Dvöl - 01.06.1903, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.06.1903, Blaðsíða 2
d y 0 l. ekki við að komur hans yrðu sér ánægjulegar fyrri en hann kannaðist við yfirsjón sína, og þá hefði eitt vinalegt augnatillit eða eitt orð verið nægilegt, því hjarta hennar átti nóg til af fyrirgefningu og hún beið angurbitin eftir að geta fyrirgefið honum það liðna og gefa honum góðar vonir um framtíðina. Meðan þessu fór frám, sagði hún einn morgun við Phemiu: „Eg þarf ekki að ganga upp í fellin í dag færðu mér þess vegna salatsfræið og hrafnaklukku- fræið, ég ætla að fara út í garðinn að sá því“. „Garðurinn er bæði kaldur og blautur, Faith, og þar að auki er nóg til að gex-a inn í húsinu“. „Þú hefur verið i illu skapi í morgun við fólkið Phenxia, hvað kemur til þess?“ „Allskonar utan og innan húss störf og eg er orðin þreylt á að ganga eftir því það veit einu sinni ekki hvað það vill. Eg stend á höfðinu í inni-verkum og þú ætlar út í garð að sá“. „Fáðu mér fræið, Phemia“. „Þér verður kalt, Faith, trúðu nxér og vertu inni í dag að minnsta- kosti“. „Eg ætla mér að sá í dag“, svai'aði Faith og fór nxeð það sama út í garðinn og var leið með sjálfri sér út af önugheitum Phemiu. Golan var ilm- andi og hressandi eins og vant er að vera þegar þornar upp eftir rigningu og sólin skín fagurt. Þeg- ar Faith hafði unnið sig þreylta varð hún rólegri með sjálfri sér, leit upp frá verkinu lil að sjá hvað Davíð, sem var hjá henni, tæki sér lyrir hendur. Hann hafði lagt frá sér rekus[)aðann sinn hallaðist fram á gi'jótgarðinn og blíndi á græna grashlettinn fyi'ir framan sig. Barnslegi svipurinn á andliti hans har með sér einhvern spyrjandi sorgarkeim, sem Faith þoldi aldrei að sjá, hvað helzt sem hún hafði handa á rnilli lagði hún af sér og gekk til hans og það sama gerði hún nú og sagði: „Ertu þreyttur, elskulegi Davíð minn?“ „Eg veit það ekki“ svai'aði hann og horfði út i sjóndeildarhringinn „eg er að gæta að einhvei'ju sem ég get ekki séð“. „Hvað er það Davíð?“ „Eg veit ]>að ekki“, og um leið og hann sagði þetta skein megnt þunglyndi út úr augum hans, sem vanalega voru svo giaðleg. Faith fannst að sér vera ómögulegt að líta þangað sem hann var að horfa og stóð því þegjandi hjá honum og íylgdi stóru hláu augunum hans, sem svo ógreinilega sýndu hina fögru, hjúpuðu sálu hans, sem dvaldi bak við þau Þá tók hún eftir að maður ofur seinfær var að fara yfir engjarnar hjá Oskjuvatninu og þegar hann nálg- aðist Harribecsbúgarðinn snéri hann að garðshliðinu og þá þekkti hún að það var Vilhjálmur Cavei-s, sem var lúðurþeytari þar í héraðinu og var að öðru leyti svo mikill drykkjumaður og ræfill að siðaðra fólk vildi sem minnst hafa við hann að skifta. „Góðan daginn, ungfrú! Hvernig líður yður?“ kallaði hann til hennar. „Og vel, Villi, eg þakka. Þér eruð snemma á ferð núna með hornið yðar“. „Þér eigið víst við að ég só seint á ferð i dag, ungfrú góð. Eg hef líka verið að spila á hornið mitt í alla nótt í brúðkaupsveizlu hjá Landers og það var líka veizla sem vert er um að tala, og hrúðuriun var sannar- lega falleg“. „Hver var brúðurin?“ spurði Faith. „Hver skyldi hafa verið það nema fallega stúlkan hún dóttir hans. Hún var ljómandi girnileg brúður og hún hefur líka fengið fallegan pill, því það mun naumast finnast fallegri ungur maður í heila hérað- inu en Archie Renwick“, svaraði hann. „Heldur en hver?“ „Heldur en Archie Renwick, brúðguminn sjálfur“ svaraði hann. [Framh.] Varnarræða Sókratesar eftir Plato. (I íslenzkri þýðing). (XXI). Haldið þér nú að eg myndi hafa haft það af í svo mörg ár eg hefði fengist við opinber málefni, og ef eg með þeirri breytni sem góðum manni er sam- boðin, hefði fengist við það og barist fyrir hinu rétta, og metið það mest eins og vera her? Nei, fjarri fer því, Aþenuborgarmenn, hvorki eg né annar maður mundi hafa haft það af. En um mig mun það augljóst verða allt mitt líf í gegn, bæði ef eg eilthvað gerði, sem laut að hinu opinbera, ogíeinka- málum slíkt hið sama, að eg aldrei vægði til við nokkurn mann móti því, sem rétt var, hvorki við aðra, né heldur nokkrum þeirra, sem rógberar mínir segja lærisveina mína. En eg hefi aldrei verið kenn- ari nokkurs manns, en ef einhver vill hlýða á mig þegar eg tala og ræki köllun mína, þá hefi eg aldrei meinað neinum, hvorki yngri né eldri, enda er eigi svo, að eg haldi samtal fyrir borgun, en án bcrgun- ar. Ekki heldur leyfi eg jafnt ríkum að spyrjg mig og ef menn óska þess að heyra hvað eg segi þegar eg svara; og hvort sem nokkur af þessu verðurgóður eða eigi, þá á eg eigi að réttu sök á því, þar sem eg aldrei hefi lofað neinum kennslu eða kennt. En ef einhver segir, að hann hafi sérstaklega lært eitthvað eða heyrt hjá mér, sem allir ekki námu og heyrðu, þá megið þér vera vissir um, að hann fer ekki með sannindi. [Framh.] Göfug sjálfsafneitun. Eftir Mrs. E. Burke Collins. Jón Raleigh gekk niður tröppurnar á stóra, gráa og skrautlega steinhúsinu sínu eitt skuggalegt kvöld og fetaði nærri ]>ví hljóðlaust til lystigarðs, sem þar var í nánd, því hann ætlaði sér að íjarlægjast með því skarkalann í stóru borgimn, sem hann hjó í og verja þar inni nokkrum rólegum augnablikum til umhugsunar. Jón Raleigh var rithöfundur, vísinda- og lærdómsiuaður hinn mesti, — maður, sem allir þekktu og báru lotningu fyrir. Ilans uppgötvanir í jarðfræði og öðru, voru á meðal þeirra þörfustu á 19. öldinni, svo hann varð mjög nafnfrægur. Raun- ar var hann orðinn gamall, því sjaldan, sem aldrei, mun lárviðar kranz heiðursins vera seltur á höfuð listamannsins fyrri en aldurinn er húin að sljófga augu hans og silfra hárið. Já, haun var orðinn gamall og átti hvorki konu eða börn og engin ásta- bönd bundu hann við heimilið, þó hann nefndi hið stóra og fagra múrhús, sem hann átti og hjó í „Heimili“. þá var það ónógur dvalarstaður fyrir ein- mana hjarta vísindamannsins, ])ví eins og orðið „maison“ táknar í franska málinu einungis heimili, en hcfur ekkert í sér fólgið, sem bendir á hversu

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.