Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.04.1997, Page 21

Stúdentablaðið - 01.04.1997, Page 21
APRÍL 1997 21 ------- STÚOENTABLAÐtÐ ---- sólir & svarthoi ist ekki nema að hluta og að það séu svarthol í miðjunni á öllum vetrarbrautum, er mjög ný vitneskja sem greint var frá um miðjan janú- ar“. En hvað svo, hvað segir þetta þér? „Þetta segir mér að það sé ekki eins líklegt að við finnum lífvænleg skilyrði, sambærileg við okkar, annars staðar í alheiminum.Við finnum þau ekki eins auðveldlega og menn voru að vonast til. Það finnast mér vera nokkur tíðindi. Ég held að flestir, meira að segja raun- vísindamenn, telji ekki útilokað að það sé til líf annars staðar í heimin- um en hér. En ef menn eru að leita að lífi, sambærilegu okkar, sýnist mér erfiðara en áður að finna það. Það er alveg eins líklegt að það séu engar reikistjömur í kringum sólir eins og okkar". Sem sagt engar geimverur? „Nei, ég trúi ekki á geimverur eins og menn em að predika héma dags daglega, akandi um á ein- hveijum tryllitækjumn og stopp- andi á jörðinni til að taka bensín eða fólk eða hvað þær em að gera. Ef þetta væm viti bomar vemr myndu þær halda sér eins langt frá jörðinni og þær gætu. Mér fmnst margt athugaverðara en svoleiðis sögur“. Að lokum aðeins um Hubble. Hvar er sjónaukinn, hvemig er hann og hverjir taka við upplýsing- um úr honum ? „Hann er á braut um jörðina í 600 kílómetra hæð, tuttugu sinnum hærra heldur en farþegaþotur flúga, og er tæplega fimmtán metra lang- ur og rúmlega fjórir metrar í þver- mál, svona einsog lítil rúta. Hann fer einn hring um jörðina á rúmum einum og hálfum tíma og er búinn að vera á braut síðan í apríl 1990. Hann horfir bókstaflega á allt nema sólina, mælitækin em svo næm að þau myndu brenna ef þau fæm nær henni. Stofnunin „Space Telescope Science Institute", hefur verið sett á fót í Bandaríkjunum í tengslum við sjónaukann þar sem svo mikið af myndum og mælingum koma frá honum. Allir geta fengið að nota sjónaukann. Það þarf bara að leggja inn umsókn um að því viljir athuga þetta, mæla hitt eða taka myndir. Svo er farið yfir umsóknimar og þær valdar úr sem menn telja þess virði að framkvæma. Aðgerðunum er síðan hrint í framkvæmd, gögn- in send til jarðar og áffam til við- komandi aðila sem bað um mæl- inguna. Þeir hafa svo einkarétt á að vinna úr þessum gögnum í eitt eða tvö ár eftir að mælingin er gerð. Eftir það getur hver sem er notað þau, nema ef það kemur eitthvað sem mönnum finnast vera stórfrétt- ir, en þá em gefnar út féttatilkynn- ingar. Það er rosalega mikið batterí í kringum þetta. Það er til dæmis ekki hægt að horfa beint í gegnum sjónaukann þar sem hann er fjar- stýrður þannig að það þarf að ákveða með löngum fyrirvara hvað á að skoða. Svo er það sent upp til hans í gegnum gervihnött. Þegar búið er að taka myndimar em þær geymdar á segulböndum í nokkra klukkutíma áður en þær em sendar niður. Oft líða mörg ár frá því að mælingin er gerð þar til niðurstöður fást, eftir því hvað mælingin er flókin. Mér finnst þetta meiriháttar apparat, og að hægt sé að halda þessu kyrrn, því þegar maður er að taka myndir af svona tjarlægum fyrirbærum þá þarf maður að taka hana á tíma og hafa ljósopið opið lengi; Það er ekki einfalt að halda svona stóm stykki, sem er á fleygi- ferð kringum jörðina, stöðugu þannig að myndin verði ekki hreyfð“ ■

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.