Mjölnir - 01.05.1937, Blaðsíða 2

Mjölnir - 01.05.1937, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIR jafnsnemma af berklum, og sjúkdómurinn hagaði sér í öllum aðalatriðum eins á báðum, þrátt fyrir fjarlægðina, sem á milli var. Arfgeng hneigð þeirra til þess að hljóta sjúkdóminn var sú sama, og umhVerfið megnaði engin áhirf á hana að hafa. Það er jafnan viðkvæðið, þegar einhver hefur orðið undir í lífinu, að betur mundi hafa farið fyrir honum, ef hann hefði átt betri aðbúnað að fagna í æsku, eða ef lífið hefði ekki farið jafn- hörðum höndum um hann, eins og raun varð á. Þetta má vafalaust oft til sanns vegar færa. Þar sem hentug lífsskilyrði vantar algerlega, þar geta jafnvel ekki hinir beztu hæfileikar náð þroska. Mörg perlan hefur af þessum ástæðum orðið „gler- brot á mannfélagsins haug“. En hinu er engu síður óhætt að treysta, og mætti færa fram mörg dæmi því til sönnunar, að hæfileikamir brjótast oft út, þrátt fyrir örðugar ytri aðstæður. Hæfileikamað- urinn vinnur bug á örðugleikunum, sem ónytjung- urinn lætur bugast af. „Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún heim um síðir“. Því miður er sjaldan hægt að sýna fram á þetta með óhrekjanlegum vísindalegum rökum, vegna þess hve erfitt er að koma við tilraunum í þess- um efnum. En þó er til a. m. k. eitt dæmi, sem hefur leitt það greinilega í ljós, að mennirnir verða með sitt hverju móti og að hverjum kippir í sitt kyn, enda þótt þeir hafi vaxið upp í sama umhverfi og við nákvæmlega sömu lífsskilyrði. Áðan, þegar talað var um eineggja tvíburana, var íhugunar- efnið þetta: Hvaða áhrif hefur ólíkt umhverfi á samarfa einstaklinga ? Nú er hinsvegar spuming- in þessi: Hvernig verkar sama umhverfið, sömu lífsskilyrðin á einstaklinga með ólíka erfðahæfi- leika ? Eftir styrjöldina miklu var komið upp á nokkr- um stöðum í Þýzkalandi heimilum handa munað- arlausum ungbömum fallinna hermanna, sem einn- ig höfðu misst mæður sínar. Börn þessi, sem öll vom aðeins nokkurra vikna eða mánaða gömul, er þau fluttust á heimilin, áttu til ólíkra foreldra að telja innan hermannastéttarinnar. Þess var vandlega gætt að veita öllum börnunum sömu lífs- skilyrðin, svo að hér verður því ekki um kennt, að sum börnin hafi lent sólarmegin, en önnur í skugga lífsins. Ef sú kenning væri rétt, að allir verði jafnir að eiginleikum og afrekum, ef þeir aðeins alist upp við samskonar ytri aðstæður, þá hefði það átt að koma í Ijós á þessum börnum. En árangurinn varð allt annar. Eftir því sem börn- in komust á legg, komu æ meir í ljós samskonar hneigðir og eiginleikar, sem komið höfðu fram hjá foreldrum og skyldmennum hvers þeirra um sig. Ætternið, ættbundnir hæfileikar, sumir góðir, sum- ir illir, sögðu hér til sín. — Veigamestu áhrifin, sem einstaklingurinn fær frá umhverfi sínu, eru uppeldisáhrifin. Það er því ekki nema eðlilegt, að hér sé farið nokkrum orð- um um afstöðu erfða og uppeldis hvors til annars. Það skal þá strax tekið fram, að hlutverk upp- eldisins er aldrei og getur aldrei annað verið, en að móta og hafa holl áhrif á þá arfbundnu hæfi- leika, sem í manninum búa, veita þeim hagstæð skilyrði til þess að þróast. Þar sem hæfileikana vantar, þar gagnar ekki hið bezta uppeldi. Enginn getur gert dugnaðarmann úr ónytjungnum, sem ekki hefur hæfileika til þess að verða það, ekki fremur en hægt er að gera beittan hníf úr blýi. Hlutverk þess, er elur upp, er ekki fyrst og fremst að sá, heldur að veita sæði því, hæfileikunum, sem í barninu búa, þroskavænleg skilyrði, flytja því næringu og yl. Með þessu er enganveginn verið að gera lítið úr hlutverki uppeldisins, heldur að- eins verið að benda á, að uppeldinu eru takmörk sett af eríðunum, og starf þeirra, er ala upp börn, hvort heldur eru foreldrar eða kennarar, getur því aðeins komið að notum, að þeir þekki þessi tak- mörk sem bezt. Starfi uppalandans má líkja við starf garðyrkjumannsins. Það, sem úr jurtinni getur orðið, liggur falið í sæðinu. Þar verður engu breytt. Með alúð og lagni getur hann stuðlað að þroska hennar og vexti. Með hirðuleysi og klaufa- skap getur hann hindrað þróun jurtarinnar. Hitt mun hann aldrei láta sér til hugar koma, að hann geti látið rós vaxa upp af sæði túlípanajurtar. Uppeldið getur aldrei haft áhrif á upplagið, eðlis- farið, heldur aðeins á svipfarið. Ef uppeldið á ekki að vera fálm út í loftið, verð- ur uppalandinn að gera sér grein fyrir erfðum þess, er hann elur upp. Annars hefur hann engan fastan grundvöll að byggja á. Uppeldismálið er eitt mesta vandamál hverrar þjóðar. Á því leikur enginn vafi, enda hefur það verið margendurtekið. Hitt er rangt að halda því fram, að það sé markverðasta málið. Það sem hverri þjóð ríður mest á, það er að bæta eðlis- farið. Þjóð verður aldrei lyft á hærra stig á ann- an hátt en þann, að þeir, sem búnir eru beztum

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.