Stúdentablaðið - 01.04.1997, Page 11
APRÍL 1997
11
STÚDENTABIAÐIÐ
p i s t i I I
andi en það var sennilega ímyndun.
Lítil rúta, eða kálfur eins
og þeir kalla það bflstjór-
amir, beið eftir okkur. Hún
var ómerkt. Þegar við
renndum inn í bæinn tók ég eftir því
hvað hann skoðaði umhverfið
gaumgæfilega án þess þó að hreyfa
höfuðið mikið. Andlitslag hans
minnir töluvert mikið á ákveðna
fuglstegund frá
Austur-Evrópu en ég man
ekki nafnið í svipinn. Samt
hreyfir hann höfuðið ekki
snöggt eins og flestir fugl-
ar gera. Eg var dáldið vankaður eft-
ir flugið og dottaði ömgglega smá í
rútunni. Áður en ég vissi af var hann
búinn að lyfta hanskaklæddri hægri
hendinni upp og bílstjórinn stoppaði
á púnktinum. Ég stökk upp og elti
hann út en lenti í svæsnum
skafrenningi milli húsa sem blindaði
mig þannig að ég missti sjónar af
honum.
Reikandi um sjálfan mig
ráfaði ég um ísafjörð. Og
ég hugsaði um fuglinn sem
hafði flækst í þessari grein
og svo drepist og ég hugsaði um
hvað ég væri að flækjast í þessari
grein og nú hann, og þú. Og hvort
þetta hefði kannski gengið allt of
langt og ég hugsaði um hvernig ég
ætti að komast út úr þessari grein.
Svo kom annar dagur. Það
var fagur dagur. Stemmn-
ingin í bænum var svipuð
þeirri og þegar maður situr
einn í tómu kaffihúsi. Allt þetta ekk-
ert í kringum mann sem verður til
þess að maður smækkar og leysist
svo endanlega upp í eigin hugsanir.
Og stemmningin rímaði við bæinn
sem sat einn í annars tómum fjalla-
sal og virtist til skiptis vera að
þjappa sér saman eða leysast upp og
hverfa. Semsagt.Líklega því ég er í
bókmenntafræði fannst mér að end-
ir þessa ferðalags hlyti að liggja í
upphafinu og ákvað að reyna að
hafa uppi á þessum honum sem
hafði dregið mig óafvitandi eða
hvað með sér til ísafjarðar.
Hótelið, og afgreiðslumað-
urinn í lobbíinu sagði mér í
óspurðum fréttum að und-
anfarið hefði hann orðið
veðurfar í íbúðinni sinni.
Hann sagði að honum fyndist skýj-
aðra í stofunni en á klósettinu og
rakara þar en í svefnherberginu og
þar væri alltaf svo kalt. Hann sagði
að það væri líklega út af þessu sem
hann ætti svona erfitt með svefn.
Hann sagði að þegar hann væri loks-
ins að sofna á kvöldin rifjaðist alltaf
upp fyrir honum saga af manni sem
hefði dáið úr kulda í svefni. Og þá
glaðvaknaði hann aftur. En þegar
hann þyrði ekki að sofna yrði hann
svo syfjaður en hræddur við að
vakna aldrei aftur ef hann sofnaði.
Og þá stillti hann vekjaraklukkuna á
að hringja eftir klukkutíma því hon-
um fyndist það minnka líkumar á að
deyja í svefni ef hann hefði svona
lítinn tíma til þess. En þegar hann
væri alveg að sofna hringdi klukk-
an. Hann sagði að svona gengi þetta
allar nætur. Svo byrjuðu augnlok
hans að blikka og hann steinsofnaði
fyrir framan mig. Ég leit í gesta-
skrána. Það var bara einn gestur á
hótelinu - Haraldur Jónsson. Var
hann ég hann við?
Og ég tók lykilinn að her-
berginu og ég fór upp á
herbergið og opnaði hurð-
ina að herberginu varlega. Og ég
smeygði mér inn í herbergið. Og
það var ekkert þar nema kuðluð
sæng og dagbók sem lá á skrifborði
undir opnum glugga þannig að síð-
urnar í dagbókinni flettust fram og
til baka og þetta las ég í dagbókinni;
Loksins er ég þá kominn
hingað eftir allan þennan
tíma. Hvað eru eiginlega
liðin mörg ár? Bíðum nú
við. Bjarni Ben brann inni sumarið
sem ég var á Hnífsdal og Gæga
ömmusystir var eitthvað slöpp líka.
Það eru komin 25 ár síðan ég var á
Hnífsdal hjá Ingu og Leifi. Þegar ég
fór með Ingu að skoða æskuslóðim-
ar í dag komumst við ekki inn á þær
því þetta er orðið snjóflóðasvæði.
Hvernig á ég að túlka það? Á ég að
túlka það yfir höfuð? Tímanna tákn
kannski. Freeze frame. Kieslowsky
eitthvað. Frosinn tími. Góð serían
hjá honum Dekalókurinn. Boðorðin.
Ein var einmitt um frosna tjöm og
son sem spurði pabba sinn hvort að
hann mætti fara út á ísinn. Pabbinn
reiknaði líkurnar með tölvunni og
sonurinn drukknaði. Það er eitthvað
í honum Kies. Hver tekur við hon-
um? Lars von Trier er það ekki. Það
þarf alltaf einn svona.
Ég tek alltaf of mikið með
mér af fötum í ferðalög.
Hvað er það? Ókei með
nærföt og sokka en af
hverju margar peysur og buxur? Er
ég hræddur við að lykta eða verða of
kalt og kannski deyja? Alltaf samt
gott að taka með sér lesefni þegar
að fleiri eru með endar þetta í enda-
lausum samtölum. Það er auðvitað
ágætt þannig. En samt. Er ég einn.
Tveir? Ég byrjaði á Snákabana í vél-
inni. Dreifbýlisstemning og norð-
lensk orð. Hún virkar örugglega
sterkar á mig ef ég les hana læstur
úti á landi. Mér líst vel á hana. Svo
ætla ég að lesa E1 sentimiento trag-
ico de la vida eftir Unamuno á milli.
Ég fattaði það þegar ég lenti að
svona fjörður er lflca alveg eins og
kapella. Samt eru fjöllin lflca lík
skýjakljúfunum á Manhattan. Inni-
lokunarkennd og léttur hálsrígur
þegar maður horfir svona mikið upp
í loftið. Það fer allt af stað í hausn-
um á ferðalögum. Ef maður gleymir
sér of lengi í bænum er stutt í
legusárið. Fara til að koma. Hver
sagði það? Þekki ég einhvern hérna?
Eru ekki allir farnir suður? Inga og
Leifur. Ég tek eftir því að fólkið
hérna talar í vindáttum. Flug eða
ekki flug. Enginn Moggi í dag.
Kannski tveir á morgun. Það er
greinilega ekki veður fyrir fjall-
göngu. Sólin sést í fyrsta skipti ekki
á morgun heldur hinn. Gott að ég
fékk þennan tíma fyrir sýninguna
svona í miðjunni á myrkrinu. Sólar-
kaffi. Fólk sem býr á bakvið marga
sjóndeildarhringi er með ríkara
ímyndunarafl en þeir sem eru bara
með einn. Það er alltaf ómeðvitað að
ímynda sér hvað er þama á bakvið
hina. Ég varð alla vegana strax rosa-
lega forvitinn að vita hvað er að ger-
ast í hinum fjörðunum. Þegar Hauk-
ur og Smári fóru með mig til Flat-
eyrar áðan leið mér eins og á algjör-
um heimsenda. Sérstaklega þama í
kirkjugarðinum með öllum brotnu
leiðunum eftir snjóflóðin. Haukur
segir að ég þurfi að sofa í snjóhúsi.
Það er örugglega málið. Alger og
hvít hljóðeinangrun. Svipað og
fljóta í þyngdarleysi í svona myrk-
um tanki sem eru á tæknisöfnum í
Ameríku. MIT. Ótrúlegt hvernig það
er hægt að ímynda sér hvemig ein-
hver reynsla er án þess að vera bú-
inn að upplifa hana. Samt er ekki
hægt að lýsa teygjuhoppi fyrir nein-
um. Ég reyndi það ekki einu sinni
eftir að ég stökk. Það er álíka von-
laust og þegar þú reynir að lýsa
stemmningu í partíi fyrir einhverj-
um sem var þar ekki. Eða segja
brandara. Sögur eru alltaf betri en
brandarar. Mér leiðast brandarar og
fyndið fólk. Leiðinlegar týpur eru
alltaf skemmtilegri vegna þess að
þær fatta það ekki sjálfar. Hvert er
ég eiginlega að fara? Það er samt
eitthvað í þessu. Maður hugsa skýr-
ar í svona kulda. Það er ekki spurn-
ing.
Rosalega voru súrefnisein-
ingarnar annars þungar í
kistunni á flugvellinum.
Þetta safnast náttúrulega
saman. Pappinn í kringum súrefnið
vegur þungt svona samanþjappaður.
Mér fannst hann vera orðinn aftur
að trjábol. Eða var það þungt loft.
Gaman að gera verk sem er unnið
með allar kringumstæðurnar í huga.
Örugglega ekki ósvipað því að
prjóna peysu á ófætt barn. Daníel
kann að prjóna. Svo sér maður hvort
peysan eða verkið passar þegar
barnið kemur í heiminn. Þegar sýn-
ingin opnar. Merkilegt hvað lflcing-
arnar leita oft á mig. Skil ég allt í
gegnum þær? Er heimurinn lflcing?
Nei þetta er of mikill Platón eða há-
skólamatur. Hellir og skuggamynda-
kenning eitthvað. Hvað um það.
Verkið passar alveg inn í salinn.
Ætli ísfirðingar fatti tenginguna við
fjörðinn og einangrunina og að
kassarnir eru þeir sömu og þeir
vinna með í frystihúsinu? Rækja 3.
Á ég að útskýra verkið? Er þetta
ekki augljóst mál? Sýningargestir
hljóta að finna þetta á skrokknum á
sér. Hann lýgur aldrei. Salurinn er
orðinn helmingi minni eftir að verk-
ið er komið upp. Ég svara bara ef ég
er spurður. Það þarf ekki nema rétt
að koma við súrefnisvegginn til að
hann hrynji eins og hvert annað
snjóflóð. Ég tala ekki um það. Væri
einum of mikið. Samt fékk ég hug-
myndina út frá snjóflóðum. Það er
eins og það er. Súrefnisveggur? Var
ekki fuglinn eitthvað að hvísla um
súrefnisvegg á ísafirði þarna áður en
hann drapst. Og ég kom mér út, á
götu, og spurði næstu manneskju
sem ég sá hvort hún kannaðist eitt-
hvað við súrefnisvegg. „Kannastu
eitthvað við súrefnisvegg?" spurði
ég næstu manneskju út á götu. „Það
er einmitt verið að sýna súrefnis-
vegg í Slúnkaríki," svaraði næsta
manneskjan. Og ég spurði sjálfan
mig að því hvar Slúnkaríki væri og
ég spurði næstu manneskjuna hvað
það væri. „Hvað er Slúnkaríki?“
spurði ég næstu manneskjuna. „Góð
spurning," svaraði næsta mann-
eskjan. „Slúnkarflci var hús á ísa-
firði byggt þannig að útveggirnir
snéru inn og innveggirnir út. En
Slúnkarflci sem súrefnisveggurinn er
í er gallerí og allt annað Slúnkaríki.
Allt annað." Næsta manneskjan
sýndi mér svo hvar Slúnkaríki væri
að finna og ég fann það.
■LJjP Og ég gekk inn í Slúnka-
* rflci og rakst á súrefnis-
vegg. Og hann stóð við
— 1 þann vegg á svipinn eins
og hann biði eftir snjóflóði. Sýndist
mér. Kannski vegna þess að það er
öðruvísi birta á ísafirði en í Reykja-
vflc. Hún kemur ekki að ofan heldur
að neðan og upp úr snjónum og til-
finningin sem þessu fylgir svipuð
því þegar maður stendur á upplýstu
dansgólfi. Mér fannst hann líka
hreyfa sig undarlega í þessu þrönga
herbergi. Var hann að dansa við
sjálfan sig eða á leiðinni eitt-
hvert.“Já þú segir það kunningi.
Hefurðu séð svona áður. Nei. Það er
kannski við öðru að búast úr þessu.
Á hvemig miða ertu annars? Áttu
einhvern að hérna eða?“ „Nei, ég er
meira þú í gær og dag.“Já. Það er
náttúrulega eins og það er. Það verð-
ur örugglega ekki flogið á morgun.
Ég þykist vita að þú vitir það.
Þannig að. Varst það ekki annars þú
þarna í vélinni á Egilsstöðum um
daginn? „Nei það var allt annar þú.
Hérna, talandi um flug. Þú veist að
litli fuglinn sem var alltaf hvíslandi
að fólki er dáinn." „Jú, hann var
eitthvað að hvísla um þetta. Áður en
hann dó. Liggur hann ekki undir
einhverri setningunni þarna að
ofan?“ „Eða jú. Ég ætlaði bara að
segja þér það.“ „Já ég veit.“ Og ég
kvaddi og ég gekk út. Og ég gekk
alla leiðina út og það var fyrst þá
sem hann byrjaði að tala við mig sig
okkur hann þennan dag. Og hann
sagði þetta, hann sagði það;
arforritið ofvirkt í hausnum. Fyrir-
bærin em samt aldrei þau sömu í
þýðingu. Ekki alveg. Mér finnst
þetta stundum vera eins og að taka
hitabeltisdýr og setja það í alltof
upphitaða íslenska stofu til að skapa
réttu stemninguna. Annað sam-
hengi. Sérkennileg nöfnin héma á
ísafrði. Ég hitti náunga áðan sem
sagðist heita Magnús ísbjömsson.
Margir íslendingar em náttúrulega
skírðir í höfuðið á alls kyns fuglum
en það er samt ákveðin regla á því.
Bam er bara skírt í höfuðið á fugli
sem er ekki veiddur og étinn. Án
þess að ég hafi hugsað út í það frek-
ar. Þetta gildir lflca með fiskana.
Nei. Heitir einhver fiskanafni á ís-
landi? Spuming. Isbjörn Magnús-
son. Ég man eftir ísbiminum sem
fór í trollið hérna fyrir vestan um
árið. Stefán bróðir sá þegar hann var
hífður upp. Þau voru á leikferð um
landið með Hafið. Mér líður dáldið
eins og ísbirni hérna. Núna langar
mig að heyra í hugsununum inni í
ísbirni. Hann er í hljóðeinangrun allt
árið um kring á klakanum. ísvindar
og snjóbylur öðm hverju en ótrúlega
fá hljóð. Norðurpólssól. Hann er
líka með hlutfallslega lítil eyru og
ennþá niinni augu. Alveg eins og
Grænlendingar. Ég hef aldrei séð
Grænlending með sólgleraugu. Þetta
er kannski spurning urn að búa einn
vetur í svona firði. Eða fara í Smug-
una. Fatta íslensku genin í manni.
Ég veit það ekki.
Sjaldséður ísbjörn. Samt
horfir fólkið ekkert sér-
staklega á mig, ekki einu
sinni þegar það er inni í
bflunum sínum. Það er mikill munur
á fólki sem býr úti á landi. Mér
finnst Akureyringar vera öðruvísi en
ísfirðingar. Það eru fleiri tré á Akur-
eyri en fjöllin eru hærri hér. Ég man
ennþá eftir náunganum sem skipti
fólki í tvo almenna flokka, það sem
hugsar lóðrétt og hitt sem gerir það
lárétt. Hann er franskur mannfræð-
ingur sem ég sat með í klefa í hrað-
lestinni á milli Parísar og Marseille
fyrir nokkrum árum. Laurent. Já
Laurent. Síðan eru það náttúrlega
göngin hérna sem hún Elísabet
hannaði. Black-hole inn í fjallið.
Fallin snjóflóð við bæði opin hinum
megin, á Flateyri og Súðavflc. Ut-
lendingar hugsa um Island eins og
Reykvíkingar hugsa um einangraða
firði. Og íbúar fjarðarins hugsa síð-
an um mannleysið á Norðupólnum.
■kri Allt er svo nálægt héma.
jMwg Mér finnst ég vera næstuni
|SÍ því allsber þegar ég geng
— I eftir götunum hérna þó að
ég sé undir mörgum lögum af föt-
um. Hvað er í gangi? Auðvitað er
það öll þessi birta sem kemur úr
hvaða átt sem er. Það eru engir
skuggar í svona snjó. Mér líður al-
veg eins og í ljósmyndastúdíói þar
sem er búið að eyða öllum skuggun-
um til að útlínur hlutanna og þeir
sjálfir komi betur í ljós. Kannski
það sé þess vegna sem allt sést
svona vel úti á landi og allir taka
eftir öllu. Ég er samt ekki búinn að
heyra neina kjaftasögu síðan ég
kom. Snjórinn er lflca besta hljóð-
einangrunin sem völ er á og það em
fáir úti á götu. Hvað ætli þeir séu að
gera? Ég meina það er ekkert merki-
legt í sjónvarpinu í kvöld. Fólk úti á
landi er meira heima hjá sér heldur
en út á við. Hvað ætti það svo sem
að vera að gera úti þegar það eru
ekki neinir samkomupunktar; tvö
kaffihús og ein pizzería. Samkomu-
punktur er þá meeting-point. Ég hef
aldrei heyrt þetta orð á þessari
breiddargráðu. Stundum er þýðing-
Og ég gekk og ég heyrði
hann tala. Rödd hans
flæddi niður fjallshlíðarnar
og ég gekk burt. Út úr
þessari grein. Og ég gekk burt og ég
heyrði hann tala. Og ég heyrði hann
tala mig burt. Ég hugsaði um litla
fuglinn, háskólann. Og þegar þessi
grein virtist ætla að blandast niði
aldanna, heldur hjáróma, gekk ég
áfram, og út úr þessari grein. Það er
ákveðin Fargo stemning í þessum
kulda. Nýjasta bókin hennar Siri
Hustvedt konu Paul Auster er lflca
þannig. Hún hlýtur að vera norsk
eða eitthvað. Hustvedt. Vilhjálmur
Stefánsson. Hann var íslenskur.
Hann sá að það var hægt að sigla
undir heimskautaísinn. Hann sagði
að það hefði ekki verið neitt sérstakt
eða spes að vera Skandinavi í Amer-
flcu. Ekki eins flott og að vera af
írskum uppmna eins og til dæmis
Kennedyarnir. Þeir eru yfirleitt
skotnir í fegurðardísum eða eru
hreinlega bara skotnir. Elska ekki
allir fslendinga? ■
Skáletruöu kaflarnir eru Haralds Jónssonar