Dvöl - 01.06.1903, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.06.1903, Blaðsíða 1
ÍJppsögn slirifleg og bundin viö l.okt., en ógild neina kaupandi séskuidlaus. Afgreiðslablaðsins er & Laugavegi nr. 36. BD DYOL. Blaðiö kostar hér á landi 1 kr. 25 au. erlendis 2 kr. Helm- ingur borgist fyrir 1. júlí, en hitt viö áramót. 3. ÁR. REYKJAVÍK, JÚNÍ. 1903. NR. 6. Sjálfstraust (Self-Reliance). Áframliald af greininni „Kraftur viljans“. Lauslega þýtt úr ensku Guð hefur aldrei œtlast til að hans sterka og sjálfstæða vera, maðurinn, skyldi uppfóstrast þannig, að hann þyrfti sífelt að halla sér upp að öðrum sér til stuðnings eins og umfeðmingsgrasið vefur sig ut- an um eikarstofninn. Örðugleikar, þrautir og þján- ingar lífsins — þær tálmanir, sem mæta manni á veginum til hamingjunnar — er skýlaus blessun. Þær styrkja vöðva mannsins og kenna honum jafn- framt að treysta á sjálfan sig, það likist þvi að glíma við aflraunamann, sem er oss yfirsterkari, vér auk- um með því krafta vora og komumst með það sama að því leyndarmáli, í hverju Iians huldi fim- leiki er fólginn. Það er satt sem Bunvan segir, að allir erfiðleikar mæti oss eins og þeir freistist til þess likt og ljónið Samson, fyrst mæta þeir oss öskrandi og með tannagnístri, en þegar vér höfum yfirunnið þá, þá finnum vér í þeim hreiður fullt af hunangi. Hættan er vissulega það náttúruafl (element), sem leiðir hæfileikana i ljós. Pythagoras segir, að dugnaður og nauðsyn séu sambýlingar. Hin þyngsta óhamingja (curse), sem hent gelur ungmenni er að styðja sig við aðra á meðan lyndiseinkunnir (character) þeirra eru að þró- ast, því sá sem byrjar lífsferil sinn með því að ganga við hækjur endar hann vanalega á sama hátt, Sú hjálp, sem kemur innan að styrkir, en sú sem kem- ur utan að veikir undantekningarlaust þann, sem verður hennar aðnjótandi. Hinar lífseigustu plöntur vaxa ekki i skjólsömu aldingörðunum eða gróðrar- stíunum, en upp á hamratindunum þar, sem storm- arnir hamast inest. Eikin sem stendur ein sér og á i sífeldum hardaga við ofsaveðrin, festir rætur sinar dýpra og dýpra niður i jarðveginn, en trén, sem standa í skóginum svegjast, hogna, skjálfa og tætast upp með rótum. Þannig er því og liáttað í mann- lífinu. Þeir, sem hafa lært að treysta á sjálfa sig eru reiðubúnir til að taka á móti hverju því, sem að höndum ber, en hinir þar á móti, sem sækja styrk- inn til annara eru ófærir til að ganga út í þann bar- daga. Margir æskumenn — já, og sömuleiðis marg- ir af hinum eldri nema staðar þegar ganga skal út í lífs bardagann, þeir missa kjarkinn af því þá vantar það fé, sem þeir álitu nauðsynlegt til að byrja með. Nokkur þúsund dollara, eða hundruö, eða „eitllivað gott peningavirði“ álíta ]>eir hið einasta nauðsynlega til að verða hamingjusamir. En í níu tilfellum af tíu er hinn óhultasti fjársjóður, sem nokkur maður getur átt til í eigu sinni, góð heilsa, hreinar lífsregl- ur, góðir vitsmunir, og sterkur, staðfastur vilji til að vinna heiðarlega fyrir sér, og ef mögulegt er að nema einhverja iðn "u- hvort, sem þeir stunda hana til að lifa at', eða ekki. Þeir geta ])á æfinlega gripið til hennar þegar aðrir vegir eru lokaðir. Sérhver, sem vill lesa og íhuga lífsferil minnisverðra manna — vér eigum hér ekki við titla eða erfða tign — munu 1 komast að raun um að allur fjöldinn af þeim, hóf sig upp til metnaðar án þess að hafa annað til að | byrja ineð en gáfur, þrek, dugnað og slaðfastan i vilja að komast áfram. I iðnaðarlegu tilliti, i verzl- | unarlegu, í jarðyrkjulegu, og jafnvel í bókvísilegu listfengislegu og ijiróttalegu, eru hinir víðfrægustu menn komnir fram úr fátækt og ókunnleika. Dr. Johnson varð frægur fyrir gófur og dugnað — sama var tilfellið með Franklín og marga aðra sem eru l orðnir víðfrægir menn. [Framh,] Smalastúlkan á Landamærunum. Eftir Amaliu E. Barr. (Framh.). — Þetta sannfærði Phemiu um, að Faith ætlaði að halda taum systur sinnar, hvað svo sem Renwick segði um það. „Það er Anna Lander“, hugsaði hún „sem kemur honum til að haga sér svona og þann- ig hefur verið síðan Landers fólkið kom til Mosa- kirlils, en þegar hann fer að snúa huga sínum til Faith og vill fara að gifta sig þá gerir hann sér enga samvizku af þeim hlut! Guð hjálpi mér! Svik og prettir fara sífelt í vöxt en ráðvendni og hrein ást rénar daglega11. Maimánuður kom með sitt blíða og hressandi veður, trén stóðu í blóma og blómgresið í aldingarðinum, stjúpmóðurblómin og veggjarósirnar uxu og döfnuðu vel, en Archic Iét ekki sjá sig þó Faith væri einlægt að vonast eftir honum. Það sást ekki annað en að hún gegndi heimilisverkunum eins glöð og ánægð og hún átti vanda til, en í raun og veru leið henni illa og hún hafði varla augun af fellunum þar sem þjóðvegurinn ! lá. Phemia aumkvaði hana af öllu hjarta, en hafði engin ráð með að sýna það í verkinu, því Faith tal- ! aði aldrei um sorgir sínar og nefndi Renwick aldrei i á nafn eða hvernig hann skildi við hana siðast og þess vegna komst hún ekki að til að segja neitt urn hann. Um þetta leyti ársins átti Faith sjaldan er- indi til bæjarins og ]>ó hún hefði gert það, þá nryndu fóir hafa vogað sér að fara að segja henni um að Renwick myndi elska liina fögru Önnu Lander, svo þar eð hún, vissi ekki hvað það var, sem dró hann frá benni þá dæmdi hún hann eftir sínu eigin hjarta og þóttist viss um, að hann myndi fyr eða síðar koma og friðmælast við sig. En hvað henni fannst tíminn vera langur þegar hún bar svona harm sinn í hljóði og reyndi að gleyma áhyggjunum í daglegu störfunum á meðan vonin og kvíðinn háðu bardaga sinn og hún eins og hlustaði mitt í störfum sínum eftir hvers manns málróm og fótataki. Á þennan hátt liðu nærri því 3 vikur henni datt ekki í hug að skrifa honum því hann hafði komiö drukkinn til hennar og sært hana með ásettu ráði og hún bjóst

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.