Dvöl - 01.12.1905, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.12.1905, Blaðsíða 2
4 6 DV0L. hann sér allt, heyrir allt, er alstaðar náhegur og sí- fellt ræður fyrir öllu, hann, sem mitt í ýmislegum umbreytingum lilutanna varðveitir gang náttérunnar óhindrað og hvers lögum allar verur eru undirgefnar. Hann — þessi æðsta vera, enda þótt sjálfur sé ó- sýnilegur — er samt auðsýn í hans dýrðlegu verk- um. Lærið því af sköpuðum hlututn, að viðurkenna ósýnilegt almætti og að heiðra Guð o. s frv. Fyr- ir þessum alstaðar nálæga og alvitra Guði ber mann- inum að blygðast, dýrka hann með þeim trúarbragða- siðum, sem lög sérhvers lands fyrirskipa, en þó helzt með heilögu og dygðugu framferði ávinna sér guð- dómsins hylli" o. s. frv. Hann bað þá alstaðar nálægu Forsjón, sem ver- öldinni stýrir, vegur og úthlutar kjörum manna, en aldrei um neitt sérlegt eður án fororðs, en fól óskir sínar forsjónarinnar vilja þannig: „Guð virstu að gefa oss ávallt það, sem er sannarlega gott, þó vér beiðumst þess ekki, en afstýr óheillum frá oss, eins þó vér af fávizku beiðumst þeirra". Mannlega sálu aðgreindi hann verulega frá lí- kamanum, og hélt hana nátengda guðdóminum, ekki við hlutdeild sömu veru, heldur við násvipaða líkingu. Manninn hélt hann bera langt af öllum öðrum dýr- um vegna skynseminnar, og að góðir menn lifa mundu andanna lífi eftir dauðann og meðtaka umbun dyggða sinna, þó virðist hann ekki fullviss verið hafa um þetta, en sú huggun, sem hann gerði sér við yfirveg- un síns dauða, virðist samt grundvölluð verið hafa á trú hans og von um ódauðlegleika. Þar á móti skeytti hann alls ekki hinni nýstár- legu og ótrúlegu dýrkun skáldanna og hugmyndir um neðri byggðir, og þegar hann einu sinni var spurður, hversu ástand mundi þar ? svaraði hann : „Hvorki kom ég þangað nokkurn tíma né fann neinn þaðan kominn". Fyrsti grundvöllur til dygðugrar breytni og sem nær til alls mannkynsins eru — sagði hann — guðs lög, og enginn víkur að ósekju frá þeim. Oft tekst að skjóta sér undan hegningu eftir mannlegum lög- um, en engum vinnst að vera ranglátur eða óþakk- látur án þess honum sé hegning viss, af hverju ég ræð, að þau sakalög séu gefin af æðri löggjafa en mönnum. Guð hefir og með sjalfri náttúru mann- anna sameinað þær afleiðingar dyggða og lasta, sem enginn fær undan komist. Því eru öll Guðs boðorð gæzkurík og veruleg farsæld ætíð sameinuð dyggð og vísdómi, segir hann. „En það er vísdómur, að þekkja, heiðra og æfa dyggðina; ánægja fylgi þeirri æfingu fortaksiaust og þessvegna farsæld, og því sé einungis ráðvandur maður sæll, en engin sönn sæla sé annars bundin við auð og eignir, sé því fásinna að réyna til að skilja það sundur, sem náttúran eins nákvæmlega hefir sameinað eins og dyggð og farsæld. I stað þess að grufla til ónýtis yfir uppruna hins vonda í heiminum, kvað hann af villu þeirri, sem skilningarvit manna leiða þá í, með skökkum ímynd- unum og röngu áliti hiutanna, sprottna alla þá fordóma og hjátrú, sem blinda skynsemina, svipta viljann frelsi og gera manninn tilhneigingunum ánauð ugan. „En", sagði hann, „birti skilningurinn upp, hverfa missýningarnar, dyggðin verður inndæl, lestir viðbjóður. Þann upplýsta mann Ieiðir sannfæringin til dyggðar, til réttvísi. sem hann veit annara heill og fullkomnun sinni samfara, til hófs, því hann sér hættulegar afleiðingar vellystanna, — til guðhræðslu, því hann þekkir undirgefni sína við Guð og skyldur þær, sem af henni leiða". — Hann kenndi raðvendni og góðvild í framferði eins við fjandmenn og óvini, hvað siðalærdómskennendur fyrir og eftir hann aldrei kenndu, heldur töldu hefnd með dygðum og hógværð sinnisbrest „Enginn má áreita annan" — sagði hann — „því verra miklu er að gjöra en líða óréttinn". Aldrei vildi hann þiggja tilboð nálægra höfðingja í Grikklandi, að kenna við hirð þeirra og öðlast hjá þeim heiður, álit og laun, en kenndi heldur kauplaust í Aþenuborg. Þegar minnst varði, framkom ungur skjalari að nafni Melitus, með svarna klögun yfir Sókrates til hæsta réttar í Aþenuborg, og voru þeir Anythus sútari og annar að nafni Lykon talsmaður með hana honum samtaka. Hún var svo látandi: „Melitus Melítusson frá Pytas, áklagar skriflega Sókrates Sophroniskusson frá Alopeke, sem sakfall- inn að lögum, þar um, að hann ekki viðurkennir þá Guði, sem landið dýrkar, heldur innsetur aðra nýja Guði þar hjá, um lagabrot með afvegaleiðslu ung- dómsins. Hann er því dauða sekur". Þingdagurinn kom, og Sókrates á þingið, komu 3 fyrnefndir áklagendur og héldu ræður gegn honum hver eptir annan; reyndu táltölum og keyptum ljúg- vottum að sanna, að hann spillti ungdóminum, en Anythus einkum, að ættu trúarbrögð og stjórnar- form óröskuð að varðveitast, yrði Sókrates, sem guð- neitari og ofríkismaður að ráðast af dögum, hvað hann með ákefð krafði. Sókrates vottaði við allt þetta venjulegt stöðuglyndi og eðallyndi, sem grund- vallast á góðri samvizku einni. Vinir hans nokkrir héldu ræður honum til varnar og lærisveinar hans; Plato reis upp til þess; en á meðan hann var að biðja réttinn að umbera fakænsku síns ungdóms, skipaði rétturinn honum að setjast niður aptui og þegja. En Sókrates þurfti ekki heldur talsmanns við. Sjálfur stóð hann upp glaður í bragði, og hélt fremur að lagafyrirmælum en til að verja líf sitt ineð manndómslegum og tignarlegum rómi óforhugsaða, snjalla ræðu til málsvarnar. (Sú ræða hefir komið og er að koma út í blaði þessu). Sókrates var dæmdur til dauða — til að tæma eiturbikarinn, sem þá var dauðsmáti sakamanna. Hann tæmdi hann með hinni mestu hugarrósemi, og þetta voru hans síðustu orð: „Ó, Kríton, við erum skyld- ugir að fórna „Asklepios" einum hana, fórnaðu hon- um og láttu það ekki gleymast". Asklepios var dýrkaður sem Guð læknislistar- innar, og þeir, sem sjúkir höfðu verið og hlotið aftur heilsu sína, voru vanir að fórna honum hana. Með þessum sínum orðum tilkynnir því Sókrates, að hann þá í fyrsta sinni vonaði eftir að hljóta hina réttu heilbrygði, er hann við dauðann fluttist inn í æðra líf. (Hinn annar Alkibiades).

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.