Mjölnir - 01.05.1937, Blaðsíða 6

Mjölnir - 01.05.1937, Blaðsíða 6
6 MJÖLNIE Heilbrigt fólk leitar fullnægingar kynhvata sinna á þann eina eðlilega hátt, sem náttúran hefur fyrir lagt, en þessir samræðissoltnu aumingjar svala fýsnum sínum með því að setjast niður við að skrifa klámsögur, eða lesa. Þetta er ónáttúra, sem ber vott um mjög sjúklegt kynferðislíf, og er öllum almenningi viðurstyggilegt. Það er því ekki síður ástæða til að banna klámbókmenntir með lögum, og leggja þungar sektir og fangelsi við, en hverja aðra kynvillu eins og homosexualisma, ekki sízt þegar svo langt er gengið í ósvífninni, að fullnægingu kynvillunnar, þó í bókarformi sé, er haldið að fólki sem hámarki ritlistarinnar. — Kiljan og hans eftirbátar eru ekki einu skáldin og rithöfundarnir, sem séð hafa ljós þessa heims. Þar hafa margir á undan farið og skapað skáld- verk, sem lifa munu lengur við meiri frægð, en sorprit þeirra, þó ekki hafi góðskáldin sótt yrkis- efni sín niður fyrir þind. Síðasta bók Kiljans, Ljós heimsins, er að vísu ekki hin versta, sem frá honum hefur komið, þó síður en svo sú bezta. Það er umbrotalaus saga vesalings, sem er fæddur á sveitinni og deyr á sveitinni, eftir því sem séð verður, og sem lifði, þó réttara sagt tórði, fram undir tvítugt við hina mestu vanheilsu á sál og líkama undir baðstofu- súðinni á Fæti undir Fótarfæti. Allt og sumt. Hin ömurlega harmasaga piltsins er svo krydduð með kynórum fólksins á bænum, eins og við mátti bú- ast, og snilldarlegum augnabliksmyndum af nokkr- um samskonar aumingjum og hann er sjálfur. Þrátt fyrir efnisrýrð sögunnar er frásögnin ljós- lifandi og eðlilega alþýðleg, og meðferðin öll hin prýðilegasta, svo sem við var að búast af Halldóri Kiljani Laxnessi. Persónurnar og háttarlag þeirra er að venju nokkuð afskræmt og öfgakennt, svo illmögulegt er að ímynda sér þær raunverulegar, þó þeim sé ætlað að vera beint úr íslenzku þjóð- lífi. Sérstaklega eru þeir bræðurnir Nasi og Júst all-kynlegir náungar og virðast öllu heldur vera skopfígúrur en alvörugefnir búendur, hvað sem höfundurinn hefur ætlað þeim að vera. Aðalsöguhetjan er þarna persónugervingur ves- aldómsins og vanmáttarins, sem Kiljan hefur svo mikið dálæti á. Aumingjaskapnum eru engin tak- mörk sett, og hann er blátt áfram hafinn upp í æðra veldi, af því að ,,minusvariantinn“ Ólafur Kárason Ljósvíkingur hefur lestrarþrá og fæst við kveðskap af veikum mætti. Laun þess heims, sem auminginn ætlar að lýsa með ljóðum sínum, eru skelfingar hins hryllilega lífs sveitarómagans, með vosbúð, sulti, ónotum, barsmíðum, hreppa- flutningi og hverjum öðrum þjáningum, sem vera vill. Öll er bókin óslitin lofgerðaróður um ómennsk- una og aumingjaskapinn, full djúprar lotningar fyrir þeim, sem eru andlega og líkamlega illa gerð- ir og ófærir um jafn auðvirðilegt hlutskipti og að hafa ofan af fyrir sér sjálfir, og enn dýpri fyrirlitningar á heilbrigðu fólki, sem hefur eitt- hvert markmið í lífinu. Ef leita skyldi eftir einhverri dýpri merkingu í þessari síðustu sögu Kiljans, er erfitt að verjast þeirri hugsun, að hún sé einskonar varnarrit fyrir hann og skáldskaparstefnu hans. Auk hinna ytri líkinga með þeim skáldunum Ólafi Kárasyni Ljós- víkingi og Halldóri Kiljani Laxnessi, svo sem hve nöfnin eru keimlík, báðir skáld, annar sveitar- ómagi og hinn ríkissjóðsómagi, er ýmislegt í við- horfi umhverfisins til skáldskapar þeirra, sem minnir hvað á annað. Báðir eru ásakaðir um að yrkja klám og leirburð, guðlast og níð um sína velgerðarmenn. Þeim er illa launuð ljóðlistin, þeg- ar þeir yrkja eftir sínu höfði, af þeim tekinn skamturinn og haft horn í síðu þeirra, jafnvel hótað að rífa í tætlur ritverk þeirra. En þegar þeir yrkja eftir beiðni og eins og fólk vill heyra, fá þeir bragarlaun og ,,að borða eins og annað fólk“. Báðir álíta sig ljós heimsins, til þess kjörna að lýsa mönnunum í myrkri hinnar ömurlegu til- veru og tómleika lífsins, — en um hvorugan verð- ur sagt, að hann beri mikla birtu. Styrmir Víglundarson. I slendingar viljum vér allir vera!

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.