Dvöl - 01.11.1901, Síða 1

Dvöl - 01.11.1901, Síða 1
1. AK. IIEYKJAVIK, NOYEMBEK lí)01. Atvinna. (Employment). Aframhald af greininni „Kraftur viljans Lauslega þýtt úr ensku. Eg skil tilgang lífsins svo, að bæði menn og konur sé sköpuð til að vinna, ]iví að starfsemin er oss ómissandi og vér vitum, að hún skapar (makes the man) manninn að meira eða minna leyti. Þess vegna verðskuldar sá naumlega að kallast maður, sem hefur ekkert fyrir stafni. Sá leyndardómurað gera mann úr einhverjum er í ]>ví fólginn, að kenna honum að vinna og aðhalda hon- um að vinnmmi, Það er ekki bóklestur né pekking, ekki siðalærdómar, ekki góðir foreldrar, ekki góður fé- lagsskapur, sem skapar manninn, þetta allt eru með- ul, en bak við þau liggja hin dýrmætu myndunará- hrif (Moulding influence). Það er starfsemin, sem á meiri þátt í fullkomnun hans en nokkuð annað, hún styrkir vi>ðvana, herðir líkamann, örfar blóðrásina, skerpir lundina, leiðréttir skilninginn, vekur hugvits- gáfurnar og þröngvar honum fram í baráttu lífsins, sparar metnaðarfýsnina og tilkynnir honum, að hann sé maður og verði að sýna það í verkinu. Hundrað og funmtíu pund af heinum og vöðv- um er ekki maður. Stór hauskúpa full með heila er heldur ekki maður. Beinin, vöðvarnir og heilinn verður að þekkja köllun sína, verður að rannsaka ætlunarverk sitt, verður að kunna að bera jafnþýngd sína af staðfestu og skyldum, áður en þau verða að manni, því að maðurinn samanstendur af starfandi sálu og starfandi líkama. Vel búin myndastytta getur litið út eins og mað- ur, það getur mannleg vera sömuleiðis, en að vera niaður eða sýnast vera maður, það eru tveir hlutir ólíkir. Líkaminn vex, en maðurinn myndast. Sú vera sem vex ]>angað til hún verður mannhæð er ekki maður fyrri en búið er að gera hana að manni. Ohjákvæmileg aðstoð við uppfóstur mannsins er starfsemin, og það er langt síðan að heimurinn sá og skildi, að enginn getur orðið maður án hennar. Þess vegna eru drengir látnir vinna, þess vegna er þeim fengið starfssvið, köllun, embætti. Verkfærin eru lögð upp í hendurnar á ]>eim og brýnt fyrir þeim að verða maður og flestir þeirra reyna það einhvern- veginn, — ekki samt æfmlega á ákjósanlegan hátt. Þeir, sem eru óheppnastir með það eru þeir, sem á unglingsárum sínum lærðu ekkert að vinna. Vorir auðugustu, mést virtu og merkilegustu menn eru þeir, sem skorturinn neyddi til að vinna sér brauð, börn sem voru af lágum stigum og fædd í ör- birgð, sem síðan þeir voru smádrengir hafa orðið að brynja sig með erfiðinu, hafa horið á sínum þróttlitlu herðum þungar hyrðar, haí'a orðið að taka á sig mikla ábyrgð, hafa orðið iyrir þungum áföllum og mætt sterkum mótspyrnum, hafa orðið að sætla sig við hin auðvirðilegustu verk af þvi þau borguðu sigbezt NK. 11. og buðu erfiðleikunum byrginn ]>ar til þeir unnu sig- ur og stóðu frannni fyrir heiminum í hátign og feg- urð sannarlegs manndóms. A þenna hátt skapast maðurinn, en á engan annan, því að kraftarnir ]>r(’>ast á akri starfseminnar. Mennirnir fæðast ekki, en eru búnir til. Hug- vit, verðleikar og sálarþrek er öllu fremur tilbúið en meðfætt. Náttúruhugvit getur orðið að skríða í duftinu, en tilbúíð hugvit mun gnæfa til skýjanna. Vorir góðu og miklu menn, sem standa við al- faravegi mannkynssögunnar eins og skínandi ljós, bera þessum sannleika vitni, þeir standa þar eins og ævarandi talsmenn starfseminnar. (Framh.). Ólíkir vinir. (Framh.). Gísli svaraði með einhverjum hryll- ingi; „Guðrún dó, hvort sem ]>að svo hefur verið af þessum eða öðrum ástæðum, en Magnús unnusti Önnu varð skjótt jafngóður, kvæntist ríkri og efnilegri stúlku litlu síðar og býr nú blómlegu búi, og það er rétt eins og hann hafi æfmlega einhverja ástæðu til að trana sér framan í Önnu mína og er þá prúðbú- inn og hinn kátasti, og mér er raun að því, því skapferli hennar brá svo eftir giftinguna, að ]>að lítur helzt út fyrir, að hún hvorki vilji heyra mig né sjá, og ég óska daglega, að eg hefði aldrei heyrt eða séð hana, eg hefi stungið upp á við hana, að við gerð- um fjárskifti með okkur og skildum að samvistum, en hún glottir að eins og situr sem fastast. Börn höfum við engin átt eins og eg hef skrifað ]>ér og svona hljóðar nú sagan um hjúskaparsælu mina. Það er vissulega satt sem eitt spakmennið hefur sagt, að hjúskapurinn væri eittafþví versta og eitt af því bezta og allt mögulegt þar á milli — minn heyrir víst undir millibilsástandið". Við ]>essa athugasemd vöknaði Gísla um augu. „Það hefur farið eins og við mátti búast, vinur minn; þegar svona var niður sáð“, svaraði Pétur „hefði hann farið öðruvísi eða betur, ]>á hefði eg á- litið það bölvunarmerki". „Nú skil eg þig ekki, Pétur minn! skýrðu ]>etta fyrir mér“. „Já, hefði svona lagaður ráðahagur farið í alla staði giftusamlega. þá hefði eg haldið, að launin biðu þín annars heims, því að við höfum mörg dæmi þess, að óguðlegum vegnar hér yel, en engum sann- kristnum manni mun þó blandast hugur um það, að eins og vér sáum, svo munum við og uppskera í einhverri mynd •— jú, meira að segja, það þarf ekki einu sinni kristinn mann til að sannfærast um það, að náttúr- an umhverfis og jafnvel likaiui vor færir okkur Iieim sanninn, ef við misbjóðum honum á einhvern hátt þá misbýður hann okkur með heilsuleysi. En ]>ú

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.