Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 17
APRÍL 1997 17 STÚDENTABLAÐIÐ s a m t a I allt saman svoldið germanskt. Guðni:Ég hafði það á tilfínningunni þegar ég las Augu þín sáu mig að það mætti næstum því skoða hana á forsendum fyrstu þýsku skáldsagn- anna, bóka á borð við Henry von Ofterdingen eftir Novalis. Bókin er í rauninni samsafn ólíkra bók- menntagreina, við fáum smáljóð, ævintýri, raunsæiskafla og síðast en ekki síst draumlýsingar úr undirvit- und smáþorps þar sem hver persóna stígur fram og segir draum sinn. Skáldsagan flæðir þannig yftr bakka sína og fjarlægist form klassísku skáldsögunnar sem festi sig í sessi í Englandi, reyndar flestum löndum Evrópu, eftir því sem líða tók á 19. öldina. Það má því segja að þegar allar þessar bókmenntagreinar streymi saman, verði merking óræð- ari, því við erum orðin vön því að halda þessum þáttum aðgreindum í skáldskap. Skilurðu hvað ég á við? SjóntÉg held að það sé einfaldlega vegna þess að ég kann ekki að skrifa venjulega skáldsögu. Ef mér fer að leiðast söguþráðurinn þá skemmti ég mér við að skipta um stíl og form... Guðni:...þannig að þetta eru þögguð höfundarinnskot? Þú varst að tala um átökin milli vellíðunarlögmáls- ins og veruleikalögmálsins. Ef við skoðum Stálnótt út frá því, má segja að í henni sé vellíðunarlögmálið óheft, þó það sé reyndar spuming hvemig við myndum túlka lokin á henni. Má segja að sögusviðið í Augu þín sáu mig, upphaf Hitlers- tímans i Þýskalandi, sé þetta kúg- andi veruleikalögmál sem liggur yfír sögunni og að hugsanlega megi tengja það þýska expressjónisman- um, a.m.k. síðustu árin? Sjón:Jú, það er alltaf maðurinn að brjótast úr fjötmm samfélagsins og veruleikans. Það sem er spennandi við expressjónismann er að hann er ekki eins nútímalegur og súrreal- isminn. Súrrealisminn er borgar- stefna sem nærist á borginni á með- an expressjónisminn er með annan fótinn í nítjándu öldinni, í dulúðinni og heimsmyndarfræðunum. Ef ég er nostalgískur eftir einhverjum tíma, þá er það þessi tími í kringum aldamótin þegar hvaða sérvitringur sem var gat sest niður og skrifað hina endanlegu útskýringu á veru- leikanum. Viðkomandi hafði ekki rassgats hugmynd um neitt sem var að gerast í vísindum eða öðru, hann bara settist niður og skrifaði bók sem sagði: svona er mannssálin, svona er veruleikinn, þetta er það sem við erum að gera, stjömumar em gastegundir sem eiga sér sam- svömn í kirtlastarfsemi líkam- ans...Þetta skrifuðu menn heilu doðrantana um og vom síðan diskúteraðir á kaffihúsum eins og heilbrigðir nienn en ekki einhverjir sem ætti að stinga inn á geðveikra- hæli. Þeir hafa kannski endað þar þegar þeir fóm að praktísera heims- fræði. Ég öfunda þessa menn. Ex- pressjónisminn er miklu nær þess- um vangaveltum öllum heldur en súrrealisminn og leyfír sér að mörgu leyti að vera trúarlegri en hann. Guðni:Er kannski leiðin fyrir „unga“ rithöfunda? Að bijóta sig út úr þessu fornú blekberans sem situr heima hjá sér og framleiðir bækur, - að kasta sér útí poppmenningu. Þú ritstýrðir blaði, skrifar kvikmynda- handrit og fleira. Sjón:Hjá mér kemur þetta algjör- lega af sjálfu sér. Líklega vegna þess að ég hef alltaf verið á bólakafi í einhverri svona hringiðu, því sem er að gerast. Það má kalla það poppmenningu sama hvað það er. Vinir mínir hafa verið í þessari deild og þess vegna hef ég verið innvinkl- aður í það. Ég held að það sé hollt, ég skulda engum neinar bækur. Ég fæddist ekki með skuldaregister um hálsinn þar sem stóð: eftir að þú verður kynþroska þá áttu að skrifa skáldsögu á tveggja ára fresti og ljóðabók á þriggja ára fresti. Á ís- landi lifum við undir oki módelsins sem Halldór Laxness er, sískrifandi skáldsögur og í blöðin auk þess að þýða aðra heimsmeistara. Þetta er módel sem eldra fólk ólst upp við en mín kynslóð gerði það ekki. Halldór er orðinn virðulegur gamall maður og við upplifðum það ekki þegar hann kom heim með nóbelinn. Guðni:Um leið kemur samfélags- krafan, hugmyndin um rithöfundinn sem á að lækna samfélagsmeinin? Sjón:...við erum laus við það, og kannski vegna þess að við erurn líka laus undan þessum stóru spuming- um. GuðnitJá, við misstum báðir af hippatímabilinu... Sjón:...já við vorum svo heppnir að missa af því! Og það var síðasta til- raunin sem var gerð til að njörva höfunda niður í einhverja félagsráð- gjafastóla. Guðni:Myndirðu þá segja, svona út frá gömlu góðu klisjunni, að okkar kynslóð væri að einhverju leyti firrt? Ég ntan að þegar Berlínar- múrinn féll þá skipti ég varla skapi og hafði það á tilfinningunni, ef eitt- hvað væri, að hlutimir myndu bara fara versnandi. Sjón:Mér fannst nú sætt að sjá múr- inn falla en eiginlega bara vegna þess að það var svo mikið partý þama. Þá var ég var einmitt í Maastrict og hugsaði með mér hvort maður ætti ekki bara að hoppa upp í lest og skella sér í partýið. Ég held þetta sé ekki beinlínis firring, þetta er bara heimsmynd sem kemur okk- ur ekki við. Af hverju eigum við að vera svona upprifm og æst yfir falli kommúnismans ef við bemm engar tilfinningar í hans garð, hvorki já- kvæðar né neikvæðar? Kapítalism- inn er bara eitthvað sem virðist vera orðið að normi. Hann er að týnast sem hugsjón og er eingöngu orðinn að viðskiptamáta, sem er svosum ágætt. Guðni:Já, maður sér þetta í umræð- um urn háskólann. Stóra mýtan í kringunt 1980 var „Háskólinn sem sjálfstæð stofnun" og núna er það „Háskólinn og atvinnulífið" og það samþykkja það allir sem lógískt framhald. Kapítalisminn hangir á spýtunni þama, en ekki sem hug- myndafræði, heldur fremur sem náttúruleg niðurstaða sem menn ein- hverra hluta vegna tóku ekki eftir. Sjón:Það sem er jákvætt við þetta er að kapítalismanum er að takast að þurrka út landamæri og koma með megafyrirtæki eins og Microsoft sem er að þurrka út allt sem heitir pólítik því að kapítalisminn er al- gjörlega komin úr höndum stjóm- málamannannna. Guðni:Ég hef reyndar séð númer- ólógíska greiningu á Bill Gates þar sem því er haldið fram að ef maður lesi nafnið hans og heitið á fyrirtæk- inu rétt, þá komi alltaf út 666... Sjón:...það er ömgglega rétt...merki dýrsins. „Microsoft“ verður tattú- verað á hvem mann ásamt strika- merki...En með rithöfundinn, þá hefur það alltaf verið númer tvö fyr- ir mér í lífinu að skrifa. Það getur enginn verið fæddur bara til þess að skrifa bækur, af því það er afbrigði- legt að skrifa bækur... Guðni:...finnst þér leiðinlegt að skrifa? Sjón:Nei mér er farið að finnast það skemmtilegt. Mér þótti það alveg ofboðslega leiðinlegt lengi vel en með síðustu bók þá settist ég niður með það í huga að skrifa bók sem mig langaði sjálfum að lesa. Niður- staðan af þessu verki átti að verða sú að ef ég rækist á hana í bókabúð, keypti hana og læsi, þá yrði hún ein af uppáhaldsbókunum mínum. Það var leiðarljósið og Augu þín sáu mig lýsir vel bókmenntasmekk mín- um, ég vil lesa skáldsögur sem flæða út og suður. Guðni:Lestu dórna um bækumar þínar? Sjón:Já... Guðni:Finnst þér íslenskir gagn- rýnendur ná utan um bækurnar, skilja þær? Sjón:Mér finnst ég varla geta gert þá kröfu að menn viti hvaða sérvitr- ingabókmenntum ég byggi á, því ég vinn uppúr efni sem er á margan hátt ruslbókmenntir. Núna nýlega var Meyrink gefinn út í fyrsta sinn fyrir hinn enskumælandi heim en hann var að skrifa á sama tíma og Kafka, en þótti ekki fínn því hann var á bólakafi í fantastískum bók- menntum. Meyrink og félagar hans bjuggu til bókmenntir úr einhverju sem fram að þessu höfðu bara verið vinnukonureifarar og það em svona bókmenntir sem ég er að byggja á og ég get ekki gert kröfu til þess að bókmenntagagnrýnendur á íslandi átti sig á því. Síðasta bók fékk nú samt helvíti fínar viðtökur, fólki fannst hún skemmtileg og ég var náttúrulega bara ánægður með það. GuðnEHeldurður kannski að vegur fantasíunnar hafi farið vaxandi hérna heima. Einar Már Guð- mundsson er til dæmis alltaf nokkuð fantasískur en hann setur það í ís- lenskara samhengi en þú. Ef við tökum Halldór Laxness sem dæmi, þá sýnir hann fyrst hvað í sér býr með ntjög evrópskri skáldsögu, Vef- aranurn rnikla frá Kasrnír. Sjón:Ákkúrat, og í rauninni er Augu þín sáu mig kannski skyldust henni af íslenskum skáldsögum af því hann byggir á sama ósið og ég, að vera alltaf að dúndra inn einhverjum þjóðsögum og undirvitundarflæði. Guðni:Svo em teiknimyndasögurn- ar kannski annar þáttur, sem erfiðara er að negla niður? Sjón:Það er kannski mest áberandi í Stálnótt, þar sem hver mynd er eins og ein síða í teiknimyndasögu. Stálnótt er algjörlega þögul. Ég held að það séu sagðar þrjár setn- ingar í allri bókinni. Þar var ég að

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.