Stúdentablaðið - 01.04.1997, Side 20
20
APRÍL 1997
STUDEMTABLAÐIÐ
Nýlegar mælingar og myndir Hubble sjónaukans af sólum og svartholum hafa gjörbylt þekkingu
vísindamanna á geimnum. Nú er talið að mun erfiðara reynist að finna líf í geimnum en áður.
Upplýsingarnar koma frá sjónaukanum sem fer:
Umhverfis jörðina
i n u m
o g
h á I f u m
t í m
„Fyrirlesturinn var að hluta til
um það sem hefur komið frá
Hubble sjónaukanum, sem er stór
og mikill sjónauki á braut um
jörðu; fyrir ofan gufuhvolfið þar
sem aldrei er skýjað og aldrei sól,“
segir Gunnlaugur Bjömsson
stjameðlisfræðingur en hann hélt
fyrirlestur 8. mars síðastliðinn sem
bar heitið „Sólir og svarthol: nýj-
ustu fréttir af furðum alheimsins“
og er hluti af fyrirlestraröðinni
Undur veraldar. Fyrirlestramir hafa
verið gríðarlega vel sóttir, svo vel
að færri komust að en vildu. Stúd-
entablaðið spjallaði því við Gunn-
laug og sóttist eftir fróðleik.
,J>að er náttúrulega mjög margt
sem Hubble hefur greint betur en
aðrir sjónaukar frá því að hann var
sendur á braut. Það væri hægt að
halda marga fyrirlestra um það, en í
þessum tiltekna fyrirlestri tók ég
fyrir tvö atriði af því sem sjónauk-
inn hefur numið. Annað atriðið
snýr að því hvemig sól eins og
okkar og sólkerfm myndast úti í
geimnum og þá kannski sérstaklega
hvort þau myndast alltaf eða bara
stundum. Ef sól myndast einhvers
staðar úti í buskanum, er þá ömggt
að það myndist líka reikistjömur
eða myndast þær bara stundum?
Þetta er spuming sem kemur ekki
síst við sögu þegar maður veltir því
fyrir sér hvort það geti verið líf
annars staðar í heiminum. Þegar
menn leita að lífi annars staðar, er
leitað að reikistjömum eins og
jörðinni eða áþekkri jörðinni. Mað-
ur verður eiginlega fyrst að komast
að því hvort það séu reikistjömur í
kringum allar sólir eða bara sumar.
Þetta var hitt atriðið sem ég fjallaði
um“.
Og hver er niðurstaðan?
„Niðurstaðan er eiginlega sú að
þó svo að stjama eða sól eins og
okkar myndist, er ekkert sjálfgefið
að sólkerfi myndist í kjölfarið. Það
myndast sem sagt ekki endilega
reikistjömur þótt það myndist sól.
Þetta þýðir að reikistjömur em bara
í kringum sumar sólir, ekki allar,
þannig að það getur reynst mjög
erfitt að finna h'fvænleg skilyrði
eins og á okkar jörð. Þótt það sé
nógu mikið af sólum er ekki víst að
það sé nógu mikið af reikistjöm-
um“.
Svo talaðirðu líka um svarthol.
, Já, ég ræddi líka um spuming-
una hvort svarthol séu til úti í
geimnum og þær mælingar sem
hafa verið gerðar með Hubble á
því. í Vetrarbrautinni okkar em
nokkuð mörg þekkt kerfi þar sem
menn telja að séu svarthol. En gall-
inn við svartholin er sá að það er
ekki hægt að sjá þau, af því að ekk-
ert ljós sleppur frá þeim. Þess
vegna verða menn að reyna með
óbeinum hætti
að sjá fyrirbærin
og gera það með
því að skoða
áhrifin sem svart-
holin hafa á um-
hverfið. Hægt er að
skoða umhverfið en
ekki svartholin. Það
sem menn hafa þá reynt að gera er
að nota Hubble sjónaukann, ekki til
að skoða þessi svarthol (sem em í
næsta nágrenni við okkur og em
frekar lítil, ekki nema nokkrir kíló-
metrar í þvermál en
samt með massa sem
er kannski fimm eða
tíu sinnum meiri en
massi sólarinnar)
heldur em ljarlægar,
risastórar vetrar-
brautir eða stjömu-
þyrpingar skoðaðar.
Hubble hefur verið
notaður til þess og
þá til að skoða mið-
svæðin í þessum
vetrarbrautum. Nið-
urstöðumar sem
hafa fengist benda
til þess að í miðjunni
á svona stómm
stjömukerfum séu risa-
stór svarthol og að það
sé regla fremur en und-
antekning að svartholin
séu alls staðar."
Hvað þýðir þetta? Hvert leiðir
þessi vitneskja vísindamenn?
Þetta þýðir, að það sem menn
töldu áður afleiðingu sérstakra að-
stæðna við myndum vetrarbrauta,
reyndist rangt. Það þarf engar sér-
stakar aðstæður til að svarthol
myndist í þannig kerfum, þau
myndast alltaf á endanum. Þannig
að í öllum stómm vetrarbrautum er
svarthol í miðjunni. Það bara ber
mismikið á svartholinu, ef kerfið er
t.d. orðið mjög gamalt, hefur svart-
holið sogað til sín allt efnið í næsta
nágrenni og þá er mjög erfitt að sjá
ummerki um það“.
Þetta með svartholin og tómið.
Það er svolítið erfitt að skilja þetta,
geturðu útskýrt svarthol betur?
„Svarthol em náttúmlega mjög
sérkennileg fyrirbæri. Maður verð-
ur eiginlega að hugsa um þetta sem
einhvers konar hlut, sem hefur svo
sterkt aðdráttarafl að það sleppur
ekkert ljós frá honum. Þess vegna
er þetta kallað svarthol, ekki af því
að það er svart á litinn, heldur
vegna þess að ekkert ljós sleppur
frá þeim. Það er útilokað að sjá
þennan massa, en massinn er til
staðar vegna þess að eitthvað verð-
ur að valda þyngdar- kraftinum,
sem heldur ljósinu inni. Hvað
tómið varðar má kannski segja að
þegar massinn og efnið pompar
saman og verður að svartholi, sem
gerist við mjög skrýtnar aðstæður,
þá hrynur efnismassinn svo mikið
saman að hann verður að punkti -
hann verður að engu, en þyngdará-
hrifin ná langt útí geiminn í kring.
Það em þyngdaráhrifin, sem
ákvarða hvað svartholið er stórt og
hversu langt í burtu við þurfum að
fara til að halda ljósinu. Þannig að
efnið samanstendur af einum punk-
ti en þyngdaráhrifin ná miklu
lengra út í geiminn. Þar á milli er
væntanlega tóm, en það er nokkuð
sem enginn veit. Dæmigerð svart-
hol innihalda til dæmis jafnmikinn
massa og tugir milljóna af sólum
eins og okkar, samansöfnuðum á
einn stað, í miðju vetrarbrautar.
Þannig að þetta em risavaxin kerfi,
en samt mjög lítil og gríðarlega
þétt þegar maður hugsar um hversu
margar sólir þetta em“.
Og þetta er þá nýjasta nýtt í vís-
indunum?
, Já, bæði það að sólkerfin mynd-
ORIGINAL
X Y L I T O L
I