Dvöl - 01.06.1903, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.06.1903, Blaðsíða 4
24 D V 0 L. forviða, en var lionum mjög þakklát fyrir göfuglyndi j hans, hann var gamall og einstæðingur, svo hún réði af að taka boði hans, Eftir fáeina klukkutíma voru þau orð töluð og staðfest, sem gerðu Jón Raleigh að hennar lögmætum verndara. Tíminn leið. Allir urðu fyrst steinhissa á þess- arri undrunarlegu og skjótu giftingu, en sönsuðu sig svo smátt og smátt á því, og slúðrið, ályktanirnar og dómarnir þögnuðu svo gersamlega. Frú Raleigh reyndist fyrirtaks stjórnsemdarkona og tók talsverð- anu þátt í félagslífinu, hún unni mjög söng og hljóð- færaslætti og kunni sjálf hvorttveggja til fullnustu. A’ið hinar lipru hræringar hvítu fingranna hennar gáfu pianóstrengirnir undrunarfögur hljóð frá sér sem hrærði hjörtu áheyrendanna bæði með sorg og gleði, en samt var fiðlan, hennar uppáhalds hljóðfæri og hún varð um síðir hennar einasta lífsgleði og fé- lagi. Það var hún, sem fyrst leiddi þau Ilarald Everett sáman, hinn nafnfræga fiðluleikara. Ungur og ósegjanlega töfrandi eins og hann var, uppgðt- vaði hún um síðir að hún í honum hafði fundið félaga, sem haíði sama eðli og hún—var eitt með henni. Þeg- ar fram liðu stundir voru þau sífeldlega í hvers ann- ars félagsskap og lifðu og hrærðust svo að segja einungis hvert fyrir annað. Veslings Grace athug- aði ekki hvaða veg hún fór, hann var svo blómum skreyttur að henni datt ekki í hug að hann myndi enda í sorg. Endalyktin kom þó um síðir. Eitt kvöld kom Jón Raleigh, án þess þau ættu von á honum inn í söngstofuna og hann sá þá konuna síua í fanginu á Harald Everett, sem talaði við hana heitt ástamál og harmaði biturlega þau óhappa for- lög, sem aðskildu þau. Gamli maðurinn stóð og hlustaði á þetta, eldgamla, alþekkta æfintýri. Hann sá að ungimaðurinn hafði talað þessi orð íhugunar- laust og að hann hafði ekkert ásetnings ranglæti framið, hann sá líka með sárri sorg í sínu góðgjarna hjarta, að Grace stóð niðurlút og þegjandi og hafði hvorki kraft né þrek til að veita honum mótspyrnu, og í þögn hennar las Jón Raleigh sinn eigin dóm. Hann hafði staðið þarna boginn og skjálfandi eins og viðargrein og hann gekk þaðan þegjandi án þess þau lækju eftir honum. Daginn eftir kallaði hann á konu sina og sagði henni með fáeinum vinalegum orðum, að hann hefði séð til þeirra. Hún kraup á kné frammi fyrir hon- um á gólfinu og bað hann grátandi um fyrirgefningu Hann reisti hana upp, nam staðar fyrir framan hana og horfði inn í aug-un á henni. Þessi stóra og göf uga sál leið bitra angist og háði harðan bardaga áður en hann krossfesti sjálfan sig. En það var nú búið og hann vann fullkominn sigur. Ogsannarlega hafði enginn dauðlegur maður betur unnið til sigur- vegarakórónu. „Elskan mín!“ sagði hann í sínum góðgjarna málróm. „Eg sé og kannast við yfirsjón mína í því að eg bað þig að eiga mig — það var rangt — óneitanlega rangt. Grace, ég skal sækja um skilnað og gera þig frjálsa að eiga Harald Ever- ett. Hann er góður og trúlyndur maður og hæfi- legri ektaniaki fyrir þig en eg. Settu þig ekki á móti þessu, eg skal finna upp á einhverri málsvörn, einhverri ástæðu, sem lögin munu taka gilda. Eg skal veita þér aftur frjálsræði þitt án þess að heim- urinn fái ástæðu til að álasa þér“. Einþykknis-mann, má ef til vill kalla hann, en hver mun geta sagt með sönnu, ab gamli Jón Ral- eigh hafi ekki verið ókrýndur og óþekkur píslarvott- ur? Til þess að gera konuna sína sæla og til að bæta fyrir þau rangindi sem hans framúrskarandi göfuga hjarta ásakaði hann fyrir — þau rangindi að hafa látið þessa fögru, ungu skepnu, konuna sína giftast sér, gömlum manni. Vildi hann algerlega fórna sjálfum sér og sínu góða mannorði. Því með því einungis að draga skugga yfir sinn eiginn fagra orðstír gat hann fengið skilnaðinn frá konu, sem al- drei hafði elskað liann, en hafði lært að elska ann- an mann. En forsjónin sparaði hann fyrir þessari síðustu stóru fórn og auðmýkingu, því einn dagþeg- ar Grace gekk inn í skrifstofuna stutlu eftir fyrnefnt saintal við manninn sinn, og sem auglýsli svo greini- lega hans göfuga hjartaþel, fann hún hann með hvíta höfuðið hnigið fram á opið skrifborðið örendan. Læknarnir sögðu að hann hefði dáið úr hjartaslagi og að dauði hans hefði orðið skjótur. Eftir að hann hafði uppgötvað að konan sín elskabi fiöluleikarann hafði hann arfleitt hana að aleigu sinni. Átján mán- uðum seinna giftist Grace, Harald Everett, og Jón Raleigh hvíldi í gleymdri gröf, en grafarinnar græni svörður hylur eitt af þeim göfugustu mannshjörtum, sem nokkru sinni hefir bærst í mannlegu brjósti. Smávegis. Prjónað kögur. Garnið í það eða silkitvinninn er hafður 4 fald- ur, þó ekki tvinnaður saman, og eru allir þættirnir prjónaðir eins og einn þráður væri. Það má fitja upp 12 lykkjur — þó má hafa þær bæði fleiri og færri eftir vild, sömuleiðis má hafa á bekknum hvaða prjón sem vill og prjóna perlur í hann, og verður þá að draga þær upp á einn þráðinn, því þær ganga ekki upp á þá alla í einu, en þar eð sá þráður er prjónaður með hinum má haga perlunum í munstur eins og hver vill, ef þær eru hafðar. Líka má hafa útprjón á bekknum t. d. ein lykkja er prjónuð fyrst svo slegið upp á og tekið úr og þetta gert tvisvar sinnum, þanriig er allur bekkurinn prjónaður og með garðaprjóni þar til hann er orðin eins langur og hann á að vera t. d. á sjal, hálstrefil eða þess hátt- ar, þá eru felldar af 7 lykkjur, ef upp voru fitjaðar 12 lykkjur en 5—6 lykkjum hinummegin steypt niður. Síðan eru þær allar raktar upp eftir endilöngum bekknum, og er það kögrið, sem af því garnið var fjórfallt verður mátulega þykkt. Ofur lítið af kamfóru og vatni, má brúka til að skola úr munninum og hálsinum sé maður andramm- ur. Við handa raka er gott volgt álúns-vatn. Gætið að á hverju þér hafi mest grætt eða tap- að, eða hvað arðsamast hefir verið, getgátu búskapur borgar sig ekki. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Pélagsjirentsmiðjan.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.