Dvöl - 01.11.1901, Blaðsíða 4
44
D V Ö L.
formi, að fara með honum, hvað sem ]iað svo
kostaði.
Það stóð svo á, að mikið var til að gera í
Harribec þenna dag. I dögun, áður en Agnes var
vel víiknuð, heyrði hún að faðir hennar var kominn
út í garðinn, piltarnir vóru að stríða við að ná hest-
unnm, og kýrnar vóru óþœgari en venjulegt var.
Sumir vóru að nmla í handkvörn og allt var í upp-
námi, því að þetta var fyrsti uppskerudagurinn og
byggstangirnar nötruðu undir þunga sínum framan í
hlíðunum og átti að fara að slá þær. Nokkrir dag-
launamenn vóru og komnir og varð að matbúa sér-
staklega fyrir ])á, en enginn var fenginn að hjálpa
til með innanhússverkin, þó að húsmóðirin væri veik
og drengurinn væri að taka tennur. Annríkið var
svo mikið, að allir unnu eins og þeir framast ork-
uðu, þó að veðrið væri heitt og mollulegt. Um
kvöldið, þegar Mattías las að vanda nokkrar
ritningargreinar, var hann svo þreyttur, að hann út-
þýddi þær ekki, og þegar klukkan sló m'u fóru allir
að sofa, nenm Faith, Agnes og litli Davíð, sem var
veikur, jafnvel móðir þeirra hafði sofnað vært.
Faith bar drenginn inn í svefnherbergið sitt og Agnes
var hrædd um, að hann myndi aldrei loka augunum,
]iví að hún hélt að Róland væri farinn að bíða eftir
sér við kyrtilbrúna og hún var eins og á glóðum.
Chromo-málverk,
Þegar myndin er vel þurr, þá er ranghverfan á
henni nudduð hægt og jafnt með sandpappír, þar
til hún verður gagnsæ, en þó ekki svo mikið að göt
komi á hana, það verður að varast. Þar næst eru
6 dropar af Transparent Middel látnir drjúpa á ranga-
borðið og dreift vel um myndina alla, eftir })að er
hún látin liggja nóttina yíir. (Framh.).
Ýmislegt
tekið úr „The Family Herald and Weekly Star 28. ágúst 1901.
Eg þekki nafnfrægan sjóliðsforingja, sem var
einn dag að lesa daghlað og kallaði þá upp:
„Eg sé núna hann L., og hann nefndi son, sem
hann átti og var undirforingi í sjóliðinu í Vestur-
Afríku. „Eg sé“, sagði hann, „að einhverjir sjó-
menn eru að bera hann, ])ví að hann er annaðhvort
mikið veikur eða að dauða kominn og hann hefir
sjómannshúfu á höfðinu.
Seinna vitnaðist, að sonur hans, sem var í ein-
hverjum erindagerðum úti í landi, hafði þennan dag
orðið skyndilega veikur, og sjómenn, sem þar vóru
nærstaddir, fluttu hann hurtu. En það, sem var
undarlegast, var ])að, að rétt áður hafði hann ein-
hvern veginn misst lnifuna sína og fékk því sjó-
mannshúfu lánaða eins og faðir hans hafði séð.
Margar sögur líkar Jiessari koma oft fyrir, en
meðal þeirra skrítnustu og sem jafnframt er sönn,
er sjón sú, sem þeir kapteinn Sherbroke — sem var
þá í 3B. hersveitinni, en seinna varð yfirforingi, sir
John Cope Sherbroke — og Lt. Georg Wynward sáu;
hann þjónaðí og í sömu herdeild.
Einn eftirmiðdag 1785, þegar þeir vóru með
herdeildinni í Canada, vóru þeir báðir að lesa hern-
aðarskjöl inni í herbergi Wynwards lcl. 4 og höfðu
farið í fyrra lagi frá miðdegisverðinum til þess að
geta lesið í næði, og hafði hvorugur smakkað vín.
Á herberginu, sem þeir sátu í, vóru tvennar dyr,
aðrar lágu út í anddyrið, en hinar inn í svefnklefa
Wynwards og ekki var hægt að komast inn um aðr-
ar dyr en þær, sem Iágu út í anddyrið. Þeir vóru
báðir að lesa í skjölunum, þegar Sherbroke, eins og
af tilviljun, leit upp og sá hávaxinn ungan mann, á
að geta tvítugan, og var að sjá á svip hans, að hann
hefði losnað úr einhverri gæzlu. Hann varð svo
hissa á að sjá þarna alveg ókunnugan mann, sem
hann átti onga von á inni lestrarstofu þeirra, að
hann lét Wynward undir eins vita, hvað um var að
vera, og að maður þessi hefði einhvern veginn laum-
ast inn til þeirra. Undir eins og Wynward sá mann-
inn, brá honurn ákaflega. Sir John Cope Sherbroke
var vanur að segja seinna, ])egar hann sagði frá
sögunni: „Eg hefi aldrei á æfi minni séð andlit á
lifandi manni verða eins nábleikt eins og andlit
Wynwards varð á ])essu augnabliki. „Guð almátt-
ugur! “ hrópaði hann upp yfir sig, „þetta er hann
bróðir minn“. Við sáum, að maðurinn gekk inn i
svefnklefa Wynwards og við gengum á eftir honum,
en hann hvarf þar. Þeir skrifuða hjá sér stað og
stund, Með næsta pósti fékk Sherbroke bréf frá
aldavini sínum þess efnis, að hann bað hann að til-
kynna Wynward, að bróðir hans, sem hann unni
hugástum, væri dáinn, og það kom upp, að það var
um sama leyti og þeir sáu svipinn. Það er þó ekki
tekið fram, hvað klukkan á Englandi hafi verið þegar
maðurinn lézt, en hún var 4 í Canada. Það virðist
ónákvæmt í þessum sögum, að mismunurinn á tíma
í hinum ýmsu landshlutum og líindum leimsins er
ekki nægilega borinn sanmn eða útreiknaður, en
eigi að síður lítur út fyrir, að þessi saga hafi við
góðar sannanir að styðjast; hún var prentuð í anda-
sögubók Mr. Iarvis 1828 og þar stendur vottorð eins
ættmennis Wynwards um að sagan sé sönn, og höf-
undurinn sjálfur bætir því við, að Sir John Sher-
broke hafi oft sagt frá sögunni, og hann hafi lifað
full 5 ár, eftir að bókin var gefin út, og rithöfundur,
sem virðist hafa ])ekkt ættina, fullvissar um, að sagan
sé sönn, og ]>að er vissulega satt, að þeir félagar,
Wynward og Sherbroke, sögðu stallbræðrmn sínum
frá þessu löngu áður en hún komst í hámæli.
(Household Words).
Leiðréttiny. í siðasta blaði slæddistinn leiðinleg prent-
villa i greinina: „Starf (ocoupation]“ 1. málsgrein 15. línu
par stendur: „hærri lilutskifti“ á auðvitað að vera: lægri’hlut-
skifti.
Blaðið kostar hér 4 landi 1 kr. 25 au., erlendis 2 kr., og
borgist helmingurinn fyrir 1. júli, en hinn við áramót.
Afgreiðsla blaðsins er i nr. 86 á Laugavegi.
Útgefandi: Torfhildur Horsteinsdóttir Holm.
Félagsprentsmiðjan.