndinn. En undanfarið hefðu þessar
fyndnu hliðar tilverunnar ekki snúið
að honum lengur. Og hún hlustaði á
hina stelpuna segja að það væri
slæmt. Því fúlt skap væri skemmti-
kraftinum dýrkeyptur munaður. Og
hún hlustaði á hina stelpuna segja að
hún héldi að hann væri svona langt
niðri vegna þess að hann væri að
missa hárið úr áhyggjum yfir að
missa hárið. Þegar stelpan kláraði
sígarettuna drap hún í henni á skó-
hælnum en virtist ekki vita hvað hún
átti að gera við hana þvf það var
engin ruslatunna nálægt. Og hún
virtist ekki þora að henda henni í
stéttina því Hannes Hólmsteinn sat
bakvið tölvuskjá á skrifstofunni
sinni og leit öðruhverju út um
gluggann. Svo hún hélt á henni
áfram en samt með einhverjum við-
bjóði í andlitinu. Eiginlega eins og
hún héldi á notuðum smokk. Og ég
áttaði á mig á að það er mikill mun-
ur á óreyktri og drepinni sígarettu.
Um leið og það er dautt í henni
breytist filterinn í einhverskonar
viðbjóð sem fólk heldur á með fing-
urgómunum eins og, já nákvæm-
lega, notuðum smokk. Hún endaði á
að lauma henni ofan í kaffibollann
sinn og svo fóru þær inn. Og kanns-
ki seinna um daginn stíflaði þessi
sígarettufilter uppþvottavélina á
kaffistofunni. Allt út af Hannesi.
Og nú þegar litli fuglinn
var dauður og enn fleiri
sígarettur höfðu verið
drepnar var engu líkara en sígar-
ettupásustemmningin væri dáin líka.
Það var ekki hræðu að sjá á allri
skólalóðinni og ég fann hvernig
byggingar hrundu yfir mig hver af
annarri og lágu á mér eins og níð-
þungur skrópskítamórall. En ég
skreið undan þeim og alla leið niður
í bæ og til að losna við þessa leiðin-
legu svindltilfinningu ákvað ég að
finna mér einhvern vegfaranda og
elta hann. Og reyna að lifa hans lífi
í einn dag og vera hann þennan dag.
Þó Lækjartorg sé í rauninni
bara stórt horn var það
samt þar sem ég fann
þennan einhvern vegfaranda. Hann
kom gangandi undir brúnni loðhúfu,
oní svörtum trömpurum, og inn í
bláum síðum frakka og stefndi á
nýja biðskýlið. Göngulagið var
nokkuð sérstök blanda og í skrefun-
um ^irtist hann ýmist vera að stíga í
poll eða af hestbaki. Stór lítil skref
sem voru tekin á hikandi ákveðinn
hátt. Og ég vissi að þetta var hann
sem ég ætlaði að vera og ég var
strax allt annar ég og steig af hest-
baki og í polla á eftir honum inn í
skýlið.
„Kemst ég áleiðis til ísa-
fjarðar með þessum
vagni?“ spurði hann svo
bflstjóra vagnsins sem ég elti hann
upp í. Og vagnstjórinn sagði að
hann kæmist allavega út á Reykja-
víkurflugvöll og væri það ekki eitt-
hvað áleiðis. Hann settist og ég sett-
ist í sætið fyrir aftan. Og þegar ég
ætlaði að prófa að koma við þennan
hann mig okkur þennan dag settist
stelpa í sætið við hliðina á mér og ég
kippti hendinni til baka. Hún byrjaði
að segja mér frá því þegar hún hefði
einu sinni legið í dauðadái. Og þá
hefði hún farið út úr líkama sínum,
sest á stól út í horni, og horft á vini
sína og ættingja gráta yfir sér við
sjúkrarúmið. Hún sagði að það und-
arlega hafi verið að skyndilega hafi
henni fundist hún kynnast öllu því
fólki sem var alltaf í kringum hana.
j .
Því allt í einu hafi allir haft svo mik-
ið að segja. Hún sagði að þannig
hefði þetta gengið í þrjár vikur og
þó hana hafi stundum dauðlangað í
sígarettu þá hafi hún verið búin að
ákveða að snúa ekki til baka. Heldur
bara setið á stólnum og horft á lík-
ama sinn tærast upp og beðið eftir
að hann dæi svo hún kæmist út af
stofunni og eitthvað enn lengra. En
síðan þegar vinkona hennar kom í
heimsókn og sagði henni að það
skipti aðalmáli að vera happí, þá
hefði hún ákveðið að snúa til baka.
Og vera happí. Svo spurði hún mig
hvað ég þyrfti að heyra til að snúa til
baka ef ég lenti í sömu aðstöðu og
hún. Og um leið og ég hugsaði um
hvernig maður ætti að svara svona
spurningu spurði ég sjálfan mig
hvort þetta væri ekki óvenju opin,
og jú happí, stelpa. Og ég spáði í
hvort maðurinn fyrir framan mig
væri kannski ég og ég horfði á hann
rétt eins og hún á sig þarna ein-
hverntíma í sjúkrarúminu. Kannski
var þetta bara undarlegur dagur og
kannski er þetta bara þannig grein
eða kannski hafði hún bara ruglast á
mér og honum, því þó ég reyndi þá
gat ég ekki svarað spurningunni.
Allavega, hann fór út við
Reykjavíkurflugvöll og ég
elti. Hann fór inn á Is-
landsílug og ég elti. Hann
borgaði flug til ísafjarðar sem hann
átti bókað og ég keypti eins. Og við
biðum. Og á meðan við biðum stóð
hann upp og gekk hikandi ákveðinn
að kaffivél og framhjá viðgerðar-
manni sem var að tala í GSM síma
um að hann þyrfti að skjótast út í
Odda til að laga stíflaða uppþvotta-
vél. Og við biðum. Hann hélt utan
um plastbollann með báðum hönd-
um, saup öðruhverju, en virtist þess
á milli leita svara oní sínu automat-
ic kaffi. Augnaráðið var starandi og
séð frá hans sjónarhorni hefur
mjóslegið andlitið eflaust gárast á
yfirborði þjóðardrykksins. Franskt
sjómannsandlit að austan strandað í
íslensku kaffi frá suður America
meðan það beið eftir flugi. Mér
fannst þetta algjörlega strax vera að
koma heim og renna saman.
Þegar við lentum fyrir
| vestan steig hann upp í
rútu sem beið á vellinum.
t-.’ * En þetta var orðið hálf-
ruglingslegt allt saman því ég hafði
á tilfinningunni að hann væri að elta
mig alveg eins og ég hann. Og það
gengur ekki upp. Því það er ekki
hægt að elta hvorn annan og það er
ekki hægt. Kannski hafði eitthvað
gerst í þessu hringsólandi lofti um
borð í vélinni. Hugsanlega hafði ég
andað að mér sama lofti og hann
hafði andað frá sér og við þannig
runnið saman. Eða hugsanlega hafði
einhver farþeginn verið með heiftar-
legan vindgang og það loft farið inn
í þessa hringrás, og það auðvitað
ruglar allt. Ég endaði á að stökkva
út úr rútunni og stinga þennan hann
af sem ég var að elta í þeirri ætlan
að hugsa aðeins málið en heyrði svo
ekki í sjálfum mér fyrir honum mér
okkur ég þennan dag;
IP Flugið var ágætt. Líka
hvernig þeir renndu flug-
stiganum upp að afturenda
«- I vélarinnar og hvernig
dyrnar opnuðust út. Um leið leið
þetta sérkennilega loft lúmskt inn
eftir vélinni og smeygði sér inn um
öll göt og glufur á fötunum. Það er
þá svona þetta fjarðarloft. Blanda af
ísköldu vatni og mentólolíu sem
íþróttamenn bera á sig þegar þeir
snúa sig í boltanum. Farþegarnir
stóðu upp hver á eftir öðrum en
minn maður sat sem fastast. Og ég.
Þegar hann loksins lyfti sér upp
gerði hann það eins og hann væri að
standa upp úr bíósæti. Þessi stutt-
mynd af lágflugi var greinilega á
enda. Flugvélagluggar eru líka al-
veg eins og 16“ sjónvarpsskermar ef
maður pælir í því. Þegar hann reisti
sig fannst mér hann ætla að ávarpa
mig. Sveigjan á honum var einhvern
veginn þannig þegar hann leit út eft-
ir vélinni og snöggt á mig í leiðinni.
Mér fannst hann vera frekar ásak-