Dvöl - 01.11.1901, Síða 3
D V Ö L .
48
illt, og hinir góðu gott þeim, sem |)eim eru næstir
í hvert skifti; en eg }iar á móti svo framúrskarandi
fávís, að eg jafnvel ekki viti það, að ef eg geri
einhvern samvistarmann að vondum manni, þá stofna
eg mér í þá hættu, að verða fyrir illu af honum,
svo að eg, eins og þú staðhæíir, kem hér nhklu
illu til leiðar af ásettu ráði; þessu færð þú mig ekki
til að trúa, Meletos, og eg hygg að þú fáir ekki
nokkurn mann til að trúa því, heldur er það svo,
að annaðhvort spilli eg þeim ekki, eða, ef eg spilli
þeim, þá geri eg það óviljandi, en þér skjátlast í
hvorutveggju. En ef eg spilli þeim óviljandi, þá
eru það engin lög að draga nokkurn mann hingað
fyrir slíkar óvilja-yfirsjónir, heldur taka hann eins-
lega, fræða hann og áminna, því það er auðsætt,
að þegar eg er fræddur, þá mun eg hætta við það,
sem eg geri óviljandi, en þú forðast að fara tii
fundar við mig og fræða mig, en þú hafðir engan
vilja til ]>ess og dregur mig hingað fyrir dóm þann,
þangað sem lög eru að stefna þeim, sem þarfnast
refsingar, en ekki fræðslu. [Framh.]
Smalastúlkan á Landamærunum.
Eftir Amaliu E. Barr.
(Framh.).
Inngangur sorg-arinnar.
Utan mótlætis er ei margt,
oss sem að mönnum féll i vil,
þvi liáfleyg gleöi getur vart
gagntekið hjarta, er fann ei til.
Agnes hefir, ef til vill, ætlað sér að lialda lof-
orðið, en þeir hljóta að vera bæði hyggnir og vilja-
fastir, sem geta yfirbugað þær óvæntu árásir, sem
herja óvörum á hjartað á svipstundu.
Eitt sumarkvíild, þegar mikið annríki var, gekk
hún einsömul út í aldingarðinn hrygg í huga til að
hressa sig. Það hafði verið rigning, og hin sagga-
fulla þoku-gofa bar með sér sætan blómailm. Stór
runnur með hvítum rósum óx upp við grjótgarðinn
og nam hún þar staðar og litaðist um. Henni fannst
einhver hugsvölun í að virða fyrir sér náttúrufegurð-
ina; henni fannst eins og að hæðirnar, árnar og blóm-
in tækju einhvern dularfulían þátt í kjörum hennar,
sem hún þorði ekki að trúa neinum fyrir.
Hún vissi, að hráðuin var von á RólandGraeme
og var að velta fyrir sér, hvað hann myndi segjaog
gera og hvað faðir hennar myndi segja og gera, en
hún þorði naumast að leggja þá ^spurningu fyrir
sjálfa sig, hvað hún myndi segja og gera. Hún leit
þá upp og sá, þótt skuggsýnt væri orðið, að hár og
réttvaxinn maður nálgaðist hana. Sökum dimmunn-
ar gat hún ekki þekkt hver það var, en hún þóttist
þó bera kennsl á göngulagið og hinn tígulega höfuð-
burð, en áður en hún gat áttað sig fyllilega, var
Róland Graeme, sem hai'ði .þekkt hana, kominn upp
að veggnum andspænis henni, heygði sig yfir hann,
dró hana að sér og kyssti hana. Svo fylgdu mörg
ástrík orð og þau hétu hvort öðru órjúfandi tryggð-
um. Róland var kominn þangað með þeim ásetn-
ingi að biðja fijður hennar um hana, en hún latti
hann þess, og sagði að það yrði einungis til þess,
að hann þröngvaði sér til að bregða loforð sitt, sem
sér yrði með öllu óbærílegt. „Eg skal þá hætta við
það og fara héðan“, sagði hann, „en annað kvöld
ætla eg að bíða eftir þér við kyrtilbryggjuna“. Hann
kvaddi hana með kossi, sneri síðan upp með Öskju-
fellinu og svo Jiaðan heim í kastalann. Graeme lá-
varður hafði beðið eftir honum og þeir tijluðust við
eins og þeir væru vandalausir. Lávarðurinn hafði
raunar aldrei verið ástríkur frændi, en heldur aldrei
verið vondur við hann. „Róland“, sagði hann, „þú
ert nú orðinn myndugur og eg liælti þess
vegna að bera umönnun fyrir þér. Þegar faðir þinn
dó, lét eg selja eigur hans og setti þær á vöxtu, og
upphæðin er 5200 pund sterling (18 kr. í pd.); eg
hef ekkert snert af því og uppeldi þitt höfum við
systkinin annast, svo að þú getur tekið þessa pen-
inga þegar þú vilt. Eg ræð þér til að kaupa fyrir
])á umboð við einhverja góða herdeildarstöð, en þú
ræður sjálfur héðan af hvað þú gerir“. Hann sagði
þetta hlátt áfram og mjög kurteislega, ]iví að hann
var vel siðaður maður. Róland fannst hann fara
svo sanngjarnlega í þetta, að þakklætis og velvildar-
tilíinningar vöknuðu í brjösti hans.
„Graeme lávarður11, sagði hann, „þér heíir farist
miklu betur við mig en mörgum myndi hafa farist
í þínum sporum, því að ]>að er ekki þín skuld, ])(>
að faðir minn gerði mér rangt til og eg get ekki láð
þér, þó að þú færðir þér það í nyt. Stundum hefir
mér þó fundist, að eg vera hér eins og óboðinn
gestur, en eg skal nú ekki lengur liggja upp á þér,
og eg hið þig að fyrirgefa mér það fjártjón, sem eg
hef ósjálfrátt orðið til að baka þér“.
Lávarðinum brá ónotalega við þessa hreinskilni,
en hann vildi ekki láta bera á því og sagði:
„Hvað áttu við, Róland? Þú ert ]>ó enn ]>á
einn af ættinni, ])ótt þú hafir verið sviftur merkis-
skildinum við annara yfirsjónir. Mér fellur hrein-
skilni þín vel í geð og hve hógværlega þú ber tjón
þitt, — og það getur farið svo að úr því verði bætt“.
Hann leit niður fyrir sig þegar liann sagði þetta,
eins og honum hefði orðið það ósjálfrátt. „Egheld“,
bætti hann við, „að hún föðursystir þín vilji finna
þig að máli áður en þú ferð héðan, en þér liggur
heldur ekkert á ]>ví; rauða stofan stendur þér enn
þá til boða“.
„Eg þarl' að fara héðan strax, ])ví að nú þarf
eg að fara að hugsa um framtíðina“, sagði Róland,
„það er líka vinur minn, sem bíður eftir mér og
ætlar að verða mér samferða til Lundúnaborgar“.
„Hagaðu ])vi eins og þér þóknast, Róland“.
Rúm 5000 pund voru miklir peningar i augum
Rólands.
Fyrst fór hann að hugsa um Agnesi og ætlaði
sér, eins og sagt hefir verið, á fund föður hennar,
þvi að hann hugsaði, að svo mikil auðlegð myndi
hrinda öllum efasemdum hins gamla sambandsmanns,
en Agnes kom fyrir hann vitinn og hann féllst á,
að leita einskis samþykkis, en taka þá stúlku, sem
hann unni svo heitt, án þess að verða neyddur til
að sefa hleypidóma og hugsjónir Mattíasar, semvoru
honum svo gagnstæðar, og Agnes, sem, þó hún væri
kjarklítil, var nokkuð þrálynd og stóð fast á því á-