Mjölnir - 01.05.1937, Blaðsíða 8

Mjölnir - 01.05.1937, Blaðsíða 8
8 M JÖLNIR helgustu tilfinninga manna á sviði trúar, siðgæðis og fagurfræði. Auðvitað gleymdist heldur ekki að forgylla og útbásúna alla kynbræður rithöfund- anna sem salt jarðar. Táknandi titlar um eðlið voru svo sem þessir: ,,Wir Juden mitten drin“, „Eros im Dritten Reich“, „Was wáre, wenn . . . ?“ að ógleymdum eftirmælum eftir Rosu Luxemburg, sem lauk með kröfu um hefnd. Öllum ósómanum var síðan oftast vafið inn í einhverja helgigloríu friðar og bræðralags. Umfram allt var þó farið hamförum gegn öllu, sem bent gat á, að Þjóð- verjar hyggjust að auka eitthvað lítilsháttar her- varnir sínar, sem svörum við kappvígbúnaði ná- grannanna. í þessu sambandi má geta þess, hvað jafn hlutlaust blað og „Neue Basler Zeitung" sagði um þessa iðju Ossietzky: „Greinar hans höfðu stöðugt sömu tilhneiginguna, að lama á allan hátt sérhvern varnarvígbúnað Þýzkalands . . . Og út- þembingur hans yfir hverri smá varnarráðstöfun, sem hann komst á snoðir um, hafði löngu fyrir valdatöku nazista orsakað það, að hann af öllum þjóðlegum mönnum var stimplaður sem skað- skemmdardýr fyrir þjóðarheildina.“ En eins og þeim, sem stöðugt hrópa „úlfur! úlfur!“, gekk Ossietzky illa að vekja á sér athygli, og lesendur hans komust þrátt fyrir allan hama- ganginn ekki upp fyrir 8 þúsund. En Ossietzky hamaðist eins og tarfur í flagi, og loks tókst hon- um meira að segja að vekja jafn sofandi stjóm- arvöld og sambræðslustjórn jafnaðarmanna og ,,frjálslyndra“ voru í Þýzkalandi. Hann birti í tímariti sínu grein um hernaðarleyndarmál Þjóð- verja, sem gáfu andstæðingum þeirra mikilsverð- ar upplýsingar um þýzka herinn og tæki hans. Þetta voru í stuttu máli ein hin ódrengilegustu landráð, sem seinni tíma saga getur um. Þetta var hans meistarastykki. Jafnvel steinblindar þingræðisuglur sáu, að hér var um ótvíræð landráð að ræða. Og í desember 1931 var Ossietzky samkvæmt kæru lýðræðis- og jafnaðarmannastjórnár dæmdur af hæstarétti Þýzkalands í iy2 árs fangelsi fyrir landráð. Auð- vitað fóru allar Aðalbjargir Þýzkalands grát- klökkar í náðunarleiðangra, en árangurslaust, því að Hindenburg hélt því fram, að landráð væru landráð og að landráð væru hegningarverð! En eins og alla jafnan í góðborgaralegum sæluríkj- um tók það langan tíma fyrir dómsvaldið að koma framkvæmdavaldinu í skilning um, hvað væri á seiði, og það átti langt í land, að Ossietzky yrði stungið inn. Á meðan belgdi hann sig út í riti sínu og skrifaði stór „ávörp til þjóðarinnar“ og sagðist ætla að láta „setja sig inn“, eins og hann kemst að orði, „til þess að verða stjórninni til sem mestra óþæginda“. Ávarpinu lýkur hann síð- an með þessum friðvænlegu og mannelskufullu orðum: „Auk þess bið ég hina þýzku þjóðarmeð- limi að útrýma ekki hverir öðrum, svo að Welt- biihne vanti ekki efni. Ég held nefnilega, að á næstu mánuðum verði engan veginn leiðinlegt að lifa í Þýzkalandi“. Þetta er í stuttu máli þýðingarmesta brotið úr æfisögu mannsins, sem „hafði gert svo frámuna- lega mikið fyrir friðinn“. (Alþbl. 26. nóv. 1936). Því má þó bæta við, að þegar nazistar komu til valda, var Ossietzky settur undir lás og hespu til þess að afplána dóm sinn. Menn héldu þá, að þessi lítið sögulega spíra hefði lokið hlutverki sínu og væri að minnsta kosti flestum til ánægju fyrir fullt og allt horfin úr opinberu lífi. O O o Ossietzky var ein af þessum bólum, sem gjarn- an þjóta upp á yfirborði þjóðlífsins á tímum rót- leysis og glundroða. Hann óskapaðist gegn öllu og öllum. Þegar hann fór að umsetja orðbragð- ið í framkvæmdir, var loksins þaggað niður í hon- um eins og illum seppa. Hann þagnaði og hvarf aftur niður í sviplausan fjöldann, sem hann hafði ætlað að nota sem lyftistöng upp á sillur valda velmegunar. Ossietzky hugðist verða stórsöguleg persónu, en það var misskilningur. Það eina, sem greindi hann frá múgnum, voru gallar, sem bet- ur fer eru ótíðir í fari alþýðunnar, annars væru landráð tíðari. Sökum lasta sinna og afbrota var Ossietzky skilinn frá múgnum, því að meinsemd- in étur út frá sér. Honum var því komið á upp- eldisstofnun fyrir pólitíska afbrotamenn. Þannig hafði verið stungið á loftbólunni Ossi- etzky og dauninum hleypt út. Yfirborðið hafði tekið sig, enda ekki gróandalegt fyrir neinar spír- ur illgresis í þjóðlífi, sem útrýmt hafði glundroð- anum og skapað rótfestu. Tímar neyðar, pólitísks öngþveitis og þar til heyrandi uppskafnings fyrirbrigða voru horfnir í Þýzkalandi. Tímabilinu Ossietzky var lokið. En til voru menn, sem ekkert höfðu lært og ekkert vildu læra. Þeir höfðu nú að vísu yfirgefið

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.